Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 31
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR vanmeta sig. Ég trúi þvi að störf þroskaþjálfa og önnur skyld störf hafl mikið gildi íyrir samfélagið og þau séu íyllilega jafngild öðrum störfum. En venjulegar aðferðir sem notaðar eru til að leggja mat á mikilvægi eða arðsemi starfa gagnast ekki til að meta gildi þessara starfa. í fyrsta lagi eru þau að mestu leyti unnin af kon- um. Þau eru ekki unnin í von um skjótfenginn gróða og þau eru hugsuð og mæld sem útgjöld, en ekki hagnaður fyrir þjóðarbúið. Og störf sem í eðli sínu byggja á jafnréttis- eða mannréttindahug- sjón útiloka sjálfkrafa klifur í metorðastiga. Ef starf með fötl- uðu fólki á að bera árangur verð- ur það að grundvallast á jafnrétti og starfsumhverfið verður að ein- kennast af þvi.” Hirðingiar meðal faghópa Samkvæmt reglugerð við lög um þroskaþjálfa starfa þeir „þar sem fatlaðir dvelja um stund eða lengri tíma”. Þeir hafa þvi ekki endilega fastan vinnustað heldur fylgja skjólstæðingum sínum eftir. Þetta er gagnstætt þvi sem almennt er hjá öðrum fagstéttum sem eiga sér fasta vinnustaði. Helga Birna segir að á þessum stöðum mæti þroskaþjálfar oft andstöðu annarra faghópa og þvi miður ekki síður kvennastétta. „Ég held að þeim finnist stöðugleika og hags- munum sínum ógnað með nýjum viðhorfum og vinnubrögðum sem hugsanlega gætu riðlað valdahlutföllum á vinnustaðnum. Samfélag okk- ar er sniðið að þörfum ófatlaðs fólks með ótrú- lega stöðluðum hætti. í rauninni má ósköp lítið út af bera til að þrengi að fólki eða því sé hrein- lega ýtt út úr mótinu. Hagsmunasamtök fatlaðra berjast sem betur fer fyrir þátttöku fatlaðra á öll- um sviðum samfélagsins. En stöðu fatlaðra er ekki borgið fyrir það eitt að fá að vera með ófötl- uðu fólki. Fatlaðir eiga að vera gjaldgengir vegna eigin verðleika og viðhorf þeirra á að taka gild - á því hagnast líka samfélagið allt.” Pólitískt afl „Hugsáðu þér hvað lífið væri yndislegt ef fatlaðir og þeir sem með þeim starfa fengju að ráða meira ferðinni við mótun samfélagsins”, segir Helga Birna og um stund gleymum við okkur í umræð- um og undirbúningi að stofnun Flokks fatlaðra. Helga Birna bendir á að hags- munasamtök fatlaðra - Lands- samtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag íslands - virki að nokkru leyti sem pólitískt afl, sem gæti haft áhrif á þjóðfélagið, en ef málailokkur fatlaðra á að hafa áhrif til góðs þá er mikilvægt að ríki gagnkvæm virðing og traust meðal allra sem að honum starfa. „En við skulum heldur ekki gleyma þeim konum sem komnar eru til áhrifa - ekki síst fyrir at- beina annarra kvenna sem ætl- uðu þeim það hlutverk að hafa áhrif á mótun samfélagsins með gildismat kvenna að leiðarljósi. Ég held að ef þessar konur eru trúar uppruna sínum og þvi hlut- verki sem þeim var ætlað þá sé ennþá von um betri tíð fyrir kon- ur og aðra vanmetna hópa t.d. fatlaða. Ef ekki, sýnist mér fokið í flest skjól.” Vlðtal: Björg Árnadóttir Nú bjóðum við upp á mikið úrval af hjólastólum og öðrum hjálpartœkjum. Einnig starfar iðjuþjálfi hjá okkur sem veitir faglega ráðgjöf mánudaga og miðvikudaga frá kl. 14 -16.30 Hringið og biðjið um bœklinga. VELA Domus Medica, Egilsgötu 3,101 Reykjavík. Sími 631020 ■ Sími iðjuþjálfa 631022 • Fax 631021 ÍkSJDD Upplýsingarí síma 91-652885 STOÐ hf. er alhliða stoðtækj afy rirtæki og leggur áherslu á persónulega þjónustu. STOÐ hf. er öflugasta stoðtækjafyrirtæki landsins. Innan fyrirtækisins er besta fáanleg þekking og kunnátta á öllum sviðum stoðtækja og hjálpartækja og tækjabúnaður er hinn fullkomnasti. STOÐ hf. smíðar gervilimi, spelkur, sjúkraskó, innlegg o.fl. í samráði við lækna og sjúkra- og iðjuþjálfa. Einnig eru stöðluð stoðtæki og hjálpartæki, svo sem stoðbelti, umbúðir, hálskragar, hjólastólar og gervibrjóst, aðlöguð að þörfum viðskiptavina. STOÐ hf. er óháð framleiðendum og notar bæði innlendan og erlendan búnað eftir því sem best hentar hverjum og einum. Hjá STOÐ hf. hafa gæðin forgang. Til að bæta gæðin og þjónustuna leggur fyrirtækið áherslu á frumkvæði, ábyrgð og jákvætt umhverfi þar sem bæði starfsmönnum og viðskiptavinum líður vel. Trönuhrauni8 Pósthólf 409 222 Hafnarfjörður Sími 91-652885 Bréfsími 91-651423 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.