Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 37

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 37
iHVAo ttmvi 1 PEKINC? o þjóöanna sem starfa aö málefnum kvenna eiga rætur sínar aö rekja til Mexíkó ráðstefn- unnar. INSTRAW (The International Research and Training Institude for the Advancement of Women) var stofnaö áriö 1976 og UNIFEM (United Nations Development Fund for Women) varö raunar til á göngum hótela meö- an á ráðstefnunni stóð, en var formlega stofn- aö áriö 1976. Báðar hafa þessar stofnanir sannað gildi sitt og forsvarsmenn gróinna stofnana sem starfa að þróunaraðstoö leita oröið til þeirra um ráðgjöf og aðstoð. Árið 1975 höfðu Vesturlandabúar almennt ekki gert sér grein fyrir þeim þrældómi sem konur þróunarlandanna bjuggu við og því síður að á konunum hvíldi alla jafna framfærsla fjöl- skyldunnar. Ráðstefnan í Mexíkó varð til þess að opna augu kvenna og einhverra karla fyrir því að þróunaraðstoð ætti að beina milliliða- laust til kvenna ef raunverulegur tilgangur hennar var að bæta lífsskilyrði fólks. Árið 1979 var samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW-samn- ingurinn) samþykktur á allsherjarþingi Sþ og vafalítið hafði undirbúningur vegna ráðstefnu Sþ um málefni kvenna í Kauþmannahöfn árið 1980 áhrif á gerð hans. Enn þann dag t dag er þessi samningur einhver mikilvægasti mann- réttindasáttmáli sem konur eiga. Hann var undirritaður fyrir íslands hönd 24. júlí árið 1980 en það dróst til ársins 1985 að íslensk stjórnvöld fullgiltu hann. Undirbúningsnefnd stjórnvalda vegna þriöju ráðstefnu Sþ um mál- efni kvenna þrýstu þá á og sáu til þess að hann fengi fullgildingu hér á landi. AF I VERJU I KINA Þegar velja átti fjórðu ráðstefnu Sþ um málefni kvenna stað þótti rööin komin að Asíu. Kínverj- ar buðust til að taka verkið að sér og eftir mikl- ar umræöur var því boði tekið og samþykkt samhljóða af öllum aðildarrikjum Sþ. Frá þessu var gengið í desember 1992. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að ráðstefnunni skuli hafa verið valinn staður í Kína. Kvennahreyfingar og aðrar mann- réttindahreyfingar hafa unnvörpum haft uppi mótmæli og tók steininn úr í vor þeg- ar upplýstist að fundarstaður félagasam- taka hefði verið fluttur úr Peking til Hu- airou sem er í um 45 km fjarlægð frá borginni. Eins og búa átti um hnútana voru tengsl milli staöa illmöguleg vegna fjar- lægðar, en ekki síöur vegna skorts á fjar- skiptum. Þjónusta við fjölmiðla var einnig langt frá því að vera boðleg. Hótelherbergi voru af skornum skammti og fundarsalir fráleitt nægjanlegir fýrir þann fjölda sem áætl- að er að sæki fundinn en búist er við 36.000 þátttakendum. Á öllum sambærilegum samkomum sem Sþ hafa boðað til hefur veriö iögð áhersla á náin og góð samskipti ráðstefnu og fundar fé- lagasamtaka, enda eru frjáls skoðanaskipti til að bæta samfélag manna, karla og kvenna, hugsjónin sem samstarf þjóða á vettvangi Sþ grundvallast á. Það skýtur því heldur betur skökku viö þegar félagasamtökum er úthýst með þeim hætti sem til stóð. Á tímabili stefndi í að ekkert yrði af fundi félagasamtaka og hrikti jafnvel í stoðum varðandi opinberu ráð- stefnuna. Kvennahreyfingar um allan heim sendu mótmæli sín til aðalritara Sþ, til kín- verskra yfirvalda og hvöttu stjórnvöld heima fyrir til að gera athugasemd við þessa ákvörð- un. íslenskar kvennahreyfingar voru þar engin undartekning og var fastanefnd íslands hjá Sþ falið að koma skilaboðunum áleiðis til Boutros Boutros-Ghali. í byrjun júnímánaðar var gert samkomulag við kínversk yfirvöld. Kínverjar héldu sínu hvað varðaði fundarstaðinn en létu undan kröfunni um verulegar úrbætur á fjarskiptum milli stað- anna ogtil umheimsins. Þá samþykktu þeir aö veita öllum vegabréfsáritun, sem höfðu skráö sig til þátttöku áður en umsóknarfrestur rann út en á tímabili voru blikur á lofti hvað það varðaði. Að undanförnu hefur enn á ný gætt nokkurr- ar óánægju með ráðstefnustaðinn, í kjölfar sýningar Sjónvarpsins á myndinni „Biðsalir dauðans". Lagt hefur verið til að íslendingar sendi ekki sendinefnd á ráðstefnuna vegna þess sem fram kom í myndinni og hætti einnig við för á fund félagasamtaka, en meira hefur þó borið á hvatningu til fararinnar og þá verið á það bent að með þátttöku gefist ekki einung- is tækifæri til að ræöa ástandið í málefnum kvenna og stúlkna í Asíu heldur einnig stöðu kvenna annarsstaðar í heiminum. Ráðstefnan er enda heimsráðstefna Sþ en er ekki ætlað að fjalla einvörðungu um stöðu kvenna í Kína. Umfjöllun um staðsetningu ráðstefnunnar og átökin sem urðu þegar fundur félagasam- taka var fluttur hafa sett sinn svip á undirbún- ing ráðstefnunnar, sem nú er á lokastigi. Mál- efnalegur undirbúningur hefur verið í höndum Kvennanefndar Sþ, í nánu samstarfi við skrif- stofu Gertrude Mongella sem hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráöstefnunnar. Fundur fé- lagasamtaka er undirbúinn á svipaðan hátt af skrifstofu sem hefur það eitt verkefna og er staðsett í New York. Framkvæmdastjóri skrif- stofunnar er Irene Santiago fýrrum verkefna- stjóri hjá UNIFEM. Kínversk yfirvöld sjá um öll framkvæmdaatriði varðandi ráðstefnuhaldið og fund félagasamtaka. Málefnalegur undir- búningur, afgreiðsla umsókna um þátttöku og annað er lýtur að innihaldi ráðstefnunnar og fundarins er ekki á þeirra verksviði. Þar eru þeir einungis þátttakendur sem hvert annað aðildarriki Sþ. FBAHKVÆHCAÁÆrLUNIN Á ráðstefnunni í Peking er ráðgert að sam- þykkja nýja framkvæmdaáætlun í málefnum kvenna. Eftir þrotlausa vinnu, samráð ogfundi liggur framkvæmdaáætlunin nú fyrir í drögum. Upphaflega var ráðgert aö hafa áætlunina stutta og hnitmiðaða en eins og búast mátti við hefur teygst úr henni og er hún nú 135 bls. að lengd. í áætluninni er gerð grein fyrir forsögu ráð- stefnunnar og markmiði hennar, ástandinu lýst og málaflokkar og aðgerðir til úrbóta skil- greindar. Ásteytingarsteinar í umfjölluninni um framkvæmdaáætlunina hafa verið margir og langur vegur er frá því að hún sé fullfrágengin og ágreiningslaus. Allt aö þriðjungur hennar er enn innan hornklofa, sem merkir að ekki hafi náöst samkomulag um orðalag eða efni. Hjá Sþ heyrir það til undantekninga að grip- ið sé til atkvæðagreiðslu en þess í stað er leit-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.