Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 37

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 37
U Ð N Y GUÐBJÖRNSDÓTTIR KYNFERÐISLEG ÁREITNI RÆDD Á ALÞINGI Umræðan um ofbeldi gagnvart kon- um hefur smátt og smátt komið upp á yfirborðið: Það tók tíma að fá það viðurkennt að ofbeldi gagnvart konum innan veggja heimilisins væri samfélags- vandamál en ekki einkamál, samanber bar- áttuna fyrir kvennaathvarfinu. Það hefur einnig tekið tíma að fá viðurkennt að konur sem verða fyrir nauðgun, þurfi sérstaka meðhöndlun bæði innan heilbrigðiskerfis- ins og dómskerfisins. Kvennalistinn undir forystu Guðrúnar Agnarsdóttur fékk sam- þykkta tillögu til þingsályktunar á Alþingi um sérstaka neyðarmóttöku á Landspítalan- um, sem Guðrún hefur veriö forstöðulækn- ir fyrir frá upphafi. Viðkvæmasta form af kynferðislegu ofbeldi, sifjaspell, kom upp á yfirborðið fyrir nokkrum árum. Á engan er hallað þó það sé fyrst og fremst þakkað rannsóknum dr. Guðrúnar Jónsdóttur og starfi Stígamóta. Starf Kvennaathvarfsins, Neyðarmóttökunnar og Stígamóta hefur opnað umræðuna um kynferðislegt ofbeldi þannig að farvegir kerfisins hafa orðið skýr- ari og aðgengilegri fyrir þá sem verða fyrir ofbeldi af þessu tagi, en þar eru konur í miklum meirihluta. En hvað með kynferðis- lega áreitni? Hvaða farvegir eru fyrir ofbeldi eða einelti af því tagi? Þegar kynferðisleg áreitni kom upp á yfirborðið í Háskóla ís- lands sl. haust birtist m.a. grein um efnið eftir Sigríði Matthíasdóttur í TTmariti Há- skóla íslands Sæmundi á Selnum. í grein- inni var rætt við tvær stúlkur sem höfðu orð- ið fyrir kynferðislegri áreitni T háskólanum, svo og við nokkra kennara og fræðimenn sem þekkja til innan háskólans og til rann- sókna á þessu sviði, þar á meðal við höf- und þessarar greinar. Ég hef verið kennari við háskólann í 20 ár og veit að þetta er ekki í fyrsta skipti sem kynferðisleg áreitni á sér stað T háskólanum. Þrátt fyrir þekkt dæmi um kynferðislega áreitni innan há- skólans sem annarra skóla, og þrátt fyrir mikla umræðu um, rannsóknir á og skipu- leg viðbrögð gegn kynferðislegri áreitni er- lendis, þá tel ég Ijóst að í kringum þetta form eineltis hefur ríkt bannhelgi hér á landi. Síðan ég tók sæti á Alþingi hef ég kynnt mér erlenda og innlenda lagasetningu um kynferðislega áreitni og fylgst með því starfi sem Jafnréttisráð hefur unnið að, þ.e. útgáfu bæklings um kynferðislega áreitni og yfirstandandi könnun í samvinnu viö Vinnueftirlit rikisins á kynferðislegri áreitni á vinnumarkaði, sem boðuð er T Jafnréttis- áætlun til flögurra ára frá árinu 1993. Þeg- ar biskupsmálið kom upp í vetur kom van- máttur kirkjunnar gagnvart málum af þessu tagi vel í Ijós. Af öllu þessu dró ég þá álykt- un að það séu fleiri stofnanir en háskólinn sem þyrftu að skipuleggja farvegi fyrir mál af þessu tagi og því ákvað ég að taka mál- ið upp utan dagskrár á Alþingi. Utandagskrárumræða: „Ásakanir um kynferðislega áreitni í opinberum stofnunum” Yfirleitt er beðið um utandagskrárumræðu með eins dags fyrirvara, en í þetta skipti liðu tvær vikur frá því að ég baö um umræð- una þangað til af henni varð þann 14. mars 1996. Þó að meginástæðan væri veikindi og utanlandsferð forsætisráðherra, sem ég bað um að yrði til andsvara, þá kom strax í Ijós ákveðin andstaða innan þingsins gegn þvT að taka málið þar fyrir. Það sama á við um ýmsa aðila úti í þjóðfélaginu. Þegar ég hafði hinsvegar útskýrt með hvaða hætti ég ætlaði að taka á umræðunni hvarf mótstað- an yfirleitt og á það jafnt viö um þingmenn, kirkjunnar menn, sem aðra. Utandagskrárumræða má taka 30 mín- útur og framsögumaður hefur 5 mínútur til framsögu og þrjár mínútur T lokin. í umræð- unni vakti ég athygli á hve vanmáttug kirkj- an og háskólinn hefðu verið til að bregðast við ásökunum um kynferðislega áreitni sem bendi til að þessar stofnanir þurfi að koma sér upp skipulegum farvegi fyrir mál af þessu tagi. Niðurstaöan í biskupsmálinu sé fullkomlega óviðunandi fyrir viðkomandi konur, fyrir biskupinn, fyrir þjóðkirkjuna og fyrir þjóðina. Viðbrögð almennings bendi til mikillar vanþekkingar og að þörf sé á fræðslu og fyrirbyggjandi starfi. T.d. velti fólk þvt fyrir sér hvort ekki megi lengur sýna daður á vinnustað eða leggja höndina á öxl nemenda. Þá benti ég á aö þó að kynferðis- leg áreitni hafi verið gerð að refsiveröu at- hæfi árið 1992, samanber 198. grein hegn- ingarlaga, þá sé hvergi að finna skýra skilgreiningu á því hvað kallist kynferðisleg áreitni samkvæmt Tslenskum lögum. Breska lögfræðingafélagið skilgreini kyn- ferðislega áreitni sem óæskilega hegðun af kynferðislegum toga, sem hefur skaðleg áhrif á vinnustað eða trúnaðarsamband, veldur þolanda vanlíðan, og er vinnustað til vansæmdar. Undir þessa skilgreiningu falla klámbrandarar, óviðeigandi tilmæli um náin samskipti utan vinnustaðar, óvelkomnir kossar og þukl og hverskonar þvingun til kynferðislegra athafna. Þessi skilgreininger í samræmi viö skilgreiningu Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar. Yfirleitt er um misbeit- ingu á valdi að ræða, óvelkomna endur- tekna kynferðislega hegðun, sem skortir gagnkvæmni og er því aldrei á jafnréttis- grundvelli. Umræðan í þjóöfélaginu bendi ótvírætt til að töluvert vanti á að fólk skilji að kynferðisleg áreitni er einelti og mann- réttindabrot sem ekki á að líða. Að lokum spurði ég forsætisráðherra eftir- farandi spurninga: 1) Er forsætisráðherra kunnugt um hvort

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.