Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 8

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 8
SAMKEPPNI O O SAMSTAÐA Rannveig Guðmundsdóttir í rœðustól ó flokksþingi Alþýðuflokksins, júní 1992. gangi sem þær skildu og styddu. Þær höföu ekki samráð sín á milli til að gera sér grein íyrir hverju þær vildu ná fram og hvernig bæri að haga málum til að ná markmiðum sínum. Eina tillag- an sem sett var fram í nafni kvennasamstöðu, sú að hundsa varaformannskjörið, virtist í íljótu bragði skapa fleiri vanda- mál en hún leysti. Áttu konur að sitja hjá, láta kjósa einhvern karlinn í embætti varaformanns - og hvað svo? Til þessa dags hef ég hvergi rekist á neinar hug- myndir um hver eftirleikurinn skyldi vera. Af þessu dreg ég þá ályktun að konur geti ekki vænst sjálfsprott- innar kvennasamstöðu um að- gerðir eða markmið sem ekki hafa verið kynnt þeim, þar sem markmiðin hafa ekki verið gerð ljós, þar sem það liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna konur umfram aðra eigi að styðja þær aðgerðir, þar sem kvennapólitiskt inntak aðgerðanna er ekki á tæru. Það virðist ekki vera nóg að höföa til þess að styðja beri forystukonu, í þessu tilfelli Jóhönnu, af þeirri ástæðu að hún tilheyri sama kyni. Eigi konur að geta vænst stuðnings annarra kvenna verða þær að hafa starfað saman sem hópur með kvennapólitískt markmið að leiðar- ljósi. Og jafnvel þá verða þær að átta sig á að með konum eins og öðrum getur risið málefna- legur ágreiningur og búa sig undir að glíma við hann án þess að túlka ágreininginn sem endan- legt rothögg á mögulega kvennasamstöðu. Meó því ab opinbera málefnalega andstöðu sína viö Jón Baldvin og skora hann á hólm í baráttu um hvert Alþýðuflokknum beri að stefna í framtiáinni - í átt ab félagshyggju eða frjálshyggju - hefur Jóhanna Siguráardóttir aá mínu mati risiá hærra í íslenskum stjórnmálum en nokkur önnur stjórnmálakona hefur ááur gert. Hitt vil ég taka fram að þessir atburðir segja meira um ástandið innan Álþýðuflokksins held- ur en styrk Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórn- málamanns. Með þvi að opinbera málefnalega andstöðu sína við Jón Baldvin og skora hann á hólm í baráttu um hvert Alþýðuflokknum beri að stefna í framtíðinni - í átt að fé- lagshyggju eða frjálshyggju - hef- ur Jóhanna Sigurðardóttir að mínu mati risið hærra í íslensk- um stjórnmálum en nokkur önn- ur stjórnmálakona hefur áður gert. Þess vegna hefur Jóhanna brotið blað í sögu íslenskrar kvennabaráttu. Það er eftirtekt- arvert að þessu hefur Jóhanna á- orkað þrátt fýrir að stuðningur þorra kvenna innan Alþýðu- ílokksins hafi brugðist. Og þvi má vel velta íýrir sér hvort aðrar ástæður hafi ekki spilað inn í að sá stuðningur brást, eins og til dæmis að Alþýðuflokkskonur hafi vegna reynslu sinnar innan ílokksins ákveðið að þær hafi ekkert erindf í pólitík annað en það sem formaðurinn afmarkar þeim - og velja þvi að bergmála þann ömurlega söng að enginn sé annars vinur í pólitík - nema þá helst að embætti séu á lausu. Ivvennasamstaðan rís með þeim sem vilja beita sér sameiginlega fyrir kvennapólitískum markmið- um, hinar hljóta að vera fijálsar að því að fara aðrar leiðir - jafnvel þó þær leiðir séu til þægðar spiiltri karlafoiystu. Þær verða þá líka að taka því að við hinar 8 Ljósmynd: Árni Bjarnason

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.