Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 34

Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 34
HVAÖ CÆíUVl 1 PEKINC? NNBmiNCA Bjarney Friöriksdóttir KONUEt? Fyrir 30 árum voru settir fram á vegum Samein- uöu þjóöanna sáttmálar um mannréttindi sem kveöa á um aö bannað sé aö mismuna fólki eftir kyni. Á þetta viö um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi ásamt og efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum réttindum. Samt sem áður eru konur enn aö berjast fyrir því að grundvallarhugsun alþjóölegra mann- réttinda, þ.e. aö öll höfum við meðfæddan sama rétt, sé virtí mannréttindastarfi Samein- uðu þjóðanna. Ástæða þessa er eflaust m.a. sú að krafan um að ekki megi mismuna fólki eftir kyni er í andstöðu við hefðbundnar hug- myndir og félagslegt skiþulag flestra samfé- laga heims. í öllum samfélögum finnast viðmið um rétt fólks til lífs, öryggis og fleiri sértækari þátta, en jafnframt því heföir og venjur sem misvirða rétt kvenna. Við túlkun á alþjóölegum mannréttindasáttmálum er gert ráð fyrir að sáttmálarnir taki einungis til samskipta á milli opinberra aðila og einstaklinga. Því hefur það sem hægt er að kalla kerfisbundin brot á rétt- indum kvenna, og á sér rætur í félagslegu skipulagi og tengslamyndun í samfélögum, fallið utan lögsögu þeirra. EILÍFIR FYRIRVABAB Einungis þremur árum eftir að sáttmálarnir um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi voru lagðir fram til samþykktar var ákveðið að semja sáttmálann um afnám allrar mismunun- ar gagnvart konum. Ástæða þess var að fyrr- greindu sáttmálarnir þóttu ekki veita konum nægilega vernd gegn mannréttindabrotum. Meginmunurinn á sáttmálanum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og sáttmálanum um afnám allrar mismununar gagnvart konum er sá að orðalag T síðarnefnda sáttmálanum er ít- arlegra og í hverri grein hans er kveðið á um aö aðildarríki skuldbindi sig til framkvæmda í því skyni að afnema mismunun gagnvart konum. Sáttmálinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður hins vegar á almennari hátt á um skyldu ríkja til að veita borgurum sínum þessi réttindi, óháð kyni. í starfi Sameinuöu þjóðanna í þágu mann- réttinda er þess ekki gætt að undirstöðuatriði alþjóðlegra mannréttinda séu virt, heldur líðst aðildarríkjum að aðskilja réttindi kvenna og karla jafnt hugmyndafræðilega sem og við framkvæmd sáttmálanna. Þetta kemur ber- lega í Ijós þegar borin er saman afstaða ríkja til þessara tveggja sáttmála, því mörg ríki hafa mjög ólíka afstöðu til mannréttinda eftir því hvort þau taka til allra eða sérstaklega til kvenna. Til dæmis segir í 16. gr. sáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi að „all- ir skulu eiga rétt til þess að vera viðurkenndir fyrir lögum". Allir þýðir hér auövitað bæöi kon-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.