Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 42

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 42
kv nnapólitíkin afli sem vill hlut kvenna sem mestan og mótar hugmyndir sínar út frá þörfum nútímans en ekki söguleifum stjórnmálaflokka fortíðarinnar. Kvennapólitík fyrir alla Umræður eru þegar farnar af stað um slíkt framþoð og það að mér skilst, undir forystu Kvenna- listakvennanna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Kristínar A. Árnadóttur. Það fer vel á því. Þær hafa nútímalegar hugmyndir um stjórnmál og vita að áhersla á kvenfrelsi, alþjóðahyggju og umhverfismál er lykillinn að framtíðinni. Þær eru líka í eina stjórn- málaflokki landsins, a.m.k. á vinstri vængnum, sem hefur á að skiþa frambærilegum konum, konunum sem verða að vera með ef nýtt alvöru afl á að verða til. Við kvennalistakonur höfum þetta allt í hendi okkar. Við verðum að eiga frumkvæðið. Eins og staðan er t dag hefur Kvennalistinn litlu að tapa en flest að vinna. Kvennapólitík er framtíðin og við erum eina stjórnmálaaflið á íslandi sem veit hvað kvennapólitík gengur út á. Vonandi geta íslenskir stjórnmálamenn bráðlega sagt: Það er gott að vera í kvennaþólitík. Höfundur er kvennalistakorm. Amnesty Internatíonal Faye Copeland er 74 ára gömul og bíður aftöku í Banda- ríkjunum. í apríl árið 1991 var hún ásamt eiginmanni sínum Ray Copeland dæmd til dauða fyrir morð á fjór- um mönnum. Eiginmaður hennar lést í fangelsi árið 1993. Lögfræðingur hennar hefur bent á að hún sætti miklu ofbeldi í hjónabandi sínu og engar sannanir eru fyrir því að hún hafi skotið neinn hinna fjögurra manna. Faye Copeland er elsti fanginn sem bíður aftöku í Bandaríkjunum og hún reynir nú að fá dómnum áfrýjað, ef mál hennar verður ekki tekið upp aftur eru allar líkur á að hún verði tekin af lífi. Dauðarefsingu er beitt í mörgum fylkjum Bandaríkj- anna og frá 1977 hafa meira en 250 einstaklingar ver- ið teknir af lífi, þ.á m. konur og unglingar. Sem stendur bíða 37 konur aftöku í Bandaríkjunum. Vinsamlega skrifið yfirvöldum og krefjist þess að Faye Copeland verði sýknuð. The Honourable Mel Carnahan Governor of Missouri PO box 720, Jefferson City 65102 USA Dear Governor Carnahan, Faye Copeland is 74 years old, the oldest of 37 women awaiting execution in the USA today. Together with her husband she was found guilty of murdering four men. Faye Copeland was a battered wife, cowed into submission by her violent husband. Her defense argu- ed that there was no evidence that she had fired any shots. I ask for commutation of her sentence on humanit- arian grounds. Yours sincerely

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.