Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 48

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 48
Nú andar sudrid ✓ mars dagurinn minn eða þinn? Fór í kvenréttindabol í vinnuna Karen, konan sem ég leigi hjá, var gift í tíu ár, manni sem ræktaði kakkalakka í íbúðinni og veitti þeim meiri eftirtekt heldur en henni nokkurn tíman. Karen veit vel hvaða dagur er og í tilefni dagsins klæðist hún „kvenréttindabolnum" sínum eins og hún kallar það. Á bolnum eru áletraðar staðhæf- ingar um stöðu kvenna í gegnum tíðina og unna áfanga. Karen vill minna fólk á hversu stutt er síðan konur voru yfirleitt taldar vera fólk. Hún meira að segja lagði í að fara í bolnum í vinnuna. Umkringd þessum „fínu og velklæddu menntamönnum" sem hún vinnur fyrir. En það er þetta með menntun, ekki er alltaf fyrirsjáanlegt hvernig hún virkar. Nú gengur sú saga fjöllunum hærra að Karen sé lesbía, sennilega vegna þess að ein af um fimmtíu staðhæf- ingum á bolnum innihélt það ágæta orð. Áttundi mars hefur þýðingu fyrir Karen, er hluti af lífi hennar. Hún hefur þurft að berjast fyrir við- urkenningu, eftirtekt og réttindum. Eg, hins vegar, hef aldrei þurft að berjast fyrir neinu, á engan kvenréttindabol og get ekki ímyndað mér að ég geti mögulega gifst manni sem ræktar kakkalakka! Á ég að fella þetta undir kynslóðabilið? En við Karen erum ekki svo langt frá hvor annarri í skoðunum er varða konur og kvennabaráttu. Við getum setið • Viltu fá sömu laun og' karlmenn? •Hvernig' geturðu látið launin endast? •Hvert sný ég mér ef ég missi vinnuna? •Er sama hvort þú ert gift eða í sambúð? •Hver á hvað við samvistastlit? •Hver er erfaréttur kvenna við fráfall maka? •Eyðir þú um efni fram? • Fj árhagsráögj öf, hvar fæst hún? Þessum spurningum og Peningarnir og lífið mörgum fleirum er svarað í nýrri handbók fyrir konur. Handbók ætluð konum um fjármál og félagsleg réttindi Bók sem þú ættir að kynna þér! Hægt er að nálgast bókina á fræðsludeild Iðntæknistofnunar eða panta hana í . síma 587 7000 Iðntækmstofnun ■ I Verð bókarinnar iðntæknistofnun islands er 3.600 kr. án vsk. Keldnaholti • 112Reykjavik Sími 570 7100 • Bréfasími 570 7111 * Heimasíða: http://www.iti.is Kamilla Rún Jóbannsdóttir hefur skrifað grein- ar í Veru. Hún er nú við nám í bug- vísindum í Ottawa í Kanada, í fagi sem heitir „cogni- tive science“ og er blanda af sálfrceði, lífeðlisfrceði, tölvu- frceði, beimspeki og málvísindum. Kamilla sendi Veru þessar hugleiðingar um kynslóðabilið í kvennabaráttunni. urnar að er áttundi mars. Laugardagur, ósköp . venjulegur dagur að því er virðist í fyrstu. IKlukkan jafn óþolandi og alla aðra morgna sem hún hringir. Cheerios í morg- unmat og bið eftir strætó með skólabæk- bakinu. Mér er það alveg fyllilega ljóst hvaða dagur er í dag og er satt best að segja dálítið vonsvikin yfir því að hann skuli ekki spila stærra hlutverk í lífi mínu. Vonsvikin yfir því að ég sjálf skuli ekki finna fyrir neinu sérstöku þennan dag, sem er tákn baráttu kvenna í gegnum tíðina, tákn alls þess réttar sem konur hafa þó áunnið sér í mörgum löndum. Nei, það eina sem kemst að hjá mér er sú óumflýjanlega staðreynd að ég þarf að undirbúa fyrirlestur fyrir mánudaginn. Hvað ætti ég líka að gera! Enginn af mínum félög- um hér í Kanada er nálægt því að vera meðvitaður um hvaða þýðingu áttundi mars hefur. Einstaka kveikti þó á perunni þegar ég nefndi það að fyrra bragði og viðbrögðin: „Æji, já. Ég man að mamma hélt upp á þennan dag.“ 48 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.