Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 12

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 12
r ykjavík, ó reykjavík... k o n u r Aörir áherslupunktar sem sýna aö mínu mati breytt viöhorf er sú áhersla sem viö leggjum á aö ráða konur í stjórnunarstörf. Viö mæltum t.d. meö konum I skólastjórastööur í Austurbæjarskóla og Engjaskóla I Grafarvogi, enda höfum viö sett okkur það markmiö aö reyna að fjölga konum í stjórnunar- stööum aö þvl tilskyldu aö þær séu jafnhæfar eöa hæfari öörum umsækjendum. Þetta höfum við sér- staklega aö leiöarljósi þar sem konur eru I meirihluta í starfi, en á það má benda aö þótt konur skipi 2/3 hluta kennarastéttarinnar er innan viö þriöjungur þeirra í stjórnunarstööunum. Ég held líka aö meirihluti kvenna í borgarstjórn skili sér I nefndarstörfunum og því hljóti stjórnkerfi borgarinnar aö breytast smám saman. Ég hef tekið eftir því aö þegar konur eru fleiri I nefnd en karlar veröa vinnubrögöin öll önnur. Ég er mjög sáttur við vinnubrögö kvenna, karlar eru oft bráöari á sér aö álykta og taka ákvarðanir, konur gefa sér meiri tíma til að liggja yfir málunum og komast því oft aö yfirveg- aöri og Igrundaöri niðurstööu. Þar meö er ekki sagt að skjóttekin ákvöröun geti ekki staöiö heldur bera aöferðir kvenna vott um vandaðri vinnubrögö. Hvaö varöar almennt femlnlskt viöhorf til stjómunar- háttanna I borgarstjóm má geta jtess aö lokum aö ég er fyrsti karlinn I borgarstjóm sem fær fæöingarorlof en ég er nú nýkomin úr eins mánaöar fæöingarorlofi." Hulda Olafsdóttir varafotmaöur Atviimumálanefhdar Lvinnulausar jur purfa ao lar skrá sig „Það er ýmislegt I bígerö hjá Atvinnumálanefnd Reykjavíkur og verið aö skoöa ýmis mál sem iúta aö stööu reykvískra kvenna. Sú rann- sóknavinna sem þarf að fara fram áöur en árangur kemur I Ijós er hins vegar nokkuð tlmafrek og ákveöin vonbrigöi fyr- ir okkur sem sitjum I nefndinni aö ekki sé hægt aö sýna fram á árangurinn strax. Viö erum aö reyna aö átta okkur á hinu dulda atvinnuleysi sem viö höldum aö sé meira meöal kvenna en karla og emm aö velta fyrir okkur leiöum til aö fá þær konur á skrá sem em atvinnulausar en láta ekki skrá sig. Þaö er mjög mikilvægt aö fá jtessar upplýsingar og nauösynlegt að jtekkja hinar raunvemlegu atvinnuleysistölur. Viö fórum fram á þaö I ár aö I þeim átaksverkefn- um sem borgin stóö fyrir yröi tekið sérstakt tillit til kvenna en þaö er athyglivert að I þeim átaksverkefn- um sem voru I gangi sumarið 1994 voru konur einung- is 19% þeirra sem fengu vinnu og konur voru ekki nema 38% þeirra sem fengu vinnu viö átaksverkefni borgarinnar allt það ár. Það er eins og lausnirnar hafi v i ð V alltaf veriö frekar miöaöar við karla en þvl þarf aö sjálf- sögðu aö breyta. Vinnumiölun Reykjavlkur hefur kannaö fyrir okkur stööuna meöal verslunarmanna I borginni en verslun- armenn eru fjölmennastir meöal þeirra sem eru at- vinnulausir I borginni og meiri hluti þeirra er konur. Viö höfum látiö kanna aldur og reynslu þessa fólks og óskir þess um úrlausn. Þaö hefur komiö I Ijós aö margir óska eftir námi sem myndi skila þeim ein- hverjum starfsréttindum og nú eru hafnar viöræöur viö Verslunarmannafélag Reykjavíkur um samstarf til aö koma til móts við óskir þeirra. Síðastliöiö haust voru starfandi þrir atvinnuráögjaf- ar á vegum atvinnumálanefndar en eitt af verkefnum þeirra var að undirbúa sérstaka kvennaráögjöf og koma meö tillögur um þaö hvemig mætti koma til móts viö at- vinnulausar konur. Reykjavíkurborg haföi dregist tals- vert aftur úr I atvinnumálum kvenna en mörg af stærri sveitarfélögunum úti á landi hafa tekiö atvinnumál kvenna sérstaklega fyrir og unnið aö því aö skapa jteim ný atvinnutækifæri. Viö erum nú að kanna hvemig viö Ö 1 d gjafanna og þaö er nú veriö aö leita leiða til aö skapa þeim vinnu. Viö höfum ekki haft starfsmann til aö sinna þessum málum og halda utan um þau en fáum hann nú með opnun Atvinnu- og ferðamálastofunnar. Annaö sem er nýjung I borginni er þaö aö fyrir síö- ustu jól hófum viö Viðskiptaráögjöf fyrir atvinnulaust fólk og þangaö getur þaö komið meö sínar hugmynd- ir og fengið ráö um hvernig best sé aö vinna úr þeim og hvort þær séu vænlegar til árangurs viö atvinnu- uppbyggingu. Talsverður fjöldi fólks hefur nýtt sér þessa þjónustu og það lltur út fyrir aö hún muni skila sér vel. Þótt ný atvinnustarfsemi sem hefst á þennan hátt byrji stundum bara meö starfi fyrir eina manneskju getur hún smám saman vaxið og orðið til þess aö út- vega fleira fólki vinnu. Nú er einnig verið aö vinna að þvl að stofna eöa styðja viö verkmiöstöð þar sem unnið væri aö hand- getum tekiö á þeirra málum. Eitt af þvl sem hefur verið I undirbúningi á slðustu mánuðum er Atvinnu- og ferðamálastofa sem verður opnuö 1. september. Þessum málum var slegiö sam- an þar sem helsta atvinnuuppbyggingin sem fyrirsjá- anleg er á næstu árum er á sviði ferðamála. Þessi undirbúningsvinna er ansi tímafrek eins og ég sagöi áöan. Reykjavíkurlistinn er nú búinn aö vera viö völd á annað ár og þaö er ekki fyrr en nú aö þessi stofa kemst á laggirnar. Ég bind miklar vonir viö þaö að konur geti haslað sér völl á sviöi feröamála og tel aö reynsla þeirra muni nýtast mjög vel þar. Þaö má einnig geta þess aö ákveönir kvennahóp- ar á listasviöinu hafa leitað eftir ráögjöf atvinnuráð- verki ogvinnslu listmuna. Meirihluti þeirra sem vinna viö handverk eru konur þannig að sú starfsemi mun nýtast konum vel. Viö erum aö skoöa hugsanlegt samstarf viö fólk sem rekur nú þegar sllka verkmiö- stöö en munum aö öörum kosti stofna nýja sltka stöö til að auka atvinnumöguleika handverksfólks og/eða iðnaðarmanna og annarra sem gætu síðan hugsaö sér aö fara út I eigin atvinnurekstur. Verkmiöstöðinni er þannig ætlaö að styöja tímabundiö viö bakiö á fólki og síöan losna plássin fyrir aðra. Þaö er sem sagt margt I bígerð - umræðan er haf- in og við munum tryggja þaö að innan Atvinnu- og feröamálastofunnar veröi hugaö sérstaklega aö fræöslu- og atvinnumálum kvenna."

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.