Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 41

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 41
vorrósarolían veldur stundum velgju, en ef það hendir er best að nudda henni á húðina t.d. í olnbogabætur. Ekki má gefa hana flogaveikum börnum. Næg steinefni eru börnum nauðsynleg. Steinefnaskortur getur valdið óróleika og of- virkni, kalk og magnesíum þarf að vera í jafn- vægi. Algeng orsök exems og psoriasis er steinefnaskortur. Um þaö fjallar finnski pró- fessorinn Matti Tolonen í bók sinni „Vitaminer og mineraler", hann segir líka að oft vanti snefilefnið selen í fæðu barna og auki það hættu á endurteknum kvefsýking- um. Snefilefnið zink er nauðsynlegt fyrir myndun beina og ekki síður mikilvægt við myndun prostaglandina. Skortur veldur stressi, pirringi, depurö, hræðslu, óeðlilegri sykurlöngun og eykur á lesblindu. Algengt er að ofvirk börn skorti zink. Sagt er að aukning fosfats í neysluvörum hafi veriö mikil undanfarin ár og bent er á skaðsemi þess. Það er mikið í gosdrykkjum, unnum kjötvörum, lyftidufti og sælgæti o.fl. (sjá vörulýsingar). Einnig er fosfór talinn óæskilegur fyrir ofvirk börh, hann finnst í mjólkurvörum. Kannanir sem gerðar voru ! Orsök ofvirkni er stundum rakin til ójafnvægis heilahvelanna og sumstaö- ar eru skólabörn látin gera skriðæf- ingu, sem kölluð er „kross-skrið“. Skaftholti í Biskupstungum sýndu að í mjólk- urvörum er minnst af honum í rjóma, þar af leiðandi lítið í smjöri og ekki umtalsvert t skyri. Enski læknirinn Donn Brennan, sem hefur að undanförnu frætt íslendinga um kenningar Maharishi Ayun/eda segir að börn á vaxtarskeiði þurfi fitu og heitan mat. „ís er afar slæmur fyrir flesta". Bókin „Fullkomið heilbrigði" eftir Deepak Chopra, skýrir vel breytilegar þarfir einstaklinga til næringar ef koma á jafnvægi á líkama og sál. Hreyfiþjálfun og fleira Þó að rétt næring sé að líkindum þýðingar- mest ! meðferð ofvirkra barna eru margir aðrir þættir sem skipta miklu máli, t.d. hreyfiþjálfun. Undanfarin ár hefur Anton Bjarnason, lektor við Kennaraháskóla ís- lands, gert kannanir á áhrifum hreyfiþjálfun- ar á námsárangur. Hefur hann komist að því að undantekningarlaust aukist námsgeta barna með skipulegri hreyfiþjálfun. Sumstaðar erlendis hefur það verið tekið upp að láta skólabörn gera skriðæfingu sem kölluð er „kross-skrið" og sögð er koma jafn- vægi á heilahelmingana. En orsök ofvirkni er stundum rakin til ójafnvægis heilahvelanna, sem getur stafað af erfiðri fæðingu. Hægt er líka að koma jafnvægi á heilahvelin með því að teikna á vissan hátt. Frá þv! er sagt í bók- inni „Drawing on the right side of the brain", eftir Betty Edvards. Einnig er talið að „höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð" (Cranial Sacral Balancing) geti hjálpað ofvirk- um börnum og seinþroska börnum. Þörf er einnig á að nefna hér „handa- og tónmeð- ferð“ sem oft hefur hjálpað jafnt börnum sem unglingum í svona vanda. Eftir er að minnast á skaðsemi „rafsegulsviðsmengunar", sé hún mikil í húsum getur hún valdið allskyns vandræðum, bæði andlegum og líkamlegum. Lesendum skal bent á að í tímaritinu Heilsu- hringurinn má finna ýtarlegar greinar um það efhi sem hér hefur verið fjallað um. Cfvirk börn

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.