Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 4

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 4
JckÁjcAa.AyL Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. Logandi umrceður í eldhúsum landsins Síðastliðið haust kom út merkileg bók sem segir frá merkilegum tíma í sögunni. Það er bókin Vaknaðu kona! eftir Herdísi Helgadóttur mannfræðing sem segir sögu Rauðsokkahreyfingarinnar. í kafla sem nefnist Neistinn sem kveikti bálið fjallar Herdís um uppreisnir sjöunda áratugarins og segir m.a. : „Hvatinn að stofnun nýrra kvennahreyfinga í löndum hins vestræna heims voru þær frelsisbylgjur sem á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar fóru á kreik t kjölfar óánægju fólks með efnahagslegar áherslur, vanmat á manngildi og ríkjandi óréttlæti í garð hópa, kynþátta og kynja. “ Þessi óánægja náði einnig til ungs fólks á íslandi og konum fannst að hér þyrfti ýmislegt að laga. Þegar Rauðsokkahreyfingin var stofnuð, 1970, sat aðeins ein kona á Alþingi. Hlutfall kvenna í nefndum og ráðum ríkisins var um 2,1% og í sveitarstjórnum 2,4%. Árið 1972 var stjórn BSRB skipuð 11 körlum og í 15 manna miðstjórn ASÍ var ein kona. Rauðsokkahreyfingin hafði gífurleg áhrif á umræðu um stöðu konunnar hér á landi - fyrir þeirra baráttu m.a. voru fóstureyð- ingar gefnar frjálsar 1975 og hugmyndin að Kvennaverkfallinu kviknaði á fundi hjá þeim. í hugum margra kvenna markar Kvennafrídagurinn, 24. október 1975, tímamót. Þá vöknuðu konur á öllum aldri til vitundar um stöðu sína og skynjuðu möguleika samtakamáttarins. Þessi dagur lét litlar stelpur heldur ekki ósnortnar, þær skynjuðu að mamma þeirra og hinar konurnar gátu komið ýmsu til leiðar ef þær bara þorðu og vildu. Kynslóðaskipti í kvennabaráttu nefnist þema þessa blaðs og þar rifja nokkrar konur upp hvað mótaði þær sem kvenréttinda- konur. Það er alltaf gott að huga að fortíðinni um leið og við horfum fram á veginn. Þegar við rifjum upp hvað það var sem hvatti konur til þess að ganga niður Laugaveginn árið 1970 með kröfuspjöld og stóra styttu sem á stóð: Manneskja - ekki mark- aðsvara, finnst okkur kannski að mörg baráttumál séu komin í höfn. En baráttunni er ekki lokið. Líkami kvenna er enn markaðsvara og það hefur ekki góð áhrif á sjálfsmynd stúlkna. Ungar konur finna enn að úti á vinnumarkaðinum bíða þeirra ekki sömu tækifæri og strákanna. Á mælistiku launa finna flestar konur að ekki er litið á þær sömu augum og karla. „Konur eiga enn eftir að vinna umræðuna - frjálshyggjan hefur unnið hana,“ segja ungu konurnar sem settust niður með Þórhildi Þorleifsdóttur, fyrrverandi þingkonu Kvennalistans, og ræddu um kynslóðaskiptin í kvennabaráttunni. Vera tekur undir það. Við verðum að finna púlsinn og tala um það sem brennur á konum, líkt og Rauðsokkurnar gerðu þegar þær hristu svo rækilega upp í fólki að logandi umræður fóru af stað í öllum eldhúsum landsins. fyrir aö dæma Ríkissjónvarpiö til þess aö greiða konu á sjónvarpinu sömu laun og karli sem vann sömu störf þó aö þau væru ekki í sama stéttarfélagi. Tími til kominn aö Hæstiréttur líti ekki á þaö sem náttúrulögmál aö karlar fái hærri laun en konur. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ REYKJAVÍKUR fyrir aö ráöa ellefu konur í ábyrgöarmeiri störf sem flest eru forstööumannsstööur. Þetta er í framhaldi af nýrri jafnréttisáætlun hjá Reykjavíkurborg. Vonandi feta fleiri borgarstofnanir í sömu spor og ÍTR. AUÐUR EIR VILHJÁLMSDÓTTIR fyrir aö gefa kost á sér til biskups. Er ekki réttlátt aö kynin skipti meö sér aö fara meö yfirstjórn kirkjunnar á 1000 ára fresti? LÁNATRYGGINGASJÓÐUR KVENNA sem félagsmálaráöuneyti, iönaðar- og viöskiptaráöuneyti og Reykjavíkurborg standa aö. Það er sannað að óhætt er aö lána konum peninga og aö mestur vaxtarbroddur í atvinnulífi víöa um heim er í litlum fyrirtækjum kvenna. Er ekki óþarfi aö setja milljarða í álver sem aðeins veitir körlum atvinnu? mínus RÁÐUNEYTIN fyrir rýran hlut kvenna í nefndum, eins og fram kom í svari viö fyrirspurn Guönýjar Guöbjörnsdóttur á Alþingi. Konur eru aöeins 23% nefndarmanna og er ástandiö verst í landbúnaöarráöuneytinu þar sem aöeins ein kona er í nefnd á móti 65 körlum! ÞJÓÐKIRKJAN fýrir rýran hlut kvenna í nefndum, sem skipaðar hafa ver- iö um málefni hennar, en þar eru konur aöeins 19.6%. í ellefu nefndum á engin kona sæti og karlmenn eru for- menn í 23 af 27 nefndum. Á kirkjuþingi eru aöeins þrjár konur, eöa 14,2%, og engin kona situr í kirkjuráöi, æöstu stofnun kirkjunnar. Biskupsstofa hefur ekki enn sett kirkjunni jafnréttisáætlun, eins og henni ber aö gera samkvæmt framkvæmdaðætlun ríkisstjórnarinnar um jafnréttismál sem samþykkt var á Alþingi 1993 og gildir til ársloka 1997. FRÍKORTIÐ fyrir aö búa til gyllivonir hjá fólki og stuöla aö hringamynd- un í viöskiptum. Margir íslenskir launþegar geta ekki keypt annaö en nauösynjavöru fýrir laun sín. En gleym- um ekki aö mikiö vald er í höndum þeirra sem sjð um innkaup til heimilisins! ÍSLENSKIR KARLMENN fyrir þá staöreynd að 25% íslenskra kvenna búa viö of- beldi á heimilum sínum og 5% hefur veriö nauögaö, eins og fram kemur í skýrslu frá dómsmálaráöuneytinu. Of- beldi gegn konum og börnum krefst þess aö hugaö sé aö forvarnastarfi í framtíöinni, t.d. meö því aö sýna minna ofbeldi í sjónvarpi, kvikmyndum og tölvuleikjum. 4 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.