Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 31
Tafla 4. Börn sykursjúkra mæðra Rh sjúkdómar Beckwith-Wiedemann heilkenni Nesidioblastosis Islet cell adenomas Adenomatosis Adrenal skortur Comblath og Schwartz (1991) hafa sett fram kenningar um orsakir hypo- glykemiu. Allar greiningarnar lýsa tveimur meginorsakaþáttum fyrir hypo- glycemiu: (1) ástand tengt minnkaðri glúkósumyndun í lifur (Tafla 3) og (2) ástand tengt of mikilli insúlínmyndun (Tafla 4). Ástand í fyrri flokknum sem cr algengara, er vegna minnkaðra birgða (glykogen, laktat, glycerol og amíno sýrur), breytt næmi við tauga-og hormónaboðum, vanþroski eða breytt enzymaferli. Ástand sem tilheyrir seinni flokknum tekur m.a. til barna sykursjúkra mæðra (sérstaklega þau sem eru stór miðað við meðgöngu- lengd) og þeirra sem eru með ofvirkni í bris eyjunum eins og í Beckwith-Wied- emann heilkenni eða nesidioblastosis (Cowett og Loughead, 2002). 3.5. Skimanir á blóðsykri og áhrif á brjóstagjöf. Það á ekki að líta á tímabundna hypo- glykemiu hjá heilbrigðum nýbura strax eftir fæðingu sem sjúklegt ástand þar sem það leiðréttist af sjálfu sér. Af þess- ari ástæðu hefur the Committee of Fetus and Newborn of the American Academy of Pediatrics (AAP) og The World Health Organization (WHO) birt þá yfirlýsingu að það sé óviðeigandi, ónauðsynlegt og mögulega skaðlegt að skima heilbrigðan fullburða nýbura. bessi samtök hafa mælt með að það eigi eingöngu að skima nýbura sem eru 1 áhættuhóp hvað varðar hypoglykemiu °g þau börn sem eru með einkenni. Keisarafæðing var ekki tekin með sem áhættuþáttur. Rannsóknir hafa sýnt að skimanir fyrir hypoglykemiu og með- ferð á heilbrigðum fullburða börnum er ekki byggð á gagnreyndum heimildum. Þrátt fyrir þessar tillögur er verið að ntæla blóðsykur hjá börnum sem ekki þurfa þess með og eru í lágmarki í blóð- sykri af eðlilegum ástæðum fyrst eftir feðingu. Afleiðingarnar eru nánara blóðsykurseftirlit og aðgerðir sem yfir- leitt leiða til þurrmjólkurgjafar sem getur haft skaðleg áhrif á upphaf brjóstamjólkurmyndunar og brjósta- gjafar. Þessar ónauðsynlegu aðgerðir valda hugsanlegum skaða á árangurs- ríku upphafi á tengslamyndun móður og barns, minnkuðu sjálfsöryggi móður og trú á að hún geti nært bam sitt ein- göngu á brjósti (WHO, 1997; Haninger og Farley, 2001). Flestar verklagsreglur um hypogly- kemiu nýbura em byggðar á rannsókn- um sem voru gerðar á veikum fyrirbur- um eða fastandi nýburum fyrir 30 árum eða meira (Aynsley-Green og Hawdon, 1997). Einnig virðist skimun á blóð- sykri á einkennalausum börnum réttlætt vegna hugmynda um tengsl á milli nýburahypoglykemiu og neikvæðra áhrifa á taugaþroska. Samt sem áður eru engar heimildir sem tengja ein- kennalausa hypoglykemiu við óeðlileg- an taugaþroska (WHO, 1997; Haninger og Farley, 2001). Fylgjast þarf með klíniskum ein- kennum um hypoglykemiu. Það þarf að taka nákvæma sögu og gera áhættumat til að komast að því hvort nýburi er í áhættuhóp fyrir hypoglykemiu. Einnig þurfa að fara fram samræður og útskýr- ingar til foreldra barnsins (Haninger og Farley, 2001). Það á að mæla blóðsykur hjá börnum sem eru í áhættu og ein- kennalaus 4-6 klst eftir fæðingu (WHO, 1997). Nýburar eru í dag á mörgum stöðum skimaðir 1-2 klst. gamlir sem þjónar þá þeim tilgangi að finna eðli- legt lífeðlisfræðilegt lágmark þeirra í blóðsykri sem lagast af sjálfu sér og þarfnast engrar meðferðar. Þessi snemmskimun hefur í för með sér mörg falsk jákvæð svör og ofgreiningu á sjúklegri nýbura hypoglykemiu (WHO, 1997; Haninger og Farley, 2001). Settar voru einfaldar verklagsreglur um skimun á hypoglykemiu á Royal Prince Alfred Hospital 1998 en þær eru á vefsíðu Department of Neonatal Medi- cine Protocol Book, Royal Prince Alfred Hospital og eru þær svohljóðandi: Eftirfarandi hópar nýbura eru í áhœttu fyrir hypoglykemu og þarf sérstaklega að huga að þau fari snenvna á brjóst. Það er nauðsynlegt að öll börn í áhœttu fái sína fyrstu brjóstagjöf á fœðingar- deildinni eins fljótt og mögulegt er eftir fæðingu. Þau eiga að fá nœstu gjöf innan 6 klst. frá fœðingu og fyrsta blóðsykurmœlingin œtti að vera 30 mínútum eftir þessa gjöf. 1. Nýburar í áhættu. a. Börn allra sykursjúkra kvenna: Öll börn mæðra með meðgöngu- sykursýki og insúlínóháða sykur- sýki geta fylgt móður sinni á venjulega sængurkvennadeild ef að þau eru ffísk nema að móðir hafi þurft háa skammta af insúlini á meðgöngu eða gengið illa að stjórna blóðsykri móður á á með- göngu (þau börn fara á vökudeild og blóðsykur er mældur hjá þeim þegar þau eru 1 klst. gömul). b. Börn sem eru lítil miðaö við með- göngulengd 37 vikur <2220g 38 vikur <2420g 39vikur <2600g 40+vikur <2790g c. „Tærða“ barnið („Wasted“ baby) er barn með eðlilega fæðingar- þyngd en er létt miðað við lengd. Við skoðun sést að þessi börn hafa vanalega lausa húðfellingu á efri handleggjum, mjöðmum og kvið. Naflastrengur er grannur og getur vantað Wharton's Jelly. d. Fyrirburar (<37vikur). e. „Macrosomic baby“, ef að það lítur út eins og barn sykursjúkrar móður og engar upplýsingar liggja fyrir um það. Þessi börn hafa mikla fitu undir húð og hafa lítið höfuð miðað við líkamsstærð. Þessi börn þarfnast læknismats fljótt og mæla þarf blóðsykur hjá þeim innan við 2 klst. frá fæðingu. 2. Börn sem sýna cinkcnni sem geta verið vcgna hypoglykemiu. Skima með bóðsykursmæli og ef blóðsykur < en 2mmol/L þá fá staðfestingu með mælingu frá rannsóknstofu. Gefa strax glúkósu í æð (Evans, 1998). Hvenær á að taka blóðsykur hjá nýburum í áhættuhóp? Athugið að það er eðlilegt fall í blóðsykri eftir fœðingu í 2-3 klst. Ekki á að mœla blóðsykur á þessum tíma nema einungis ef aó barnið er talið vera í mjög mikilli áhœttu fyrir hypoglykemiu (barn móður sem er með sykursýki tegund /, er macrosomic eða hefur einkenni um hypoglykemiu). Hlutverk Ijósmóður í að fyrirbyggja hypoglykemiu Auk þess að meta rétt og greina hypo- glykemiu hjá nýbura er ljósmóðirin í lykilaðstöðu til að fyrirbyggja og minnka líkur á hypoglykemiu hjá heil- brigðum nýbura. Einfaldar en afar mikilvægar verklagsreglur ættu ljós- mæður alltaf að hafa í huga m.t.t. hypoglykemiu: 1. Að barnið fari fljótt á brjóst eftir Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.