Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 28
 5 t a Hér er lítið samfélag og peningar af skornum skammti. Það er því lítið svigrún til að þróa nýjungar, m.a. í atvinnulífi, en við þurfum á því að halda. Þótt það hafi orðið örlög mín að starfa í þessum opinbera geira, þá stendur ekkert þjóðfélag undir því að flestallir sæki í hann. Það verða að skapast ný störf í einkageiran- um. Við verðum að sjá til þess að hér séu möguleikar til að fást við ólíka hluti. En af því að við vorum að tala um skatta, þá er það al- veg rétt að í Bandaríkjunum eru mun lægri skattar en hér, en þar er líka félags- leg þjónusta og samhjálp sem við teldum alveg óviðunandi. Hins vegar býður það kerfi upp á að menn nái undraverðum árangri á skömmum tíma, ef þeir fá góða hugmynd á viðskiptasviðinu. Það er auðveldara fyrir fólk að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd þar en í Evrópu. Kerfið í Evrópu er miklu þyngra og erfiðara en í Bandaríkjunum. Það er raunveru- lega orðið vandamál og stendur framförum fyrir þrifum.“ að er áhugahagfræðing- urinn sem þarna talar, þótt lögfræðingurinn sé ekki langt undan. Eg fer allt í einu að hugsa um það sem Helga sagði, um að tveir bræður hennar hafi lært lögfræði. Það eru sá elsti og sá yngsti; Helga er önnur í systkina- röðinni. Pabbinn lögfræðingur. Er þetta nú ekki dálítið einhæft? Kemur í ljós að svo sé reyndar ekki. Faðir Helgu var á þingi öll hennar uppvaxtarár, svo þjóðfélagsumræða var mjög ofarlega á baugi á heimilinu. „Eg er alin upp við miklar og ákafar rök- ræður og ég man að vinkonum mínum fannst mjög gaman að koma í heimsókn, vegna þess að þar voru svo miklar rökræður, með handapati og öllu tilheyrandi. Við systkinin höldum mikið saman, þegar við komum í boð og veislur - og erum hávær. Sumu fólki finnst við víst vera að rífast, þótt okkur finnist við aldrei hafa rifist. Við teljum okkur bestu vini. Við erum sennilega óþolandi, þótt okkur finn- ist mjög skemmtilegt að hittast í hópi. Það eru engin andstyggilegheit í umræðum okkar. Þetta eru bara rökræður.“ Eiginmaður Helgu er Helgi H. Jónsson, fréttamaður á sjónvarpinu og eiga þau þrjú börn saman, auk þess sem Helgi á tvo syni af fyrra hjónabandi og eina sonardóttur. Að auki eru þrír bræður og foreldrar. Hefur svona kona einhvern tíma fyrir sjálfa sig? Ekki mik- inn. Helga fer að vísu þrisvar sinnum í viku í Iíkamsrækt - og við erum blessunarlega sam- mála um að hún sé til að viðhalda líkamanum og auka úthaldið. „Árin sem ég var í Bandaríkjunum," segir hún, „fór ég í líkamsrækt fimm morgna í viku, en eftir að ég kom heim fann ég ekki tíma til þess. Mér fannst það mjög óþægilegt og horfði upp á sjálfa mig slappast og þenjast út. Þess vegna varð ég einfaldlega að finna mér tímana." Við Islendingar erum alltaf að tala utn vinnuálagið sem er á okkur. En vinna ekki Bandaríkjamenn miklu meira eti við? Eru þeir ekki með sex daga vinnuviku og bara tvcer vikur í sumarleyfi? „Jú, veistu, vinnuálagið hjá ýmsum þar er ótrúlegt. Eg kom yfirleitt í vinnu klukkan sjö á morgnana og það var áberandi hversu marg- ir voru þegar mættir. Þegar ég fór heim, oftast klukkan sjö á kvöldin, voru margir ennþá að vinna, jafnvel þótt þeir fengju ekki greitt fyrir Eg er alin upp viö miklar og ákafar rökræöur og ég man að vinkonum mínum fannst mjög gaman aö koma í heimsókn, vegna þess aö þar voru svo mikiar rökræöur, meö handapati og öllu tilheyrandi. eftirvinnu. Það var mjög mikill metnaður þarna, samkeppnin hörð og vinnuumhverfið kröfuhart og agað.“ Purftirðu að ferðast mikið til þróunar- lattda? „Nei, en þó... Ég fór til Guyana og ýmissa eyja í Karíbahafinu. Þar hittum við ráðamenn og áttum við þá viðræður um ýmis verkefni sem bankinn lánaði til. Þetta var mikið ævin- týri sem hafði aldrei hvarflað að mér að ég kæmist í. Einnig heimsótti ég Suður-Afríku og fór nokkrum sinnum til Parísar þar sem Evr- ópumiðstöð bankans er. Mest ferðaðist ég þó til þeirra landa sem ég var fulltrúi fyrir, þ.e. Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Það eru ekki allir á einu máli um ágæti Al- þjóðabankans. Það hefur ekki allt virkað sem menn héldu að myndi virka og auðvitað eru ekki allir sáttir við þær ákvarðanir sem þar hafa verið teknar. En það er ekki nóg að dæla inn peningum í þróunarlöndin. Það verður að setja skilyrði fyrir því hvernig Iánsfé er nýtt. Mönnum finnst það oft óhófleg afskipti bank- ans af innri málefnum ríkis, en bankinn hefur langa reynslu í því að það er ekki hægt að dæla peningum í drauma og óskir. Markmið- ið með lánveitingunum er að byggja upp í þessum löndum mannsæmandi aðstæður og það er ótrúlega stórt viðfangsefni. Það hlýtur að vera tímasprengja ef iðnríki jarðar halda áfram að lifa við núverandi lífs- kjör og ganga á auðlindir jarðar, án þess að því fylgi sú skynjun að það sé til fólk annars staðar á jörðinni, sem lifir við óviðunandi að- stæður. Víða í þróunarlöndunum eru litlar lík- ur á að börn nái fermingaraldri, þar deyja konur, slitnar af stöðugum barn- eignum, fyrir fertugsaldurinn og stórir hópar fólks búa við ólæsi og hungur, svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst okkur Islendingum, því miður, ekki hafa tekist að skynja samstöðu með þeim sem eru verst settir í hnattrænu samhengi. Okkur gengur illa að skynja ábyrgð okkar að leggja fram til þróunarað- stoðar það hlutfall af þjóðartekjum sem okkur ber, miðað við alþjóð- legar skuldbindingar og ályktanir Alþingis." Það er greinilegt á tali Helgu að Island er í hennar augum ekki bara land, ekki bara iðnríki, ekki bara á Norðurlöndum, ekki bara í Evr- ópu, ekki bara vestrænt ríki - held- ur einn hlekkur í stórri heild sem þarf að uppfylla viss skilyrði, standa undir vissum kröfum og leggja sitt af mörkum í því afar flókna samskiptaneti sem heimurinn er. En hvað gerir borgarritari? „Starfið er skilgreint þannig að borgarritari sé yfirmaður stjórnsýslu og fjármála borgar- innar og jafnframt staðgengill borgarstjóra. I því felst ábyrgð á rekstri og þjónustu í Ráð- húsinu og ákveðin tengsl við fyrirtæki borgar- innar, auk mjög náins samstarfs við borgar- stjóra. Við höfum verið að vinna að ákveðinni uppstokkun á stjórnsýslunni og starfsemi hennar. Þegar ég kom hingað var hafin skipu- lagsbreyting, t.d. á fjármáladeild borgarinnar, sem nú skiptist í hagdeild - sem ber ábyrgð á fjárhagsáætlun og alls konar hagsýslustarf- semi - og fjárreiðudeild - sem fer með verk- efni sem voru ekki stór áður en fela í sér háar fjárhæðir, til dæmis lána- og greiðslustýringu. I mínum huga er fátt meira spennandi en að fá að vinna við opinbera stjórnsýslu. Tækifær- in til umbóta eru þar mýmörg, nýir straumar og stefnur hafa sannað gildi sitt víða í kring- um okkur og vitaskuld er eðlilegt að leitað sé leiða til að hagnýta hér það sem vel hefur gef- ist annars staðar. Ef árangur næst í að auka hagkvæmni í opinberum rekstri, eins og hjá borginni, og bæta þjónustu er það starf unnið í þágu svo margra og það gerir verkefnið meira spennandi. Auðvitað eru það hinir kjörnu fulltrúar sem marka stefnu og ákveða áherslurnar í starfi borgarinnar. Embættis- mennirnir eiga hins vegar að sjá um fram- kvæmdina og liðsinna stjórnmálamönnunum 28 vera

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.