Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 24

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 24
VIÐTAL V I Ð MARGRÉTI PÁLMADÓTTUR kvennakór er hápólitískt mál var unaösleg, negrasálmar, blues og swing, og ákaflega góöir straumar fylgdu vönduöum og kraftmiklum flutningi. Konurnar í kórn- um höföu greinilega svo gaman af því aö syngja og sú gleöi lét eng- an ósnortinn. Margrét Pálmadóttir er ógleymanleg þar sem hún stjómaði, syngjandi, eins og blökkukona í fasi og útliti. V: Margrét, kórinn þinn er greinilega ekki bara hópur kvenna sem „gaular” saman sér til ánægju, hvað eruð þið gamlar? M: Nei, þetta er ekki eingöngu áhugamennska, en það halda marg- ir. Kórinn var stofnaður 1993 og varð til úr Kórskóla kvenna I Kram- húsinu, sem ég stofnaði. Takmarkið varfrá upphafi að mynda góðan kór og við Svana Víkingsdóttir, píanóleikari, höfum veriö saman með kórinn frá upphafi. Svo eru ýmsir raddþjálfarar sem vinna hjá okkur, til dæmis Jóhanna V. Þórhallsdóttir, altsöngkona, Björk Jónsdóttir, sópransöngkona og Eugenia Ratti, Scalasöngkona frá Ítalíu. Það er langur vegurfrá áhugamennsku til fagmennsku. En til að ná fram því besta þarf fagleg vinnubrögð og gífurlegan tíma. Kór er frábært hljóð- færi, líkt og hljómsveit, meö sínum fjölbreytileik. Kvennakór er hljóð- færið mitt. Ég hef stundum verið spurð hvort ekki vanti bassa í kvennakórinn, en svo er auðvitað ekki. Fáránlegt væri til dæmis aö segja að fiðlu vantaði einn streng. Nú, við þurfum að geta flutt bæði gömul verk og ný. Til þess þarf raddlega kunnáttu, þekkingu á stíl, tungumálakunnáttu, og rétta framkomu. Fluga þarf að búningum og fleiru. Þegar öllu þessu er þjónað erum við að tala um hámenningu og það hefur alltaf verið markmiðið. Við vissum aö það var starfinu nauösynlegt að við féllum strax inn í hóp betri kóra. Einn kaldan og bjartan dagí mars sl. mætti Margrét Pálmadóttir, kór- stjóri Kvennakórs Reykjavíkur, í viðtal til Veru. Ferskur andblær og glaðværð fylgir sterkum persónuleika hennar og fljótlega kom í Ijós að henni lá mikið á hjarta. Flún þáði kaffibolla og ég byrjaði á að þakka henni fýrir frábæra gospeltónleika sem ég hafði nýlega hlýtt á í Loftkastalanum. Margrét var nýkomin frá því að selja miöa á tónleik- ana sem höfðu hlotið svo mikla aðsókn að bæta þurfti við mörgum sýningum. Þessir tónleikar hafa komið skemmtilega á óvart og greini- legt er að gífurleg vinna liggur að baki. 200 söngsystur, í afrískum búningum, stormuðu syngjandi inn á sviðiö og héldu þar flotta sýn- ingu með söng og dansi, ásamt Agli Ólafssyni, dönsurum úr Kram- húsinu og fleirum. Þarna ríkti gífurleg stemmning og gleði. Tónlistin V: Nú er kórinn það stór að þið skiptist í minni hópa. M: Já, á þremur árum hefur okkur fjölgað úr 100 í 300, sem er gífur- leg aukning, og skiptist starfið nú niöur I 5 hópa. Hluti kórsins, um það bil 40 konur, starfar undir heitinu Vox Feminae, og æfir sérstak- lega. Um þessar mundir æfa þær í fjarkennsluprógrammi hjá Sibyl Urbancic, sem kennir kórbókmenntir við tónlistarháskólann í Vínar- borg. í haust mun hópurinn halda háskólatónleika hér heima undir hennar stjórn, og fer hann síðan til Vínar og heldur þar tvenna tón- leika. Þeir verða haldnir í St. Michaelskirkjunni í miðbæ Vínarborgar, en sú kirkja er mjög þekkt fýrir sérstæðan listflutning. Ég er hinn kór- stjóri hópsins en við höfum haldið þrenna sjálfstæöa tónleika hér- lendis. Kvennakórnum sjálfum stjórna ég. Þá er það Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, en honum stjórnar Jóhanna V. Þórhallsdótt-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.