Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 28
Blóðsykursmælingar á nýburum og áhrif þeirra á brjóstagjöf Undanfarin misseri hafa af og til birst í blaðinu verkefni sem unnin hafa verið af Ijósmóóurnemum. Að þessu sinni er um að rœða verkefni sem unnið er af annars árs Ijósmóðurnema og byggir það á dagbók úr klínisku námi á sœng- urkvennadeild. Verkefnið fjallar um blóðsykursmœlingar hjá nýburum. Þetta verkefni sýnir okkur hvernig fag- stéttir líta í sumum tilvikum misjafnlega á þau klinisku viðfangsefni sem snerta verðandi foreldra og nýbura. Mismun- andi hugmyndafrœði sem lögð er til grundvallar i starfi og skilningur okkar fagfólksins á því hvað er eðlilegt og hvað er áhætta er ekki endilega byggð á gagnreyndri þekkingu. Samspil þekk- ingar, reynslu og innsœis er það sem einkennir góða fagmanneskju en góð fagmennska byggir jafnframt á gagn- kvœmri virðingu þeirra stétta sem hafa það sameiginlega markmið að stuðla að heilbrigði og velliðan foreldra og nýbura Helga Gottfreðsdóttir, lektor í Ijósmóðurfrœði. Inngangur Eg var í verknámi á Sængurkvenna- gangi í 4 vikur s.l. sumar. Næstum því á hverri vakt voru þar einhverjar blóð- sykursmælingar gerðar á nýburum. Það var miðað við ákveðin blóðsykursgildi og ef að þau voru metin of lág þá fengu börnin þurrmjólkurábót í því augna- miði að hækka blóðsykursstyrkinn. Ég spurði mig stundum, varþetta nauðsyn- legt vegna heilsu barnsins eða vorum við að gera skaða. Enginn efast lengur um gildi fullrar brjóstamjólkurgjafar fyrir barnið og í náminu okkar var lögð rík áhersla á að koma í veg fyrir truflun í upphafi því að rannsóknir hafa sýnt að velgengni í upphafi hefur áhrif á lengd brjóstagjafar. Ég vildi ræða þetta við Jónína S. Jónasdóttir, Ijósmóðurnemi barnalækni sem var með nýburaskoðun á Sængurkvennagangi en eitthvað kom ég illa frá mér því sem ég ætlaði að segja, því hann sagði „það er greinilegt að þér er sama þó börnin skaðist vegna sykurskorts og eigi við námsörðugleika að stríða seinna meir. Veistu ekki að heilinn þarf sykur til þess að geta starf- að ? Nú er mér alls ekki sama um hvernig börnunum reiðir af en var ekki nægilega vel að mér til að rökstyðja hvorki eitt né neitt og svara honum. Ég ákvað því að lesa mér til um blóðsyk- ursmælingar og hypoglykemiu nýbura. Fyrst mun ég segja frá nokkrum dæmum þar sem nýburar fengu þurr- mjólkurgjöf eftir að hafa mælst með of lágan blóðsykur stuttu eftir fæðingu. Síðan kemur fræðilegur kafli þar sem ljallað verður um aðlögun nýburans að blóðsykursstjórnun, við hvaða gildi á að miða, klínísk einkenni og áhrif hypo- glykemiu á taugaþroska, áhættuhópa, skimanir og áhrif þeirra á brjóstagjöf og hlutverk ljósmóður i fyrirbyggingu hypoglykemiu. Klínísk dæmi Dœmi 1. Fyrst er að nefna valkeisarabömin sem voru mæld V2-I klst. eftir fæðingu og ef að þau mældust 2,2 mmol/1 eða lægri þá átti að hafa samband við barnalækni. Yfirleitt var fyrirskipað að gefa ábót strax. Þegar börnin höfðu fengið ábót- argjöf vom þau oft ekki viljug að fara á brjóst móður sinnar þegar hún kom niður á deildina. Dœmi 2. 20 ára frumbyrja frá Grænhöfðaeyjum fæddi eðlilega stúlkubarn eftir 39 vikna meðgöngu. Konan hafði verið hraust á meðgöngu. Faðirinn var einnig frá Grænhöfðaeyjum. Fæðingarþyngd stúlk- unnar reyndist 2.400 g og þegar hún kom niður á deildina af fæðingargangi fylgdu þær upplýsingar með að stúlkan hafi verið lág í blóðsykri einni klst. eftir fæðingu þrátt fyrir að hafa verið á brjósti góða stund áður og þá fékk hún 30 ml af þurrmjólk. Eftir 30 mín. var blóðsykurinn komin í 3,2 mmol/1. Hún átti að vera á blóðsykursmælingum fyrir gjöf næstu klukkustundir. Blóð- sykur hjá stúlkunni var mældur vegna þess að hún taldist léttburi. Móðirin var mjög smávaxin kona og ég hugsaði með mér: hver ætli sé meðalþyngd barna á Grænhöfðaeyjum? Dœmi 3. Drengur konu sem hafði greinst með meðgöngusykursýki en henni hafói tekist vel að stjórna blóðsykri sínum með matarræði. Drengurinn var 4 kg og sam- svaraði sér vel. Hann var á blóðsykurs- mælingum fyrir gjafir eins og alltaf þegar um sykursýki móður er að ræða og fyrst 1 klst. eftir fæðingu. Fyrirmælin voru þau að mæla blóðsykur fyrir gjafir 28 LjósmÆðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.