Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 39
se svo sjálfsagt að varla þurfi að ræða þær. I nýjum verklagsreglum komi fram að ómskoðun við 18 vikur sé áfram tilboð og sé nú skilgreint sem fóstur- greining. Sé konan „óróleg“ geti hún fengið ómskoðun íyrr á meðgöngunni. Það er mat formannsins að ljósmæður verði að ræða þessi mál og taka afstöðu hl ofantalinna þátta, sem og siðfræði- legra atriða málsins, upplýsts vals og áhættuhugtaksins. Anne Marit óskaði einnig eftir um- ræðu um fræðsluefni og auglýsingar sem til dæmis pela-, bleyju- og lyfja- fyrirtæki vilja gefa konum. Almenn uniræða varð um efnið og vísað til siða- reglna ljósmæðra í löndunum. Það má segja að almennt seú ljósmæður sam- mála um að afhenda konunum ekki auglýsingaefni eins og bleyjusýnishorn og fleira í þeim dúr, en meta þurfi hverju sinni hvað sé auglýst til að mynda á ráðstefnum stéttarinnar. „Going South“ - Samstarfsverkefni Norðurlandasamtaka Ljósmæðra (NJF) og Norðurlandasamtaka Kvensjúkdóma og fæðingalækna (NFOG). NFOG hefúr boðið NJF að vera samstarfsaðili þeirra í verkefninu „Going South“ sem er verkefni sem er ætlað að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í að bregðast við hættuástandi i barneignar- ferlinu í þriðja heiminum. Minnt er á að árlega deyja um 500.000 konur vegna blæðinga eftir fæðingu, sýkinga, hás blóðþrýstings og langdreginna fæðinga. Ræddur var samningur um samstarfið og frekari útfærsla hans. Einnig var töluvert rætt um kostnaðarhlið málsins. Kit Hansen frá Danska ljósmæðrafé- laginu, ásamt Astu von Frenckell for- seta NJF eru tengiliðir samtakanna við NFOG. Næsti stjórnarfúndur verður haldinn í Færeyjum 28.-29. febrúar 2005 og næsta ráðstefna NJF í Finnlandi 4.-6. maí 2007 annaðhvort í Turku eða Helsinki. Getnaðarvörn m ■ i :■ : sinni hún aðeins að huga að getnaðarvörn niánilði NuvaRing' (etinýlestradíól / etónógestrel) er byltingarkennd nýjung í getnaðarvörnum. Nú þurfa konur ekki lengur að huga að getnaðarvörninni á hverjum degi. NuvaRing er auðveldur í notkun. Konan kemur hringnum sjálf fyrir og fjarlægir1. NuvaRing' veitir sama öryggi gegn þungun og samsettar getnaðarvarnar- pillur en inniheldur minna af hormónum’. í klínískum rannsóknum voru flestar konur - 96% sem notuðu hringinn ánægðar eða mjög ánægðar með þessa aðferð til getnaðarvarna'. t li iK.ni skiptir mili nuvartng dk • www.nuvahng ci Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 39

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.