Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 32

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 32
Súsanna Svavarsdóttir prufukeyrir Toyota Carina Nú er kominn sá tími árs sem bílaaug- lýsingar dynja á okkur úr öllum áttum. íslendingar hafa löngum veriö iönir við aö versla nýjan bíl, þegar þeir skríöa undan feldi á vorin. Þetta er nánast lögmál eins og bókaflóðið á haustin og bílasalar og innflytjendur svara hreyfiþörf landans hver sem betur get- ur. Fjölskyldubílar eru mest áberandi á þessum tíma; landinn vill keyra um sína móðurjörð og fara i útilegur. Einn af þeim fjölskyldubílum sem eru á markaðnum núna, er Carina E Sedan GLi, árans skemmtilegur bíll, sem er bæði lipur og kraftmikill. Vélin er 1998 cc, 16 ventla með tðlvustýröri innsprautun og vélaraflið hlýðinttog vel taminn gœðingur er 126 hestöfl við 5600 snúninga á mínútu. Hann er eldsnöggur að taka við sér, snögg- ur upp og að sama skapi snöggur niður; laus við titring, með ABS hemlakerfi, sem kemur í veg fyrir aö hjólin læsist þegar hemlað er. Hann rásar ekki á malarvegum, þegar maöur snögghemlar. Þaö sem hreif mig mest við þennan bíl var stýrisútbúnaö- urinn. Carinan hefur vökva- og veltistýri, sem er mjög skemmtilegt. Þaö er nánast hægt að snúa henni í hring á punktinum, hún lætur T alla staði mjög vel að stjórn. Aksturseiginleikar hennar eru frábærir og það er gaman að keyra hana. Hún er nokk- uð hlýðinn og vel taminn gæðingur. Annar ómetanlegur kostur sem hún hef- ur er hiti í framrúðu. Þótt örugglega þurfi aö sóþa sköflunum af bílnum á mestu snjóa- dögum, þarf örugglega ekki að standa úti í gaddinum og skrapa og skafa, bara setjast inn og bíða aðeins eftir að gaddurinn gefi eftir. Eins og vera ber, eru rafmagnsrúður og -speglar og stjórnbúnaði þeirra komiö fyr- ir í bílhurðinni, bílstjóramegin. Sætin eru þægileg, með stillanlegu baki og sessu, þ.e.a.s. fram og til baka. Mér fannst þó bílstjórasætið ívið lágt og dætur mínar kvörtuðu í aftursætinu yfir því aö sjá 1 ekki út um gluggana. Við erum aö vísu ekki stórt kvenfólk, en það er algengur galli hjá kvenþjóðinni. Þegar ég bakkaði t.d. út úr stæði í brekku, gat ég ómögulega séð hvort annar bíll væri að koma niður götuna. Car- inan er nokkuð „lendahá”, sem er ekki endilega kostur. Bílbeltin eru hins vegar mjög þægileg. Það er auðvelt og fljótlegt að krækja í þau, sem verður ekki sagt með alla bíla. í sumum þeirra er svo þröngt á milli sætis og huröar aö það er ekki hægt að krækja í bílbeltin án þess að rífa upp á sér öll naglabönd. Því vandamáli er ekki fýrir að fara hér. Annað öryggisatriði í þessum bíl eru styrktarbitar í hurðum, svo líklega hefur Toyota nú rekiö af sér blikkdósasliðruorðið. Auk þess eru öryggispúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega. Höfuðpúðar eru fjórir í bílnum, þar af tveir fyrir farþega T aftursæt- um. Það fer vel um aftursætis farþega í Car- inunni, því rými fyrir fætur er gott og mikið, svo enginn ætti að þreytast á langkeyrslum. í fram- og aftursætum eru þriggja festinga rúllubelti með forstrekkjurum og hæðarstill- ingum sem læsast T neyðartilvikum. Styrkt- arbitar eru T öllum hurðum og sérstök krumpusvæði eru í bílskrokknum að framan og aftan, sem taka við höggi í árekstri og minnka áhrifin inn ? farþegarýmið. Það sem kom mér á óvart í þessum lipra bíl sem lætur svo vel að stjórn, er að hurðir eru fremur stífar og þungar. Það sama má segja um sætastillingarsnerlana. Þeir eru nokkuð óþjálir. Plussáklæðið finnst mér í einu orði sagt, Ijótt, jafnvel þótt það sé í grá- bláum tónum. Útvarp og segulband, með fjórum hátöl- urum, fylgir Carinunni, en ég er ekkert of viss um gæðin, því þaö brestur nokkuð í tækinu. Eins víst að það geri meira en að fara í taugarnar á manni þegar til lengdar lætur. Hins vegar er hægt aö smella „græjuandlitinu” af og taka það með sér úr bílnum - til að því verði ekki stolið. Toyota Carina er fallegur bíll, stöðugur á veginum og vel hljóðeinangraður. Hann er langur og fleyglaga og hreint ekkert lítill 4.53 m á lengd, en undarlega sparneytinn. Samlitir stuöarar gefa þessum bíl enn mýkra og rennilegra útlit, sem þrátt fyrir stærðina lætur afar vel að stjórn. Carinuna er hægt að fá meö fimm gíra beinskiþtingu eöa fjögurra þrepa sjálfsskipt- ingu. Verð á beinskiptum bíl er kr. 1.830.000 og á sjálfsskiptum 1.990.000.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.