Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2009, Síða 27
Störf fræðslunefndar veturinn 2008-2009 Starf fræðslunefndar, haustið 2008, byrjaði ekki á hefðbundnum hring- borðsumræðum heldur fórum við eftir hina miklu kjarabarráttu til Maggýar á Mecca Spa í október. Hún fór með okkur í meðgöngujóga og meðgöngusund og gæddum við okkur á hollum veitingum í lokin. Var mæting með ágætum og voru þar á meðal ófnskar ljósmæður sem létu mjög vel af námskeiðunum sem í boði eru. í nóvember fengum við Árdísi Kjart- ansdóttur, ljósmóður í Hreiðrinu til að segja okkur nánar frá veru sinni sem ljósmóðumema hjá Inu May Gaskin og var það mjög fróðlegt og sköpuðust góðar umræður um fæðingarfræðina sem okkur Ijósmæðrum leiddist ekki. Á “The Farm“„er margt með töluvert öðm sniði en við eigum að venjast og margt sem við getum lært af ljósmæðrunum þar. í byrjun desember vomm við með aðventufund þar sem við fengum til okkar góðan gest og fengum okkur jólagjögg. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Kópavogi og mótórhjólakappi kom og spjallaði við okkur á léttu nótunum í miðri kreppu og aðventu. Það er aldrei of mikið gert af því. I mars kom svo Sveinbjörg Brynjólfs- dóttir ljósmóðir á sængurkvennagangi og kynnti fyrir okkur mastersritgerð sína sem heitir “ „Það dró mig niður, alveg endalaust, þessi endalausi sársauki”. Reynsla og líðan kvenna sem fá verki í geirvörtur við brjóstagjöf,,. Mjög athygl- isvert verkefni og gott innlegg í umræður og fræðslu til ljósmæðra um brjóstagjöf- ina. Núna í haust hófust viðræður við Endurmenntun H.í. um möguleika á samstarfi um fræðslu og gerð var könnun um hvað ljósmæður vilja fræðast um. Er vinna við þær niðurstöður í vinnslu, sem gefur möguleika á fræðslu bæði til gamans og til að ávinna sér einingar upp í mastersnám. I nóvember kom Aðalbjörg Þorsteins- dóttir, sem rekur fyrirtækið Villimey og kynnti fyrir Ijósmæðrum kremin sem hún býr til úr íslenskum jurtum. Hún týnir sjálf íslenskar jurtir á Vestfjörðum og framleiðir kremin sín á sínurn heimavelli, á Tálknafirði. Fróðleg kynning þar á ferð og endaði hún á því að gefa ljósmæðrum sem mættu á fundinn krem að eigin vali og varasalva og færum við henna þakkir fyrir. Svo endar þetta ár á aðventufundi og jólaglöggi þann lO.desember. f.h. frœðslunefndar Steina Þórey Ragnarsdóttir formaður BONUS Heílbrigðistausnir ir Heilbrigöisstofnun Suðurlands Eirberg GlaxoSmithKline Áorka meiru, liða betur, lifa lengur sanofi aventis Because health matters V vistor Ljósmæðrablaðið - Desember 2009 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.