Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 24

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 24
sjálfst tt líf Hef alltaf stefnt að því að fíytja að heiman Ég heimsótti Ásdísi á sunnudegi seinnipart júnímánaðar - þegar ég kom var Heimir kærastinn hennar á fullu að taka til og að skammastí Birtu tíkinni hennar Ásdísar. Ás- dís tjáði mér að hann væri frekar óþolinmóð- ur og sérstaklega viö Birtu en um leið hló hún og glotti framan í Heimi - greinilega yfir sig ástfangin. Við Ásdís ákváðum strax að nota bein tjá- skipti. Viö afþökkuðum boð mömmu hennar og aðstoöarmanneskju um að túlka og vild- um heldur ekki tjá okkur í gegnum tölvuskjá. Gekk þetta vonum framar þó að einstaka sinnum yrði ég aö líta bænaraugum á Heimi sem kom þá strax til hjálpar. „Ég hef alltaf stefnt aö því að flytja að heim- an,“ segir Ásdís, „en vildi alls ekki fara á sam- býli því mér finnst þau vera ópersónuleg. Mamma kom svo með hugmyndina að þess- ari íbúðareiningu og ég er að flestu leyti ánægð með hana þó að margt þurfi að bæta." íbúðirnar sem Ásdís og Magga leigja eru um sextíu fermetrar aö stærð, þeim fylgir lít- il geymsla í kjallara auk bílastæöis í bíla- geymslu. íbúöirnar eru í eigu Þroskahjálpar en eru í almennri fjölbýlishúsalengju. „Mér finnst ekki rétt að fatlaðir búi allir sam- an á einum stað," segir Ásdís. „Fyrirkomu- lag eins og þetta er mun betra þar sem fatl- aðir og ófatlaðir búa við blöndun - hitt er ekki eðlilegt! Ég hef að vísu ekki haft mikil samskipti við nágrannana enda ekki alveg að marka það, þar sem þetta er nýtt hverfi og margar íbúðirnar standa ennþá auðar. Við byggingu hússins var gert ráð fyrir að mín íbúð væri fyrir fatlaðan einstakling, seinna ákvað svo Þroskahjálp að kaupa íbúðina sem Magga er f en hún var upphaf- lega ekki hönnuð fyrir fatlaðan einstakling. Við höfum nú trúlega ekki veriö hafðar í huga þegar innréttingarnar voru hannaöar, þaö þurfti t.d. að breyta eldhúsinnrétting- unni, því hún var hönnuð fyrir „sjálfbjarga" einstakling í hjólastól - en viö sem erum fötluð erum oftast sett undir einn og sama hattinn! Þar sem ég get ekki nýtt mér eld- húsið og innréttingin var of lág fyrir aöstoö- arfólkiö, þurfti að breyta henni aftur í staöl- aða stærð. Það er líka voðalega fallegt að hafa þennan grasblett fyrir utan hjá mér, en því miður er rafmagnsstóllinn minn ekki hannaður með sláttuþyrlu að neðan til að slá grasiö! Ég hef líka þurft að fá mér ýmis hjálp- artæki síðan ég flutti inn. Ég er nýbúin að fá braut í loftið sem heldur uppi lyftubúnaði en hann ertil dæmis nauðsynlegur þegar verið er aö klæða mig. Lyftunni er rennt eftir braut sem nær frá baðherberginu og inn í svefnher- bergiö og er þetta allt annað líf. Þar sem kær- asti minn er nýfluttur inn varð ég að fá mér stærra rúm og fékk mér hjónarúm meö lyfti- búnaði mín megin sem gerir alla umönnun mun auðveldari, en um leið er orðið ansi Iftið pláss inni í herberginu. Kerflö selnvirkt Það leiö langur tími frá því að Ásdís Jenna sótti um íbúð og hún fékk svar. Hún segir að frli. bls. 26 Ásdís Jenna Ástráðsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.