Austurland


Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 8

Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 8
 Verslíð þar sem úrvalíð er •x5 aWa daga frá kl.l0.oo-lg r o, '0 Míkíð úrval af fersku kjötí Nautakjöt - gríllkjöt o. fl. @477 1609 og 897 1109 Ansbirianri Neskaupstað, 9. maí 1996. Verð í lausasölu kr. 170. Síldveiðar mega hefjast á morgun AUSTFIRÐIR Byrja má veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á morgun, 10. maí. Rúmlega 80 mnsóknir unt leyfi til að veiða úr stofninum hafa borist Fískistofxi íslands og em þar á meðal um- sókmr t'rá liðlega tuttugu frysti- togiuT.un. Sótt var um leyfi fyrir a.m.k. 11 austfirsk nótaskip. Landsmenn eru misánægðir með þá samninga sem undirrit- aðir voru í Osló á mánudaginn, telja að íslendingar hafi samið af sér. Hvað sem því iíður er nú ljóst að nokkrir tugir islenskra skip eru um þessar mundir að búa sig til síldveiða eða eru þegar farin. Færeysk skip hafa þegar hafið veiðar og nokkrir síldarfarmar hafa þegar borist til Eskifjarðar og Seyðisfjarðar. Síldin er smá og fúll af átu og fer öll til bræðslu. Starfsmenn Fiskistofu og Sjávarútvegsráðuneytis hafa beðið niðurstöðu úr samninga- \'iðræðum og því ekki unnt að fá upplýsingar um úthlutun til ein- stakra skipa, þegar þetta er skrifað á þriðjudag. Höskuldur Steinarsson hjá Fiskistofu sagði í samtali við blaðið að vitað væri að all margir sem sóttu um veiðiheimildir úr norsk-íslenska síldarstofninum uppfylltu ekki þau skilyrði sem sett væru þ.e. að hafa veiðiheimildir í atvinnu- skyni innan íslenskrar lögsögu. Hann sagði að starfsmenn stofn- unarinnar og ráðuneytisins væru nú á fúllu í þessum málum, hvað kæmi í hlut hvers gæti hann ekkert sagt um. Austfirsku skipin sem sóttu um leyfi til sildveiða eru; Beitir og Börkur frá Neskaupstað, Jón Kjartansson, Hólmaborg, Guð- rún Þorkelsdóttir og Sæljón frá Eskifirði, Jóna Eðvalds, Sigurð- ur Ólafsson og Húnaröstin frá Homafirði, Sunnubergið frá Vopnafirði og Guðmundur Kristinn frá Fáskrúðsfirði, sem er samkvæmt heimildum blaðs- ins ekki með veiðiheimildir í atvinnuskyni og er auk þess hálfsokkinn í Reykjavíkurhöfn. Þá var sótt um veiðiheimildir fyrir togarana Eyvind Vopna frá Vopnafirði, Ljósafellið frá Fá- skrúðsfirði og Blæng frá Nes- kaupstað. Óstaðfestar heimildir blaðsins herma að engum tog- urum verði veitt leyfi til að veiða úr norsk-íslenska síldarstofn- inum. Innlán jukust um 100 milljónir milli ára Hagnaðnr al rekstri Sparisjúðs Norðfjarðar 6,9 milljðnir árið 1995 NESKAUPSTAÐUR ______________ Hagnaður af rekstri Sparisjóðs NorðQarðar á síðasta ári nam 6,9 milljónum króna og er afkoman mjög áþekk Tvö tilboð í bryggjusmíði NESKAUPSTAÐUR Tvö tilboð bár- ust í smíði bryggju við Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. Hafnarmálaráð samþykkti á fúndi sínum s.l. föstudag að ganga til samninga við Trévang hf. á Reyðarfirði á grundvelli tilboðs þeirra. Kostnaðaráætlun Vita- og hafnamálastofnunar hljóðaði upp á 12.873.991,- kr. Tilboð Tré- vangs var upp á 12.619.142, sem er 98% af kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Gunnlaugi Ein- arssyni ehf. upp á 13.352.581 og er það 103.7% af kostnaðar- áætlun. Stefnt er að því að bryggju- smíðinni verði lokið fyrir 1. september n.k. og hún var í fyrra þegar tekið hefur verið tillit breyttra að- stæðna. Þetta kom fram á aðal- fundi Sparisjóðsins sem haldinn var 30 apríl. Árið 1994 var hagnaðurinn 17,2 milljónir en nokkrir liðir í ársreikningi skýra þennan mun milli ára. Siðastliðið ár var Sparisjóðurinn skattskyldur í fyrsta sinn og eignaskattur var gjaldfærður 2,1 milljón. Þá var meira lagt á afskriftareikning og lífeyrisskuldbindingar voru of- reiknaðar um 2,5 milljónir. Þrjár milljónir voru gjaldfærðar vegna nýbyggingar. Eigið fé sjóðsins nam i lok síðasta árs 146,4 millj. kr. Það var 83 millj. kr. árið 1991 en hef- ur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Heildarinnlán Sparisjóðsins Slippfélagiö Málnmgarverksmiðja SIMI: 588 8000 námu 532,9 milljónum króna sem er 100 millj. kr. hækkun frá fyrra ári. Innlánin jukust þvi um 23,1% á síðasta ári eða 21,1% umfram lánskjaravísitölu. Útlán námu 527 millj. kr. á árinu 1995. Aukning varð í útlánum frá fyrra ári og nam hún 17,8%. Sveinn Ámason sparisjóðs- stjóri sagði í ræðu sinni á fund- inum að árið 1995 verði að telj- ast viðunandi ár í rekstri Spari- sjóðs Norðfjarðar. Sveinn gerði grein fyrir helstu þáttum í starf- semi sjóðsins og kom fram að engar breytingar urðu á starfs- mannahaldi síðasta ár. Spari- sjóðurinn varði á síðasta ári um þremur millónum króna til styrktar félagsstarfsemi í Nes- kaupstað . Sveinn vék einnig að nánustu framtíð og upplýsti að fyrirhug- að er að taka nýbyggingu sjóðs- ins í notkun 28. þ.m. og hafa byggingarframkvæmdir þá stað- ið í 10 mánuði. Hraðbanki verð- ur tekinn í notkun á næstunni en á svæðinu frá Húsavík, suður um til Selfoss er aðeins hraðbanki á Egilsstöðum. Á fundinum hélt Ólafur Guð- geirsson, markaðsstjóri sparisjóð- amta, erindi um starfsemi þeirra. Petrún Bj. Jónsdóttir var á laugardaginn valin afreksmað- ur ÚÍA 1995 á þingi sam- bandsins sem haldið var á Seyðisfirði. Það er Einar Már Sigurðarson formaöur ÚÍA sem afhendir Petrúnu bikarinn. Nánar verður sagt frá þinginu í næsta blaði. Ovitar á Fáskrúösfirfli FASKRUÐSFJÖRÐUR Leikhópur- inn Vera frumsýndi á sunnu- daginn var leikritið „Óvitar” eftir Guðrúnu Helgadóttur. Önnur sýning var á mánudag- inn og sú þriðja í gær. Leikstjóri verksins er Magnús Stefánsson en leik- endur em allir nememdur í grunnskólanum á staðnum. Af 12 nemendum 9. bekkjar leika 11 í Óvitum og sá tólfti hefúr líka unnið við sýning- una. Þá leika einnig 4 nem- endur 7. bekkjar í leikritinu. Óvitar hafa verið settir upp áður á Fáskrúðsfirði fyrir 15 árum síðan. Þá var Helga Steinsson leikstjóri. Verkið var samið sérstak- lega vegna árs bamsins hjá Sameinuðu Þjóðunum og sett upp í fyrsta sinn í þjóðleik- húsinu á bamaárinu, 1979. Óvitar hafa verið vinsælir hér fyrir austan en vom settir á fjalir á Reyðarfirói í fyrra. Fagþjónusta í áratugi Nýsmíði úr járni - SVN Vélaverkstæði @ 477 1603

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.