Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 23

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 23
hafa nokkur atriði oröið til að ýta stöðu forsetans sem sameiningar- tákns fram á ystu nöf. Nægir þar að nefna þegar forseta var gert að undirrita lög gegn verkfalli flugfreyja 1985. Atburðinn bar upp á bar- áttudag íslenskra kvenna, 24. október ogtil að kóróna kaldhæðnina var um að ræða kvennastétt sem sýnt hefur óvenjulegan styrk og áræði í kjaramálum. Með hliðsjón af rikjandi hefðum átti forseti ekki mikið val, en kannski sýnir þetta atriði I reynd hve léttvægt áhrifavald forseta var í huga þáverandi rikisstjórnar. En fleiri skref hafa verið stigin I umræðunni. Fram er komið laga- frumvarp um afnám skattfrelsis forsetans. Þá má nefna áhyggjuradd- ir vegna skorts á tímamörkum fýrir embættistíma forseta, einkum þar sem forseti getur, með núgildandi kosningafyrirkomulagi, náð kjöri meö tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig. Þýðingarmest er þó umræðan um málskots- rétt forsetans, ekki síst eftir áskoranirnar um þjóðaratkvæði um EES-samninginn 1993. Svavar Gestsson þingmaður hefur lýst þeirri skoðun sinni að væntanlegir frambjóðendur eigi að skýra afstööu sína til þess ákvæðis. Svavar heldur því fram að það varði grundvallarhugsunina með embættinu, sem sé einmitt að styrkja lýðræðið og veita Alþingi aðhald. Ella hefði engan tilgang að hafa þjóðkjörinn forseta. Ólafur G. Einarsson þingforseti telur hins vegar að beiting málskots- réttarins jafngildi því að forseti segi þingræðinu stríð á hendur, sem geti kostaö afsögn rikisstjórn- ar og þingrof. Stjórnarskrárbundin völd forseta eru þannig í huga Ólafs nánast merkingarlaus formsatriði. Túlkun Ólafs virðist hafa veriö ráð- andi síðustu áratugi, a.m.k. í framkvæmd. Þjóðhöföinginn og lýðræðiö Því sjónarmiði vex fylgi að forsetaembættinu megi ætla stærra hlutverk í því að styrkja lýðræð- ið og veita þingræðinu aðhald. Málskotsrétturinn hefur þegar verið nefndur en hann er vandmeðfarinn. Nú er komið fram lagafrumvarp um að þriðjungur kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis án þess að til atbeina forseta þurfi að koma. Slíkt yrði lýðræðinu mikil lyftistöng og það gæti auðveldað umræðuna um hlutverk forsetans ef sá kaleik- ur yröi frá honum tekinn. Margt fleira kemur nefnilega til. Benda má á að forseti hefur frumkvæöisrétt og mjög frjálsar hendur um hvern- ig hann hagar störfum sínum við myndum ríkisstjórna, eins og saga fyrstu forsetanna sýnir okkur. Það ætti að vera óþarfi að minna á að konur hafa allt frá kosningasigri Kvennalistans 1987 sóst árangurs- laust eftir rlkisstjórnarvöldum. Án þess að tapa sérí hugarleikfimi er skemmtilegt að íhuga hvort slíkt frumkvæði og frelsi forseta - nýtt til hins ítrasta - hefði breytt einhverju þar um. Nærtækara er þó að hugsa sér aukið áhrifavald forseta með ann- ars konar - en þó sterkri - nærveru I þjóðlífinu. Helgi Hálfdanarson hefur viðrað þá hugmynd að embætti forseta Islands væri sameinað biskupsembættinu. Með þessari hugmynd (sem er eldri en væring- arnar innan þjóðkirkjunnar) ýjar hann að þörf þjóðarinnar fyrir and- lega forystu. Herdís Þorgeirsdóttir stjórnmálafræöingur hefur í sjón- varpsþætti orðað það svo að forsetinn eigi að vera eins konar öryggisventill lýðræðisins. Aðspurð lýsir Herdís því á þá leið að for- seti með pólitískt innsæi og sterka dómgreind sem skynjar undir- strauma þjóðfélagsins, geti orðið nokkurs konar samviska þjóðarinn- ar eða áttaviti. Margir taka eflaust undir með Herdísi, sem segir aö forseti óháður valdakerfum samfélagsins, gæti orðiö sá móralski leiðtogi sem þjóðin þarf á tímum þegar samþjöppun valds og fá- keppni eykst oggjáin milli fólksins og „establishmentsins” breikkar. Hér gildir auðvitað að veldur hver á heldur, en sterkur persónuleiki á forsetastóli gæti hnikað til áherslum embættisins. Hvað gagnast konum best? Meðan margir leitast við að ræða stjórnarfarslegt hlutverk forseta og svigrúm til þátttöku I þjóðlífinu, hefur fram- bjóðendaumræðan snúist um hve góðir full- trúar þeir verði erlendis. Mikið er gert úr áhuga á fólki, sviðsvana, tungumálakunnáttu og þjóðernisstolti. Svanur Kristjánsson prófessor I stjórnmálafræði hefur í blaðaviötali sagt að núverandi forseti sé orðinn nokkurs konar „al- mannatengill’’ erlendis í samanburði við for- vera sinn. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að hlut- verki Hófíar sem Ungfrú heims. Það er nokkuð Ijóst að þeir sem lengst hafa verið í umræð- unni standast þetta próf með sóma - og ekki laust við að ýmsir hafi þar stórmennisdrauma. Verði þetta áfram þungamiðjan ( embættinu skiptir kannski ekki svo ýkja miklu máli hver hreppir hnossið, við gætum þess vegna valið með hinni þrautreyndu aðferð „ugla sat á kvisti...” Þegar þetta er skrifaö (í miöjum apr- íl) er undirtónn frambjóðendaumræöunnar hins vegar að fá á sig flokkspólitískan blæ. Nýjasti frambjóöandinn (sem aöhyllist reyndar ekki ,,farandforseta"-uppskriftina) sá ástæðu til að ræða framboö sitt við ráðamenn stærsta stjórnmálaflokks landsins, eins og til að fá velþóknun þeirra á því. Sú spurning vakn- ar hve óháður slíkur frambjóðandi verði í reynd framkvæmdavaldinu og hinu pólitíska valdakerfi. En hvernig horfir málið við konum? Hvers konar forseti yrði bar- áttu kvenna best til framdráttar? Því verður ekki svaraö á einhlítan hátt. Velta má fyrir sér hvort konum gagnist betur að framlengja eöa endurskapa núverandi ímynd embættisins eöa virkja meira af því „skapandi afli’’ sem embættiö býöur upp á. Það er umhugsunan/ert í þessu sambandi aö við gerðum 1980 það sem frændur okkar Finn- ar höfðu ekki kjark til aö gera 1994, þegar þeir höfnuðu mjög hæfri konu í stöðu forseta. Kannski skýringin sé einmitt sú að forsetaemb- ættið þeirra er valdastaða, andstætt okkar. Núverandi forseti okkar hefur rutt Islenskum konum brautina af glæsileik ogfestu. En látum ekki þar við sitja heldur spyrjum nýrra spurninga. Leggjum okkar af mörkum til að kosningabaráttan verði hvorki flokkspólitísk né innan- tóm vinsældakosning. Nýtum hana til þess að ræða hugmyndir og hugtök. Ræðum orð eins og kvenfrelsi, völd, áhrif og lýðræði - og hvernig þau tengjast. Bjóðum frambjóðendum til þeirrar samræðu og gerum þeim Ijóst, að fleira þarf I dansinn en fagra skóna Embætti forseta íslands hefur ekki alltaf veriö ópólitískt í þeirri merkingu sem það er nú. Sveinn Björnsson hafði setið tvisvar á þingi fyrir forsetatíð sína og þegar Ásgeir Ásgeirsson tók við embætt- inu 1952 hafði hann verið bæði ráðherra og þingmaður. Heimildir Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg: Islenskur söguatlas 3. bindi. Reykjavík 1993. • Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýöveldis. Islandssaga frá 1830. Reykjavík 1983." Matthías Jóhannessen: Ólafur Thors. Ævi og störf. Reykjavík 1981. • Valur Ingimundarson: Áhrif bandarísks fjármagns á stefnubreytingu Vinstristjórnarinnar f varnarmálum árið 1956. Saga Tímarit Sögufélagsins, Reykjavfk 1995. f rsetakosningar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.