Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 30

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 30
ÞROSKI SEM SAMFÉLAGID SKORTIR Áður hétu þær gæslusystur, nú þroskaþjálfar. Konur eru í mikl- um meirihluta í þessari einu starfsstétt sem alfarið menntar sig til að veita fötluðu fólki þjón- ustu. Þroskaþjálfastéttin varð til vegna þess að samfélagið hafnaði fötluðum. Almennar stofnanir á borð við dagheimili, skóla og jafn- vel sjúkrahús stóðu þessu fólki ekki opnar og það hafði því ekki aðgang að þjónustu sem byggði á fagþekkingu. Helga Birna Gunnarsdóttir for- maður Félags þroskaþjálfa segir að kvennastétt sem vinnur með fötluðu fólki búi við tvenns konar mismunun. Annars vegar vegna kynferðis og dæmigerðra kvenna- vinnubragða sem felast í þvi að hlúa að öðrum manneskjum. Hins vegar vegna þess að stéttin leggi áherslu á að örva færni og þroska vanmetins hóps, sem ekki eru bundnar vonir við að mali samfélaginu gull í venjulegum skilningi. Þroska- þjálfar eigi því bæði erfiðara uppdráttar en karlastéttir og aðrar kvennastéttir. Fjársjóður Helga Birna segir að þroskaþjálfun sé þó mjög gefandi starf. „Um þessar mundir er ég að vinna með fötluðu fólki sem flest er um og yfir miðjum aldri. Fæst þessa fólks fékk nokkra þjálfun í uppeldinu sem hefði getað dregið úr fötlun þess. Það situr uppi með skilgreiningar á ástandi og mörg ör á sál- inni. En allt þetta fólk á það sameiginlegt að hafa notið þrotlausrar umhyggju mæðra sinna og það er því drjúgt veganesti. En fatlað fólk býr yfir miklum þroska - ekki síst það sem er skilgreint þroskaheft. En það eru aðrar áherslur í þroska þess, en í þroska ófatl- aðra, sem byggist á því að það býr yfir öðruvisi reynslu og þess vegna er þessi þroski ekki met- inn. Það eru reyndar forréttindi að fá að skyggn- ast inn í þennan sérstæða reynsluheim og læra af honum og í samskiptum við fatlaða njóta þroska þeirra sem einkennist af ótrúlegri aðiög- unarhæfni, innsæi og skilningi á kjörum þeirra sem minna mega sín. Fatlaðir búa einmitt yfir þroska sem sam- félagið skortir svo mjög. En sam- félagið hefur auðvitað ekki upp- götvað þennan fjársjóð.” Lítils metin störf Starfssvið þroskaþjálfa er mjög yfirgripsmikið. Þeir hjálpa fötl- uðu fólki á öllum aldri við að fóta sig á öilum sviðum samfélagsins. Störf þroskaþjálfa eru öðrum þræði mannréttindabarátta. Þeir hafa frá upphafi tekið virkan þátt í að móta stefnuna í málefnum fatlaðra og endurskoðað hlutverk sitt, menntun og starfshætti með hliðsjón af þróuninni hveiju sinni. Helga Birna segir að þroskaþjálfar séu að vinna mikilvæg störf og þeim sé ekki nægjanlegur gaumur geíinn og ekki metnir sem skyldi. „Það pirrar mig hvað störf okk- ar eru lítils metin enda þykir mér engin dyggð fólgin í því að láta 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.