Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 23
spurðar út í ákvörðun um snemmút- skrift og heimaþjónustu kom í ljós að flestar þeirra (54,1%, n=72) frétta af þessari þjónustu í gegnum mæðravernd en stór hluti fréttir einnig af henni í gegnum vini og kunningja (33,1%, n=50). Rúmlega 8% (n=ll) kvenna virðist ekki hafa frétt af þessum val- kosti fyrr en í eða eftir fæðingu þ.e. á fæðingardeild (6%) eða í sængurlegu (2,3%). Mynd 6 Hvernig konur frétta af heimaþjónustunni Langflestar kvennanna eða um 81,7% (n=107) tóku ákvörðun um það a meðgöngutímanum af útskrifast snemma og þiggja heimaþjónustu eftir fæðingu. Konurnar voru beðnar um að raða því í mikilvægiröð hvað réði mestu um akvörðun þeirra um snemmútskrift og heimaþjónustu eftir fæðingu. Eins og tafla 1 sýnir voru þar þættir eins og samvera með maka/ljölskyldu og vellíðan í eigin umhverfi sem réði þar mestu. hegar kannað var viðhorf kvennanna til úmasetninga, fjölda og tímalengda heimsókna Ijósmæðra í heimaþjónustu kom eftirfarandi í ljós: Svo virðist vera sem flestar mæður hafi eitthvað val um það hvenær dags- ins ljósmæðurnar koma í heimsókn en einungis 9% kvennanna ( 12) sögðust ekkert val hafa haft um ímasetningu heimsókna. Það sem konurnar nefna samt helst sem áhrifaþátt á tímasetn- ingu er vinnutími ljósmæðra annars staðar. Mynd 7 Viðhorf til fjölda heimsókna Hve margar voru heimsóknir Ijósmóður til þín? Ljósmæður fóru að meðaltali í 7,4 heimsóknir til kvennanna en fjöldi heim- sókna spannaði frá 5 upp í 14 heim- sóknir. Flestum konum eða um 84% þeirra (111) fannst fjöldi heimsókna hæfilegur. Eins og sjá má á mynd 8 eru þær konur sem telja heimsóknirnar of margar úr hópi þeirra sem fæstar heim- sóknir fá og jafnvel þær konur sem fá flestar heimsóknirnar telja þær of fáar. Sjá nánari upplýsingar á mynd 8. Ljósmæðurnar dvöldu oftast eða í 70% tilfella í um 30-60 mínútur í hverri vitjun. Flestum konum finnst tímalengd heimsókna í heimaþjónustu vera hæfileg (96%). Sjá nánar mynd 8 um viðhorf kvenna til tímalengda heim- sókna. Svör við spurningu um stuðning heima fyrir sýndu að flestar konumar eða tæp 95% þeirra (n=126) sögðust hafa Mynd 8 Viðhorf til tímalengda heimsókna Hve lengi dvaldi Ijósmóðirin hjá þér? haft stuðning heima og oftast var ntakinn helsti stuðningsaðilinn (93,7%, n=l 18). Meirihluti kvenna (80,6%, n=104) sagðist ekki þurfa meiri hjálp heima fyrir fyrstu vikuna eftir fæðingu. Þær konur sem hefðu viljað meiri hjálp nefndu helst aðstoð við heimilisstörfin s.s. við þrif, matseld, þvotta og barna- pössun. Einnig virtust konurnar þurfa meiri hvíld. Niðurstöður er varða sérstaklega sæng- urleguþjónustu. Þar sem ætla má að veikari konur liggi á sængurlegudeild þótti mikilvægt að skoða áhrif ákveðinna þátta á niður- stöður í þeim tilgangi að meta sambæri- leika hópanna. Verður hér gert grein fyrir helstu niðurstöðum er þetta varðar svo sem áhrif eftirfarandi þátta á með- alstig viðhorfakvarðanna: tegund fæð- ingar, heilsufarsvandamál barns eða móður, lengd sjúkrahúsdvalar, samveru eða aðskilnaði móður og barns og fjölda ljósmæðra er önnuðust konuna. Tegund fœðingar: Rúmlega helming- ur kvennanna eða um 53% fæddu bam sitt með keisarafæðingu, 35,5% með eðlilegri fæðingu um fæðingarveg og 9,7% með aðstoð sogklukku eða tangar. Þegar skoðuð var fylgni með tegund fæðingar og meðalskomm úr kvörðun- um þremur kom í ljós að tegund fæðing- ar hafði ekki marktæk áhrif á viðhorf kvennanna til þjónustrmnar (P> 0,05). Heilsufarsvandamál móður eða barns: Konurnar höfðu verið beðnar að tilgreina hvort og þá hvaða vandamál höfðu komið upp hjá móður eða barni. Vandamál hjá barni voru tilgreind í 36,3% (n= 45) tilfella og vandamál hjá móður i 31,5% (n=38) tilfella. Algeng- asta vandamálið sem tilgreint var hjá barni var öndunarörðuleikar (8,1%) og hjá rnóður vandamál tengd brjóstagjöf Tafla 1: Hvað réði mestu um ákvörðun um snemmútskrift/heimaþjónustu eftir fæðingu? Fjöldi: Prósentur • Samveran með fjölskyldu/maka mikilvæg 65 48,5% • Mér líður best í eigin umhverfi 41 30,6% • Annað 13 9,7% * Hafði heyrt vel látið af heimaþjónustunni 10 7,5% * Aðstaðan á sjúkrahúsinu er óviðunandi 2 1,5% * Þjónustan á sjúkrahúsinu er óviðunandi 2 1,5% ' Osk heilbrigðisstarfsfólks á sjúkrahúsinu 2 1,5% Ljósmæðrablaðið növember 2004 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.