Austurland


Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 4

Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 Hjólreiðadagur NESKAUPSTAÐUR Arlegur Hjól- reiðadagur verður n.k. sunnu- dag. Þetta er samstarfsverkefni Kvennadeildar SVFI, Foreldra- félagsins og lögreglunnar í Nes- kaupstað og hefur mælst vel fyrir. Með aukinni umferð bama og fullorðinna á reiðhjólum á götum bæjarins hafa umsvif dagsins farið vaxandi og þátttaka aukist frá ári tii árs. Vegna þessa er ágætt að byrja sumariö á því að fara yfir helstu öryggisþætti varðandi hjólreiðar og hefst dagskrá hjólreiðadags- á sunnudaginn ins í Slysavamafélagshúsinu kl. 13 með sýningu á myndbandi um öryggi hjólandi vegfarenda. Þá mun lögreglan yfirfara reiðhjól þátttakenda og hjálmar verða stilltir. Farið verður í hjólaþraut- ir og hjólað um bæinn þar sem skoðaðar verða aðstæður við ýmis gatnamót. Síðast en ekki síst mun Kvennadeildin gefa öll- um 6 ára bömum reiðhjóla- hjálma og er þess vænst að for- eldrar mæti með bömum sínum. Léttar veitingar verða á staðnum. Mynd: Frá fyrsta Hjólreiðadeginum. Síðan þessi mynd var tekin hefur notkun hjálma stóraukist. Ljósm. Ari [Al Knattspyrnuveisla Liverpool - Man. Utd. á breiðtjaldi í Egilsbúð kl. 14, laugardaginn 11 .maí. Aðgangseyrir kr. 500 - getraunaseðill og Pizzasneið innifalið Þennan einstaka viðburð lætur enginn fram hjá sér fara Knattspyrnudeíld Þróttar og Pizza 67 Bifreiðaskoðun íslands Bifreiðaskoðun í IMeskaupstað 20. - 24. maí Tímapantanir í síma 567 2811. Munið að panta tímanlega t. maí Hátíðarhöld voru með hefð- burtdrtu sniði í Neskaupstað á 1. maí. Meðal þess sem boðið var upp á í Egilsbúð var söngur kórs Norðfjarðarkirkju undir stjórn Daníels Arasonar. Ljósm Eg. Fyrsti maí á Seyðisfirði í björtu og hlýju veðri vom fánar að húni dregnir árla morg- uns. Kröfugöngum og útisam- komum, sem áður settu mjög svipmót á þennan dag fer nú mjög fækkandi, þó að ennþá séu þær við lýði í stærstu bæjum. Hvort þetta sé afturför og skortur á baráttuvilja, greinir menn á um. Líklega er nú ástæðan sú, að undanfarin ár hafa verið tímar hinna svokölluðu Þjóðarsátta, sem skyldu jafna launakjörin og gera sem flesta ánægða með sinn hlut. Það hefur aftur á móti komið í ljós í tímans rás, að ánægjan er vægast sagt blendin - þar sem hún finnst er það eink- um öfugu megin borðsins. Verkamannafélagið Fram bauð að vanda til fagnaðar- og kaffisamkvæmis i Herðubreið um nónbil. Það var þéttskipað i húsinu, sem sýnir okkur að þessi dagur á sinn trausta sess i hugum flestra, sem baráttu- og tyllidag- ur launafólksins - hins vinnandi manns. Hér, hjá þessu elsta verka- mannafélagi landsins, sem á 100 ára afmæli á næsta ári, sitja nú konur í sætum formanns og vara- formanns. Hátíðarræðuna flutti Árdís Sigurðardóttir, varaformaður Fram. Ræða hennar var mjög raunsannur og tímabær boðskap- ur. Hún minntist á 100 ára afmæli kaupstaðarins á sl. ári. Þá var mikil og myndarleg hátið haldin, öllum til gleði, skreytt minningum frá afrekum liðinna daga. Hún benti á, að ekki væri hollt að gæla alltof mikið við fortíðina. Þær prúðu minningar ættu að vera hvatning til fram- fara og sóknar í nútíóinni og komandi tímum. Kyrrstaða og aðgerðarleysi væri skref til for- tíðar. Viðvarandi atvinnuleysi væri ekki ásættanlegt, þar yrði að vera breyting á til þess að byggða- röskunin yrði ekki alvarlegri en þegar er raunin. Það yrði að bretta upp ermar íneð hækkandi sól. Á landsvísu væm allir sant- mála um, að alltof lág laun væru til vansæmdar og þjakandi böl fyrir allan almenning. Þetta væri öllum ljóst, samt breikkaði bilið stöðugt milli hárra og lágra launa. Þeirri stefu sem stöðugt beinir skeytum sínum að þeim sem minnst mega sín yrði að linna. Stefnubreytingar væri sannar- lega þörf - kjörorðið ætti að vera MANNÚÐARSTEFNA. Ráðamenn þjóðarinnar, sem venna efstu sætin þyrftu að taka til í eigin ranni og garði. Fækka ferðalögum vítt og breitt um heimsbyggðina en sinna fremur heimavinnunni af meiri alúð. Það kynni fók vel að meta. Miklu fleira fjallaði Árdís um, en þessi úrdráttur sýnir að boðskapurinn féll að markmiði dagsins, enda hlaut hún hlýtt og þakklátt lófatak. J.J. Utboð Verkmenntaskóli Austurlands Neskaupstað Endurbygging • Fullnaðarfrágangur Bæjarsjóður Neskaupstaðar óskar hér með eftir tilboðum í endurbyggingu og fullnaðarfrágang á verkkennsluhúsi fyrir Verkmenntaskóla Austurlands. Um er að ræða: Breytingu á eldra húsnæði, breytingu á burðarvirki, innanhússfrágang ásamt hita- þrifa- og loftræstilögnum. Verktaki skal skila húsinu fullfrágengnu og tilbúnu til notkunar. 1. áfangi, sem er neðri hæð, skal fullfrágenginn 31. ágúst 1996. 2. áfangi, sem er efri hæð, skal fullfrágenginn 31. desember 1996. Útboðsgögn eru afhent á tæknideild Neskaupstaðar, Egilsbraut 1 Neskaupstað, gegn kr. 5000,- óafturkræfu skilagjaldi. Tilboð skulu hafa boristtil bæjarsjóðs Neskaupstaðar, Egilsbraut 1 Neskaupstað, fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 22. maí og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.