Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 35

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 35
S K <£> L A R O G N Á M S K E I Ð BRÉFANÁM ER GÓÐUR KOSTUR Bréfaskólinn er 53 ára gömul rótgróin stofnun í íslensku þjóð- félagi. Þó að margar og miklar breytingar hafi orðið á skólum og fræðslustarfsemi í landinu á þessum tima er enn mikil þörf fyrir þennan sérstæða skóla. Enn er margt fólk í landinu, bæði í dreifbýli og þéttbýli, sem ekki á heimangengt, er bundið yfir börnum, öldruðum eða sjúkling- um. Ennfremur eiga þeir sem vinna vaktavinnu erfitt með að sækja heíðbundin námskeið. Þetta gildir einnig um sjómenn en stór hópur þeirra er við nám í bréfaskólanum. Ariega leita nærri þúsund manns til Bréfaskólans. Þetta er fólk á öllum aldri, frá 12-85 ára, úr öllum þjóðfélagshópum. Kon- ur eru í miklum meirihluta. Fýrir margar konur sem heíja nám að nýju eftir margra ára hlé frá skólagöngu er fjarnám góður kostur. Þar getur hver og einn fikrað sig áfram á sínum hraða án þess að hafa áhyggjur af samkeppni og samanburði í hópi. Nemendur í fjarnámi efla með sér sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Bréfaskólinn býður upp á námsráðgjöf og mjög margir nýta sér hana þvi að ótal spurningar vakna þegar velja skal nám. Til þess að aðstoða nemendur við námið eru notuð kennslubréf með leiðbeiningum, útskýringum, æfingum, svörum og verkefnum til að senda kennurum skólans til yfirferðar og umsagnar. Auk þess eru notuð hljóðbönd, myndbönd, símbréf og sími. Náms- skilyrði hafa því breyst mikið í Bréfaskólanum með nýrri tækni, þó að ritað mál sé enn og verði alltaf snar þáttur í fjarkennslu. Bréfanám eða fjarnám er þaulreynd aðferð sem er sífellt í þró- un. ^Aargir hámenntaðir menn í íslensku þjóðfélagi stigu fyrstu skrefin á menntabrautinni í Bréfa- skólanum og bera hlýhug til hans æ síðan. Bréfaskólinn gegnir enn mikilsverðu hlutverki enda veitir hann mörgum íslendingum mögu- leika til menntunar. Skólinn hefur lagað sig að þörfum nútímafólks og býður nú upp á nám í tölvubókhaldi, markaðssetningu, sálarfræði, teikningu og stafsetningu svo eitthvað sé nefnt. Ýmiss konar starfstengd námskeið og erlend tungumál eru fyrirferðarmikil. Bréfaskólinn hefur á siðustu árum fært starfsemi sína út fyrir landsteinana og hefur á boðstól- um námsefni í íslensku fyrir út- lendinga sem er afar vinsælt. Kynningarefni er sent ókeypis. Guðrún Friögeirsdóttir skólastjóri Bréfaskólans, Handavinna ÓDÝR SAUMANÁMSKEIÐ Aðeins 4 nemendur í hóp, Faglœrður kennari Upplýsingar í síma 17356 Sparaðu tíma og ferðakostnað Við notum kennslubréf, síma og símbréf, námsráðgjöf til að aðstoða þig við námið. Þú ræður námshraðanum sjálf(ur). Mikið úrval námskciða * Erlend tungumál * Nám á framhaldsskólastigi * Vélavarðarnám * Markaðssetning * Islensk stafsetning * Teikning * Sálarfræði * Tölvubókhald og niargt fleira HÚSSTJÓRNARSKÓLI REYKJAVÍKUR tekur til starfa 1. september Á haustönn eru haldin námskeið í vefnaði, fatasaumi, útsaumi og bótasaumi. Ennfremur eru margvísleg matreiðslunámskeið t.d, 6 vikna námskeið fyrir byrjendur, Auk þess eru haldin stutt námskeið í t.d. gerbakstri, fiskréttum, pastaréttum og fleiru. Á vorönn er rekinn 5 mánaða hússtjórnarskóli og námskeiðin halda áfram eftir því sem húsnœðið gefur tilefni til. HÚSSTJÓRNARSKÓLI REYKJAVÍKUR SÓLVALLAGÖTU 12, SÍMI 91-11578 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.