Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 6

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 6
§igríbur Ingibjörg Ingadóttir og Asa Richarcfsdottir skrifa Ef vlnna á manni tjón þarf að gera það þannig að hann sé ekki fær um að koma fram hefndum. Þetta er speki hins ítalska Machi- avellis sem er frægastur íyrir kenningar sínar um klókindi og grimmd í valdabaráttu. Konum virðist þó ganga illa að tileinka sér „heilræði” hans, enda hafa stjórnmál löngum verið helsta vígi karlveldisins. Þetta virðist liggja í augum uppi ef hafðir eru í huga atburðir sumarsins á „Litlu Ítalíu” íslenskra stjórnmála. Jó- hanna Sigurðardóttir sagði af sér - og tapaði. Af hveiju? Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þvi: Röng tímasetning, óljóst mark- mið og skortur á samráði við fé- laga. Það sem vekur þó sérstakan áhuga okkar er eftirleikur af- sagnarinnar. Nokkrar stuðnings- konur Jóhönnu með Rannveigu Guðmundsdóttur í broddi íylk- ingar vildu að konur sætu hjá við kjör nýs varaformanns og nýttu tímann fram að næsta lands- fundi til að styrkja stöðu sína. Niðurstaðan varð sú að þessi sama Rannveig var kjörin vara- formaður nokkrum dögum síðar. Aðsópsmiklar símadömur höfðu á ótrúlega skömmum tíma safn- að undirskriftum allra helstu for- ystusauða flokksins um að skora á Rannveigu að gefa kost á sér. Þetta gerðist aðeins örfáum vik- um eftir að flokkurinn hafnaði Rannveigu sem ráðherraefni, sem aftur olii því að Jóhanna sagði af sér. IConum var stillt upp við vegg: Hollusta við flokkinn eða sam- staða meðal kvenna. Að deila og drottna er eitt vinsælasta stefið í heilræðavísum Machiavellis. Nú var það sungið hástöfum. Sam- stöðu kvenna var sundrað og enn sem fýrr ráða karlarnir öllu. Kon- ur utan flokksins sem innan spyija sig nú hvað hafi gerst. Af hveiju virkaði kvennasamstaðan ekki? Eða öllu heldur: Var kvennasamstaðan til staðar áður en karlarnir höfðuðu til jafnréttis með það fýrir augum að ná fram þvi markmiði sínu að fá Rann- veigu sem varaformann og gera þannig upphlaup Jóhönnu að engu? Raunveruleg samstaða Alþýðu- flokkskvenna var ekki fyrir hendi. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að samstaða kvenna hefur verið eitt helsta tæki jafn- réttisbaráttunnar. Er kvenna- samstaðan ofmetið vopn sem þjónar ekki þeim tilgangi sínum að uppræta þau mein sem þvi er beint gegn? Þær raddir hljóma nú hátt að konur séu ekkert skárri en karlar, þær hugsi bara um eig- ið skinn. Munurinn er sá að karl- ar eru samtryggðir í valdabarátt- unni en konur ekki. Gætu konur nýtt sér „reynsluheim karla” og spyrt saman samkeppni og sam- stöðu meðal kvenna? ^^eð þetta í huga spurðum við nokkrar konur eftirfarandi spurningar: HVAÐA LÆRDÓM GETA KONUR DREGIÐ AF AT- BURÐUM SUMARSINS í AL- ÞÝÐUFLOKKNUM?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.