Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 14

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 14
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR unarstörfum skyldu ekki sjá hversu kúgaðar þær væru. -Ég, þessi hvíta, ófatlaða, milli- stéttar, femíniska fræðikona var pirruð á því að þær skyldu ekki sjá þetta. En ég varð að gera svo vel að læra af þeim að margar konur öðlast styrk við það að annast fatlaða. Það má ekki van- meta það starf sem þessar konur eru að vinna. Og einn viðmælenda Veru segir: -Þú mátt ekki skrifa að hlut- skipti mitt sem móðir fatlaðra barna kúgi mig. Ég lít fremur á það sem frelsun. Mér finnst ég fá miklu meiru áorkað í réttinda- baráttu fatlaðra en i þeirri vinnu sem ég fæ borgað fyrir. Mér finnst ég vera hlekkur í mikilvægri keðju. Og ég finn samstöðu og samhjálp sem hvergi er til nema meðal faltaðra og aðstandenda þeirra. Hugarfarsbylting! Við tölum um nauðsyn þess að breyta viðhorfum, beija niður fordóma og benda á að fatlaðir eru fyrst og fremst einstaklingar en ekki hópur. Það dugir ekkert minna en hugarfarsbylting! Gamlar hug- sjónir um breyttan og bættan heim taka sig upp í mér. Heim þar sem allir fá að vera það sem þeir eru. Heim sem er afar erfitt að skapa af þvi að við höfum svo ákveðnar skoðanir á því hvernig aðr- ir eiga að vera. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Veiku hlekkirnir í keðju kvennahreyf- ingarinnar eru samstöðuleysið og skortur á skilningi á þvi að við erum ekki allar eins. En það getur verið mikill styrkur að vera öðruvísi. Því lýsir fatlaða kvikmyndagerðar- og kvenfrels- iskonan Bonnie Sherr Klein á eftirminnilegan hátt í grein sem hér fer á eftir. í lok greinarinnar segir hún frá alheimsráðstefnu fatlaðra og þeirri hugsun sem hún varð altekin af að fatlaðir væru að endurskapa heiminn og búa til veröld þar sem öðruvísileiki væri ekki vandamál heldur þáttur í lausn vandamála þessa heims. Er það ekki líka draumur kvennahreyfingarinnar? Teikningar: Sigurborg Stefánsdóttir NORDISK FORUM Oft er talað um fatlaða sem kyn- lausan hóp eða þriðja kynið. En á Nordisk Forum í Finnlandi sumarið 1994 ætla fatlaðar kon- ur á Norðurlöndum að taka höndum saman og benda á að þeirra mál séu lika kvennamál. Fulltrúar íslands í undirbún- ingsnefnd eru þær Hafdís Hann- esdóttir og Ólöf Ríkarðsdóttir. Hafdís segir að Norræna ráð- herranefndin hafl gert undir- búningsnefndum allra landanna kleift að hittast, stilla saman strengi sína og gera grein fyrir þvi hvað er að gerast í málefnum fatlaðra kvenna í hverju landi. íslenska undirbúningsnefndin hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir félögum Öiyrkjabandalags- ins. Vonast er til að frá Islandi fari 20-30 kvenna hópur fatlaðra og fylgdarliðs til Turku sumarið 1994. □ VINÁTTA Margar rannsóknir sýna að vin- átta kynjanna er ólík. Konur deila tilfinningum sínum og reynslu með vinkonunum, styrkja hver aðra og styðja. Þær eru vinkonur vinkvenna sinna á öllum sviðum lífsins. Karl- menn eiga aftur á móti vini á á- kveðnum sviðum, til dæmis strákana sem þeir spila við fót- bolta. Rannsóknir sýna að vinátta fólks af gagnstæðu kyni er mun sjaldgæfari en vinátta fólks af sama kyni. Fræðikona að nafni Ruben hefur rannsakað vináttu fólks af gagnstæðu kyni. Marg- ir karlmenn í rannsókn hennar segja að vináttusamband við konur veiti þeim hlýju og inni- leika sem þeim finnst skorta i vináttusamböndum við karla. Konurnar segja aftur á móti að í vináttusamböndum við karl- menn séu það þær sem veiti hlýju og hlusti. Konur segjast leita hver til annarrar eftir ná- inni/gagnkvæmri vináttu. Vinátta fatlaðra og ófatlaðra Rannsóknir gefa til kynna að vinátta ófatlaðra kvenna við fatlaða af báðum kynjum sé mun algengari en vinátta karla við fatlað fólk. Ástæðan er líkiega sú að konum finnst sjálfsagt að styðja við bakið á vinum sín- um og eru ekki hræddar við að vináttan krefjist þess stundum að þær þurfi að annast um vini sína. í rannsókn sinni á umönnunarhlutverki kvenna talaði Rannveig Traustadóttir við konur sem áttu fatlaða vini. Þær lögðu flestar áherslu á tilfinningalegan þátt vináttunnar. Bæði þeim fötluðu og ófötluðu fannst jafnvægi ríkja í vinátt- unni þó að annar aðilinn þyrfti að leggja á sig meiri vinnu. Fatlað fólk hefur mikið að gefa sem vegur upp á móti vinnunni sem vinátta við það getur haft í för með sér. Það gefur ást sína, hlýju og huggun. Það er einmitt þetta sem konur sækjast eftir hjá vinum sínum og því eignast þær frekar en karlmenn fatlaða vini. Rannveig nefnir nokkur atriði sem hugsanlega vinni gegn þvi að karlmenn eignist fatlaða vini. Karlmenn hafa litla þjálfun í að sýna umhyggju og tilfinningalegan stuðning og slík nálgun er nánast tabú meðal þeirra. Þeir óttast að vera álitnir hommar sýni þeir slíka umhyggju eða að liggja undir grun um að misnota fatlaða vini sína kynferðislega. Vinótta og umönnun Yfirleitt er orðið vinátta ekki nefnt i sömu andrá og orðið umönnun, en í rannsóknum Rannveig- ar kemur fram að í vináttu kvenna við fatlaða er að finna sömu þætti og í umönnunarhlutverki mæðra fatlaðra og starfskvenna sem með þeim starfa. Vinkonur fatlaðra bera í brjósti ást og um- hyggju til vina sinna og þær þurfa líka oft að leggja af mörk- um talsverða vinnu til að vera samvistum við þá, sérstaklega þá sem eru mikið fatlaðir. Þær taka líka á sig hið framlengda umönnunarhlutverk, sem felst meðal annars í mannréttinda- baráttu fyrir fatlaða. Rannveig telur að nýjar hug- myndir um að bijóta niður fé- lagslega einangrun fatlaðra með þvi að leggja áherslu á vin- áttu í stað þjónustu eigi mikið sameiginlegt með hefðbundn- um kvennastörfum sem ganga út á að koma til móts við þarfir annarra og láta fólki líða vel í samneyti við aðra. Þetta á bæði við um það hlutverk sem konur ganga inn í þegar þær gerast vinir fatlaðra og þá vinnu sem það krefst að aðstoða fatlaða við að eignast vini meðal ófatlaðra. BÁ (Byggt ó grelnum Rannveigar Trausta- dóttur ÍTASH Newsletter í nóvember 92 og desember/janúar 93). 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.