Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 49

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 49
mmW; Af hverju þrömmum við ekki niöur i bæ með kröfuspjöld? Af hverju eigum við ekki kvenréttindaboli sem við sýnum stoltar við hvert tækifæri? Af hverju skiptir áttundi mars ekki meira máli fyrir okkur? heilu kvöldin í eldhúsinu hennar og rætt þessi mál. Þá stundina er ekkert til sem heitir aldursmunur eða kynslóðabil. En eldhúsið hennar Karenar er engin endurspeglun á veruleikanum - fyrir utan eldhúsið lifum við Karen gerólíku lífi. Kynslóðin sem fékk allt upp í hendurnar Hvað er það með minn veruleika, með mig og mína kynslóð? Af hverju þrömmum við ekki niður í bæ með kröfuspjöld? Af hverju eigum við ekki kvenréttindaboli sem við sýnum stoltar við hvert tækifæri? Af hverju skiptir áttundi mars ekki meira máli fyrir okkur? Kannski af því að við höfum aldrei þurft að berjast fyrir neinu. Það er ekki hægt að hafa sömu tilfinningu fyrir því sem manni er rétt upp í hendurnar og því sem þarf virkilega að berjast fyrir. Kannski af því að í dag er þjóðfélagið óneitanlega breytt frá því sem var fyrir aðeins tuttugu árum. Sífellt fleiri konur hafa tækifæri til þess að mennta sig og nýta sér það. Sífellt fleiri konur dvelja lengur innan veggja háskólanna. Staðreyndin er hins vegar sú að vandamálin byrja fyrst eftir að „út í lífið“ er komið. Kynslóðin hennar Karenar ól upp drengina sem eru með mér í heimspekinni. Og ég get sagt ykkur það til hróss, sem teljið ykkur til þeirrar kynslóðar, að þeir eru svo vel upp aldir, kurteisir og femínískt meðvitaðir að það hálfa væri alveg ágætt. Þeir vita það þessir góðu drengir að þegar vitnað er í ónefnda persónu eða fræðimann þá er jafnoft notað „hún,“ og „hann“. Nú, eða hinn möguleikinn: „Hún“ er oftar/alltaf notað. Reynsla í eigin lífi hlýtur að skipta máli, hlýtur að hafa áhrif á það að hverju baráttunni er beint. Það er ekki bara erfitt að virkja ungt fólk til þess að taka þátt í baráttu fyrir réttindum kvenna. Það er almennt erfitt í vestrænu þjóðfélagi í dag að virkja fólk til einhvers. Endalausir möguleikar hafa haft í för með sér kaldhæðnislegt lífsviðhorf sem beinist ekki síður að fortíðinni, að því sem áður hefur verið gert. Gamlar venjur og stíll eru tekin upp af yngri kynslóð og er í senn ætlað að vera töff og kaldhæðnislegt. Við höfum einfaldlega misst trúna á hugmynda- fræði fortíðarinnar eða öllu heldur hún vekur bara enga athygli. Hvað hefur líka hugmyndafræði að gera í lífi þess sem fær allt? Praktískar nálganir eru teknar fram yfir róttækni. Konur á öllum aldri í löndum þar sem fátækt og stríð eru daglegt brauð hætta lífi sínu fyrir það eitt að vera í kvenréttindabol. En ungt fólk í vestrænum heimi þekkir ekki stríð og varla fátækt. Þekkir ekki takmörk og höft nema að litlu leyti. Raunveruleikinn er einhver skrýtin blanda af glimmeri, sápuóperum og daglegu amstri. Það þarf allt að vera svo fjandi skemmtilegt. Ég enda þennan dag á því að fá lánaðan bolinn hennar Karenar og fara í honum á barinn að hitta félagana. Allt þetta meðvitaða unga fólk hrekkur í kút. Það er nefnilega allt í lagi að vera feministi en FEMÍNISTI er full mikið. Stelpurnar annað hvort þykjast ekki taka eftir neinu eða fara allar í flækju. Finnst þetta eitthvað óheppilegt fyrir mig og kannski fyrir þær líka. Strákarnir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að taka þessu. Þeir geta vel gudderað að maður vitni jafnoft í „hana“ og „hann“, en þessi bolur setur þá útaf laginu. Þeir reyna þó sitt besta til þess að ná tökum á aðstæðum. „Svo þú ert FEMÍNISTI,“ segja þeir með alveg sérstökum svip. „Já, mig grunaði það alltaf," bæta þeir síðan við með ekki minni andlitshreyfingum. „Ég er líka feministi," segir einn þeirra, „en ég vil bara ekki merkja mig sem neitt.“ „Veistu af hverju ég er feministi?" segir annar stoltur, vel meðvitaður um að það getur verið dálítið töff í ákveðnum aðstæðum: „Because patriarchy fucks us up, that is, it fucks men up and doesn’t allow them to be what they really are.“ Já, það er sem ég segi. Við erum enn að tala um vandamál, bara í breyttri mynd, eða hvað?! Kynslóðabil, ólík reynsla, breytt þjóðfélag. Hvaða nafni sem við viljum nefna það skulum við hafa í huga að breytt umhverfi kallar á breyttar aðgerðir. Það er ekkert athugavert við að endurskoða baráttuað- ferðir á nokkurra ára fresti. Feministi eöa FEMÍNISTI? FJOLSKVLDIITRVGGING Hæfilega víðtæk Hóflegt iðgjald Kynrttu þér kjörin til cflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588-9700 49 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.