Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 36

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 36
við manninn minn en við hófum sambúð að nýju eftir tveggja ára skilnað. Tilfinninga- stríðið á milli mín og systkina minna var mik- ið og hægt og sígandi minnka samskiptin á milli okkar. Við pabbi höfum ekki talast við síðan kvöldið sem ég bar þetta upp á hann og samtöl mín við mömmu einkennast af kulda og ásökun í minn garð. Hún tók þetta persónulega á sig og mér finnst sorglegt að hún hefur aldrei gefið mér tækifæri til að skýra mitt mál - hún ver hann í bak og fyrir. Mér finnst einnig sárt að fjölskyldan lokar á málið án þess að gefa okkar frásögn tæki- færi. Ég skil mömmu - ég vorkenni henni, það er mjög erfitt fyrir hana að takast á við þetta og fyrir systkini mín einnig en það má ekki horfa fram hjá því hversu sársaukafullt og erfitt þetta hefur verið fyrir okkur. Ég hef fengið að heyra það að ég sé hörð af mér en það veit enginn hve þetta hefur reynt á mig og stelpurnar. Bara það að „missa" fjöl- skylduna sem manni hefur ætíð þótt vænt um og borið tilfinningar til er meira en að segja það - en ég hafði valið - að standa með börnunum mínum eða að „vaða skít- inn“ upp að eyrum til þess eins að vera eins og hinir. Við höfum skyldur gagnvart börnum okkar og ein þeirra er að vernda þau. í kjölfarið á kæru Sóleyjar er ég kölluð til yfirheyrslu hjá RLR en þaðan fer málið til saksóknara sem svo sendirþað afturtil RLR til nánari rannsóknar. Málið fer að spyrjast út og fólk skiptist T tvo hópa - það eru þeir sem fylgja þeim og svo hinir sem fylgja mér. Tilfinningalega er þetta rosalega erfitt því gerandinn er í fjölskyldunni og því er maður að kljást við heila ætt. Fólk er að segja við mig að það sé Ijótt af mér að gera gamla fólkinu þetta en enginn virðist gera sér grein fyrir því að dætur mínar eiga eftir að kljást við þetta allt sitt líf. Eins var talað um að þær ættu lífið framundan og gætu því frekar tekist á við þetta. Það sem hefur farið mest í mig í þessu máli er hvernig fullorðna fólkið hefur tekið á þessu - skilningsleysið, van- þroskinn og þröngsýnin ræður ríkjum. Svo leyfir fólk sér að hringja í mig og hella sér yfir mig án þess að vera þúið aö kynna sér stað- reyndir - vinkona mömmu hringdi t.d. í mig fyrir ein jólin og sagði að ég skyldi draga þetta til baka svo að þau og þeirra fólk gæti haldið gleðileg jól. Þeim var alveg sama hvort ég og dætur mínar gætum átt gleðileg jól. Þeir sem hafa talað allra mest í bakið á mér ættu að huga að sér og sínum, það eru mín skilaboð til þeirra. Þær stóðu með sér Það tók langan tíma að kveða upp dóminn - alltof langan tíma. Það var föður mínum í hag að dómurinn drægist sem lengst en okkur í óhag - svo loksins þegar dómurinn kom í desember 1995 er hann sýknaður. Það var mikið áfall og vonbrigðin voru mikil, manni finnst sorglegt þegar sannleikurinn kemur ekki í Ijós en það sem hjálpar okkur núna, er að I skýrslunni kemur fram að frá- sögn Sóleyjar er trúað. Við lítum á þetta sem áfellisdóm yfir honum og eins hefur umfjöllunin og viðbrögð almennings við dómnum hjálpað okkur. Það var margt í dómsskjölunum sem særði mig, sérstak- iega svör þeirra sem voru kallaðir fyrir — þau voru þeim til minnkunnar. Þegar dómurinn var fallinn, lásum við hann vel yfir, ræddum hvað okkur fannst og hvernig okkur var innanbrjósts. Málið er að við verðum að lifa áfram og því lítum viö á þetta sem endapunkt á erfiðum kafla í lífi okkar. Það ergott að hann er kominn en við lítum einnig á þetta sem byrjun á einhverju nýju. Sannleikurinn á eftir að koma T Ijós, við erum ekki að velta okkur upp úr þessu en við lifum með þessu. Ég er ánægð með stelpurnar mínar, þær hafa staðið sig vel, ég hafði áhyggjur en þær eru skynsamar litlar hetjur. Mín skoðun er sú að þær hafa ekki komið ver út úr þessu held- ur en ef þær hefðu aldrei kært. Þær stóðu með sér, það var hlustað á þær og tekið mark á þeim. Sóley og Sunna koma sterkari út úr þessum erfiðleikum en áður því þær hafa trú á sjálfum sér - það er þeirra styrkur. ÞETTA ERU SLYS ;... A plús, auglýsingastofa f i r ' :. ' | I - ■ v ■ ■ W.u* . K 1 1 mtímmk Wm, | 'IÍÉiit 1 il 'ÉÉÉm ■ iE' ■•" * - j n -'L''•■« B ...SEM AUÐVELT ER AÐ FORÐAST /\IV?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.