Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 21
að sníða ákveðnar spurningar að hvoru þjónustuformi fyrir sig. Að mestum hluta innihéldu listarnireins spurningar og kvarða þannig að tölfræðilegur samanburður á milli hópa var gerður mögulegur. Sambærilegar breytur voru eftirfar- andi: • Bakgrunnur kvennanna s.s. aldur, menntun, hjúskaparstaða og fjöldi barna. • Viðhorf til veittrar fræðslu: mælt á Likert kvarða þar sem spurt er um viðhorf til 16 fræðsluþátta (mjög góð fræðsla - mjög léleg fræðsla) - FRÆÐSLA. • Ánægja/óánægja með þjónustuna almennt: Viðhorf kvenna til 11 þjónustuþátta mæld á likert kvarða þar sem spurt er hversu ánægðar eða óánægðar þær eru með þjónustuna (mjög ánægð - mjög óánægð) - ÁNÆGJA. • Viðhorf til þjónustuþátta: Viðhorf til 24 fullyrðinga um þjónustuna skoðuð á Likert kvarða (mjög sammála - mjög ósammála) - ÞJÓNUSTA • Opnar spurningar t.d. óskað eftir athugasemdum og einnig hvatt til þess að leggja fram eigin hug- myndir um breytingar á þjónust- unni. Konur i heimaþjónustu voru sérstak- lega spurðar út i ákvörðun um snemm- útskrift og heimaþjónustu; stuðning heima fyrir fyrstu vikuna og einnig var kannað viðhorf þeirra til tímasetninga, fjölda og tímalengda heimsókna. I þeim tilgangi að skoða sambæri- leika hópanna með tilliti til þess að á sængurlegudeild liggi frekar veikari konur og börn, voru konur af sængur- 'egudeild sérstaklega spurðar út í teg- und fæðingar, heilsufarsvanda móður °g barns efitir fæðingu svo og lengd sjúkrahúsvistar. Úrvinnsla gagna: Lýsandi tölfræði svo sem t-próf og kikvaðrat- próf voru notuð til þess að lýsa og bera saman bakgrunn þátttak- enda eftir rannsóknarhópum. T-próf v°ru einnig notuð við athugun á hugs- anlegum áhrifum ákveðinna sérkenna hópanna á niðurstöður, einkum kvenna af sængurlegudeild. Borin voru saman nieðalskor úr viðhorfakvörðum eftir tegund fæðingar, heilsufarsvandamál- Unt móður eða barns eftir fæðingu svo °g lengd sjúkrahúsvistar. Þáttagreining: Allir kvarðarnir þrír FRÆÐSLA, ÁNÆGJA og ÞJÓNUSTA voru þáttagreindir og þá v r notast við heildarúrtak rannsóknarii.nar (n=250). Reyndist vera sterk innri fylgni á svör- un innan hvers kvarða sem bendir til innra réttmætis þeirra. Með þáttagrein- ingu kom einnig í ljós að hver kvarði fyrir sig hlóð á einn þátt og því voru meðalskor kvarðanna notuð í frekari tölfræðiúrvinnslu. Þar sem meðalskor kvarðanna reyndust ekki vera normal- dreifð var notast við non-parametic prófið Mann-Witney til þess að meta tölfræðilegan mun á viðhorfum kvenna til þjónustu ljósmæðra í heimaþjónustu og á sængurlegudeild. Niðurstöður Þáttagreining viðhorfakvarðanna: í þeim tilgangi að auðvelda úrvinnslu gagna var ákveðið að skoða formgerð viðhorfakvarðanna út frá þáttagrein- ingu. Ut frá innbyrðis fylgni á milli breyta og þáttahleðslu þeirra var því athugað hvort kvarðarnir mæla eitt eða fleiri hugtök og þannig metið hvort raunhæft var að skoða niðurstöður kvarðanna út frá meðalskorum þeirra. Heildarúrtak rannsóknarinnar 258 konur var notað við þáttagreiningu FRÆÐSLU kvarðans en í þeim tilgangi að gera þáttagreininguna sem nákvæm- asta var við þáttagreiningu kvarðanna ÁNÆGJA (11 mælibreytur/spurningar) og ÞJÓNUSTA (24 mælibreytur/spurn- ingar) einnig keyrt saman úrtak úr ann- arri rannsókn sem framkvæmd var á svipuðum tíma þar sem sömu kvarðam- ir voru notaðir. Úrtakið sem um ræðir 140 konur var einnig valið úr hópi mæðra er fæddu á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi í janúar og febrúar 2003 (Díana Jónsdóttir og Sara Björk Hauks- dóttir, 2003). Heildarúrtak það sem notað var við þáttagreiningu þessara tveggja kvarða var því úrtak 398 kvenna. Við þáttagreiningu ÁNÆGJU kvarð- ans hlóðu allar mælibreytur kvarðans mjög hátt á einn þátt (0,596 - 0,972) en samkvæmt Kaiser mátti draga út 2 þætti. Þáttur 1 með eigiðgildið 8,106 skýrði 73,689 % af heildardreifninni og þáttur 1 með eigiðgildið 1,117 skýrði 10,158% af heildardreifninni. Þættirnir virtust gera góða grein fyrir spurning- um mælikvarðans (h’= 0,624-0,972) Þar sem skriðupróf sýndi aðeins einn þátt dreginn út og þar sem þáttur I hafði mjög hátt skýringargildi var ákveðið að vinna með meðaltal kvarðans. Við þáttagreiningu ÞJÓNUSTU kvarðans kom í ljós að allar mælibreyt- ur kvarðans hlóðu mjög hátt á einn þátt þar sem þáttahleðsla allra breyta var um og yfir 0,6. Samkvæmt viðmiðum Kaisers væri hægt að draga út 2 þætti við þáttagreininguna. Þáttur 1 hafði eigiðgildið 18,249 og skýrði um 76% af heildardreifninni og þáttur II eigið- gildið 1,199 og skýrði um 5% af heild- ardreifninni. Athyglisvert er að þær 4 mælibreytur sem hlaða nokkuð hátt (um 0.5) í þætti II eru mælibreytur sem túlka má sem innsæi ljósmæðra á líðan kvennanna. Þættirnir virðast gera góða grein fyrir spurningunum (h2 =0,47- 0,878). Ef tekið er mið af skriðuprófi er einungis raunhæft að draga út einn þátt. Út frá niðurstöðum þáttagreiningar á ÞJÓNUSTU kvarðanum var talið raun- hæft að álykta að eðlilegt væri að notast við heildarmeðalskor kvarðans við úr- vinnslu gagna. Einnig væri hægt að nýta meðalskor fyrir mælibreyturnar 4 er hlaða hátt í þætti II til þess að mæla innsæi ljósmæðra/hjúkrunarfræðinga á líðan kvenna en það er ekki gert hér. Við þáttagreiningu FRÆÐSLU kvarðans var einungis notast við úrtak þessarar rannsóknar þ.e. 258 konur. Mælibreyturnar allar hlóðu mjög hátt á einn þátt (0,716-0,865) og hafði sá þátt- ur eigiðgildið 10,458 og skýrði 65,36% af heildardreifninni. Fjórar breytur hlóðu einnig lítillega á þátt II (0,316- 0,50) sem hafði eigiðgildið 1,104 og skýrði 6,9% af heildardreifninni. Sam- kvæmt skriðuprófi var eðlilegt að draga aðeins út einn þátt og var ákvörðun tekin um að nota meðalskor kvarðans við úrvinnslu gagna tengdri fræðslu. Einkenni úrtaks Mynd I: Hlutföll frumbyrja/fjölbyrja eftir hópum PARITY: Frumbyrjur vs. fjölbyrjur □ heimaþj. □ sængurl. Liosmæðráblaðið nóvember 200‘í 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.