Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 13

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 13
nslóðaskipti kv^nnabaráttunni höfðum leikið elskendur í leikriti veturinn áður. Hann sá mig, bakkaði upp að mér og bauð mér far. Og þótt ég stæði þar sem ég ætlaði að standa, þáði ég far þangað sem ég ætlaði ekki að fara og síðan höfum við ekið meira og minna sömu ieið. Einar var formaður leikfélagsins, bók- menntaklúbbsins og kvikmyndaklúbbsins og einn besti félagi hans var formaður skólafé- lagsins og á kafi í pólitík. Ég hafði svo lengi hlustað á umræður um þessi efni heima. Nú tók ég til máls. Ég var oft eina stelpan í strákahóp. Þennan vetur kom út Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg og Ten- ingunum kastað eftir Sartre. Strákarnir lásu metsölubókina, ég las Sartre. Mig dreymdi um að verða eins og Simone de Beauvoir. Einar var góður í frönsku og ætlaði í stjórn- málafræði til Frakklands að loknu stúdents- prófi. Ég ætlaði í inntökupróf í leiklistar- skóla Þjóðleikhússins. Við ætluðum að vera par þótt við færum hvort sína leið, eins og Simone og Sartre. Og þótt margir settu upp hringana um leið og þeir settu upp stúdents- húfurnar þá gerðum við það ekki. Við vor- um bara alltaf saman, allar nætur, alla daga. Ég ákvað að fresta inntökuprófi í leiklist hér heima, ég ætlaði líka að læra frönsku eins og Einar. Síðan gæti ég reynt að komast inn í leiklistarskóla í Frakklandi. Við fengum inn- göngu í sitt hvorn háskólann, hann í Toulou- se ég í Genf í Sviss. Eftir nokkra daga í Par- ís a la Simone et Sartre fór Einar til Toulou- se en ég út í sveit að læra frönsku hjá góðri kennslukonu áður en ég héldi til Genfar. í sveitinni las ég litla frétt í blaði um að að- búnaður stúdenta í Toulouse væri mjög slæmur og nokkrir hefðu veikst alvarlega af matareitrun eftir að hafa etið eitrað hrossa- kjöt í matsal stúdenta. Ég hætti við að fara til Genfar og tók lestina til Toulouse til þess að sjá til þess að Einar fengi almennilegan mat. Ég varð fljótlega ófrísk. Þar skildu leið- ir okkar Simone de Beuavoir. Simone fór í fóstureyðingu undir líkum kringumstæðum, en þegar læknirinn góði bauð mér fátækri, 19 ára stúdínu af norðurhjaranum slíka lausn á vandanum, þótt ólögleg væri, þá var það það síðasta sem mér datt í hug að þiggja. Nei, heldur gæfi ég námið upp á bát- inn og færi heim. Einar ákvað að fylgja mér. framhald á bls. 42 fJoi J • omriir1 ouj/ujjw1 Eg er „made in France“ rétt fyrir stúdenta- óeirðirnar 1968. Fæddist á afmælisdegi Bjarnfríðar ömmu og Hírósímasprengj- unnar, 18 dögum fyrir innrás Rússa í Prag. Það má ímynda sér að ráðamenn hins vestræna heims hafi haldið niðri í sér andanum, ekki endilega í tilefni fæðingar minnar hér á norður- hjara veraldar, heldur miklu frekar vegna alþjóða- hreyfingar ungs róttæks fólks sem ætlaði sér í alvöru að umbylta heiminum og gera hann réttlátari. Ungt fólk sem trúði í fullri einlægni á jafnrétti og bræðra- lag, kommúnur, frjálsar ástir og getnaðarvarnir. Mér var eflaust ætlað að verða byltingarforingi og baráttukona og get í fullri einlægni sagt að sterk réttlætiskennd sé mér í brjóst borin. Einhvern veg- inn finnst mér samt að mitt líf hafi hingað til frekar snúist um að finna fast og öruggt land undir fótum en að rugga bátnum. Mamma og pabbi voru tvítugir unglingar þegar ég fæddist og tróð mér á milli, undir nývolga hjóna- sængina. Þau voru sannarlega blómabörn síns tíma og tóku virkan þátt í baráttunni, hvort sem það var hér heima eða á námsárunum í Svíþjóð. Það eru til myndir af mér á herðunum hans pabba í kröfugöngu í Stokkhólmi með lítinn krepptan hnefa steyttan út í loftið, hrópandi „leve, leve, leve FNL (Þjóðfrelsis- hreyfingin í Víetnam).“ Ég man líka eftir skrúðgöng- um 17. júní, eða sumardaginn fyrsta, þar sem ég beið eftir fyrsta tækifæri að geta hrópað: „ísland úr NATO, herinn burt!!!“ og fannst lítið til þess koma að veifa bréffána og brosa. Þessa dagana er það dóttir mín sem sönglar fyrir munni sér: „No more cuts! No more cuts!“ eftir sína fyrstu kröfugöngu sem við gengum saman í Manchester á dögunum til að mótmæla skerðingu íhaldsstjórnar Majors til menntamála. í þetta skipti var það maðurinn minn sem rak mig úr rúminu! Mamma og amma eru báðar ákaflega sterkar og ákveðnar konur. Ég hef alla tíð borið mikla virð- 'ngu fyrir þeim. Þar með er ekki sagt að það sé alltaf auðvelt að vera afkomandi þeirra. Mér fannst oft erfitt að standa undir þeim kröfum sem mamma gerði til mín um leið og viðurkenning hennar skipti t Y/'/Hf í/l/'fsfúl &incu*&clóttú* mig öllu. Bæði mamma og pabbi voru áberandi í þjóðfé-| laginu og báðum umhugað um að tjá sig og sínar skoðanir. Það var oft mikið að gera hjá þeim báðum og stundum var ég einmana og fannst ég pínu gleymd. Ég var samt alltaf stolt af þeim þó okkar líf væri töluvert frábrugðið því lífi sem lifað var heima hjá vinkonum mínum. Ég fór stundum á fundi nteð mömmu en man samt helst eftir endalausum mynd- listarsýningum sem þjónuðu í mínum huga eingöngu þeim tilgangi að komast á kaffihús og fá heitt kakó og köku. Löngu seinna útskýrði mamma fyrir mér að það hefði verið í myndlistinni sem róttækir lista- menn tjáðu sig hvað helst. Það hafði reyndar alveg farið fram hjá mér. Ég held ég hafi gert fremur máttlausa uppreisn sem unglingur gegn mömmu og pabba, að minnsta kosti miðað við marga aðra. Það var helst sú ákvörðun að láta ferma mig sem olli taugatitringi. Þá höfðu þau ekki verið skráð í þjóðkirkjuna urn ein- hvern tíma af pólitískum ástæðum og lítið sinnt kristilegu uppeldi á dótturinni. Þau hafa reyndar bætt fyrir það síðan. Mamma og pabbi tókust oft á um ábyrgðina á heimilinu og mér. Ég veit ekki hver var stærsti þátt- urinn í því; óknyttir pabba, starfsframi beggja, baslið eða femínismi, en ég veit að síðan ég sjálf eignaðist dóttur mína hefur mér oft fundist ég standa í nákvæmlega sörnu sporum og mamma þá. Þegar ég lít í kringum mig sýnist mér það sama vera upp á teningnum hjá mörgum vinkvenna minna. Barnauppeldi og heimilishald er oftar en ekki þeirra ábyrgð á sama tíma og þær eru að mennta sig, klára masterinn, byrja í doktorsnámi eða tilbúnar í slaginn og komnar með vinnu. Það skal engan furða nábít og blæð- andi magasár eða fjölda einstæðra foreldra. Áður en ég varð sjálf mamma kom mér aldrei annað til hugar en að mér væru allar leiðir færar, svo fremi sem ég stæði mig og sinnti mínu. Mér fannst jafnrétti kynjanna jafn sjálfsagt mál eins og að anda að mér andrúmsloftinu. Nú sé ég aftur á móti hversu aðstæður kvenna hafa mikið um það að segja hverjir möguleikar þeirra eru til náms og starfsframa eftir að þær hafa eignast börn. Það er nákvæmlega sú staðreynd sem gerir mig að femínista. Aðgangur minnar kynslóðar til menntunar skilur kynslóðir okkar mömmu að. Það er rninni kynslóð næstum sjálfsagt að geta lært það sem hugurinn stendur til. En menntabrautin hefur ekki alltaf verið jafn greiðfær og þau mál geta auðveldlega breyst til hins verra. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir konur á mínum aldri að átta sig á því að baráttunni framhald á bls. 45 Þessa dagana er það dóttir mín sem sönglar fyrir munni sér: „No more cuts! No more cuts!“ 13 vera

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.