Einherji


Einherji - 22.09.1966, Blaðsíða 4

Einherji - 22.09.1966, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Fimmtudagur 22. septomber 1966 RAGNAR JÓHANNESSON: Getur Siglufjörður verið án síldarinnar? . Siglufjörður er síldarbær Siglufjörður er að mestu byggður upp sem síldarbær og vöxtur iians iyrr á árum stóð allur í sambandi vió síldina, sem hingað barst á land. Fólk fjölmennti til Siglufjaróar á hverju vori, hvaðanæfa af landinu, og fór að hausti með góða þén- ustu. Fjölmargir menntamenn þjóöarinnar eiga skólagöngu sina því að þakka aö þeir unnu á Siglufirði við síldar- vinnu á sumrum, fyrir mikl- um peningum, og gátu með þeim greitt námskostnað á vetrum. Síðar fór að halla undan fæti, iþegar síldin færðist á fjarlægari mið, og engir möguleikar á að flytja hana hingað sem hráefni. Fólk tók að flytja burtu og íbúatala bæjarins fækkaði úr rúmum 3100 manns í rúm 2500, eða um 20% á nokkrum árum. Fækkunin er þó noikkru meiri, ef eðli- leg fólksfjölgun væri tekin með. Sumir hafa misst trúna á Siglufjörð sem síldarbæjar og hafa talið að bezt mimdi vera að láta síldina eiga sig en taka upp aðrar a'tvinnu- greinar. En mér finnsit að þetta sé nokkuð vafasöm kenning og vil færa nökkur rök að því gagnstæða. Viimuafl í ýmsum atvinnugreinum í þessu sambandi hefi ég lauslega athugað hvað mikið vinnuafl var bundið í hinurn ýmsu atvixmugreinum í Siglufirði árið 1965. Kemur þá 1 ljós, að þegar undan er skilið það vinnuafl, sem bundið er við verzlun, bankastarfsemi og sjóvinnu um borð í fiskiskipum og bátum, að þá er 45% vinnu- aflsins í heild bundið við síldariðnað, þ.e.a.s. síldar- bræðslu, söltun, niðurlagn- ingu, tunnusmíði og síldar- sölu (síldarútvegsnefnd). Þá kemur annar fiskiðnaður, frystihús, fisksöltun, skreið- arframleiðsla og landmenn við báta, um 13%%. Við tunnusmíði, vinnslu sjávaraf- urða í landi og sölu þeirra var því bundið um 58%% vinnuaflsins. Ef sjómenn á togaranum og fiskiskipum, er skráð eru á Siglufirði, eru teknir með í þessa athugun, þá lætur nærri að 65% af heildarvinnuafli atvinnu- rekstrarins í Siglufirði 1965 sé bundið við vinnslu sjávar- afurði og útgerð. Það vinnuafl, sem tengt var byggingariðnaði og tré- smíðaverkstæðum, var hins vegar ekki nema 7,4% af heildar-vinnuaflinu í áður- greindum atvinnugreinum. Annar iðnaður er sáralítill, nema vélsmíðaiðnaður í sam- bandi við síldarverksmiðj- urnar, en hann var tekinn með undir þeirra starfsemi. Iðnaðinn og fjölbreytni í atvinnurekstri ber auðvitað að styðja og efla á allan til- tækilegan hátt og stuðla að því, að nýjar atvinnugreinar verði starfræki.ar Lér, en hins vegar verour ekai geng- íö fram hjá þeirri staðreyna, að síldariðnaóurinn, bæði siidarbræösia, siidarsöltun og niðurlagmng, skipa enn veglegan sess í atvinnu- rekstrmum hér, eða allt að o0%. Um mannf jölda við þenn- an átvinnurekstur hef ég ekki nákvæmar tölur, en þo munu vera á vegum SR við síidarverksmiðjur í sumar um 150 manns, og á vegum Kauðku, yfir driftartímann, um 40 manns. I hraðfrysti- húsi Sft hafa verið í sumar um 100 manns, en að vetr- inum er þetta nokkuð lægra, eoa um 60—70 manns. Hraðfrystihúsið Isafold þarf um 30 manns, þegar unnið er. Þarna er þvi í vinnu um 320 manns. Frá söitunarstöðvunum hef ég ekki tölur um fast starfs- ■fólk í sumar, en nokkrir karlmenn munu þó vera fast ráðnir á stöðvimum auk stúlkna. Á þessu lauslega yfirliti sést, að ef skipta á yfir í aðrar atvinnugreinar, er það svo mikið átak, að óhugs- andi er, að það sé hægt að gera á stuttum tíma. Auk þess er þá iiætta á, að millj. verðmæta í söltunarstöðvum hér, grotni niður og eigend- ur þeirra flosni upp. 1 þriðja lagi mundi hafn- arsjóður og vatnsveita tapa miklum tekjum, því léttur iðnaður mundi skila sára- litlu í vatnsskatít og hafnar- gjöld, þar sem líkur eru til, að flutningar á iðnaðarvarn- ingi færi að miiklu leyti fram með bifreiðum og færu því alveg fram hjá hafnarsjóði. Mér finnst því, að það þurfi að hefja láróður fyrir samhæfðum aðgerðum til að stórauka síldariðnaðinn hér, bæði bræðslu, söltun og nið- urlagningu. Atvinnutækin eru til og þjálfað starfsfólk Það sem sérstaklega ber að athuga í þessu sambandi og eru sterk rök, er það, að hér í Siglufirði eru atvinnu- tækin til, það þarf ekki að byggja ný eins og á Aust- fjörðum og fjárfesta geysi- legar upphæðir í nýbygging- um. Hér eru stærstu síldarverk smiðjur landsins saman- komnar á einn stað, sem geta brætt um 23 þús. mál á sólarhring, 20 síldarverkun- arstöðvar og tvær niður- lagningarverksmiðjur fyrir síld og aðrar sjávarafurðir. Þar að auki er hér þaul- þjálfað starfsfólk bæði til að vinna í síldarverksmiðjum og að síldarsöltun, enda hefur það sýnt sig, að bezt verk- aða síldin er einmitt héðan frá Siglufirði. Hér eru því atvinnutækin til, án verulegra nýrra f jár- festinga, þaulþjálfað starfs- fólk og ágæt hafnarskilyrði. Allt þetta mælir með því, að hingað eigi að flytja síldar- hráefnið til atvinnutækjanna heldur en að byggja ný með ærnum kostnaði þar sem líka vantar xóik til ao vhina i stórum stíl eins og dæmin sanna frá Austfjörðum. Þetta eigum við að nota til að opna augu ráðamanna fjármagns og þeirra, er fara með síldarmálin, fyrir því, að hingað verði teknir upp síldarflutningar í stór- um stíl bæði í bræðslu og til söltunar. Þetta er vissulega hægt og er þegar hafin veglegur vísir að, með tilkomu hins glæsi- lega síldarflutningaskips SR, „Haferninum.“ Þetta skip getur flultt ea 23 þús. mál i ferð af fjarlægum miðum. Það sem mér þótti þó sér- staklega vænt um við komu þessa skips, voru þau um- mæli Sveins Benediktssonar, formanns stjórnar SR, og líklega ráðamesta manns i síldarmálum á íslandi í dag, að nú væri sá tími búinn, að elta síldina með síldarverk- smiðjunum, heldur væri rétt- ara að flytja síldina af fjar- lægari miðum, að þeim verk- smiðjum, sem fyrir væru og vantaði hráefni, og þá sér- staklega til Siglufjarðar og Skagastrandar. Sveinn sagði þetta ekki nákvæmlega með þessum orðum, en meiningin var sú sama. Undir þetta álit tók Sigurður Ágústsson stjórnarnefndarmaður SR, og fleiri. Stefnubreyting Við Siglfirðingar megum vissulega fagna þessari stefnubreytingu í síldarmál- um og vissulega vænta þess, að þetta sé aðeins byrjun á öðru meiru. Haförninn er nú búinn að fara fjórar ferðir og flytja hingað um 64 þús. mál. Mun láta nærri, að hrá- efnisverð þessa síldarmagns sé um 14.7 milljónir króna. Vinnulaun við vinnslu þess- arar síldar eru mikil, en um þau hefi ég ekki tölur. Á þessu sést, hvað mikils virði það er að hafa full- komið skip til þessara flutn- inga. Ef þett-a skip hefði nú verið til strax í vor þegar síld fór að veiðast, hefði það verið búið að flytja hingað mikið meira magn. Væri þessi skip tvö, mundi vinnsla úr þeim sennilega ná að mestu saman, þegar veiði er stöðug og gæftir sæmileg- ar. Um það er því enginn ágreiningur, að hægt er að flytja síld til bræðslu og lík- ur fyrir að afkoman verði því betri sem meira er flutt. Hins vegar hafa verið skipt- ar skoðanir um það, hvort hægt væri að flytja síld af fjarlægari miðum hingað til söltunar. Fyrir þessu hefur nú fengizt nokkur reynsla, sem eindregið bendir fil þess, að hægt sé að gera það með góðum útbúnaði. í fyrrasumar var gerð tilraun með flutning á síld til sölt- unar með b/v Þorsteini Þorskabít. Þessir flutningar gáfu fyllilega vísbendingu um, að þetta væri vel hægt með góðum árangri, ef út- búnaður í flutningaskipinu væri góður og fullkominn. Þá er fengin reynsla fyrir því, að stærri síldveiðiskip- in, sem hafa kæhútbúnað í lestum og útbúnað til að geyma síld í kældum sjó, eða ís, geta komið með mjög sæmilega vöru til söltunar af fjarlægum miðum og hafa gert þaó. Það þarf því að hvetja þessi stóru skip til að fullkomna aðferðir sinar til að geyma síldina á sem bezt- an hátt og greiða þeim það miikið fyrir flutninginn, að þeir telji sig hafa hag af. I öðru lagi þarf að hafa forgöngu um að kaupa og reka fullkomið síldarflutn- ingaskip fyrir síld til sölt- unar, sem yrði þá sérstak- lega útbúið til þess. Við útbúnað á því sldpi þyrfti að styðjast við þá reynslu, sem þegar er fengin af flutn- ingi á síld af f jarlægum mið- um til söltunar og fá sér- fræðinga og vana síldverk- unarmenn til að leggja á ráðin um allan útbúnað. Ég er ekiki í nokkrum vafa um að þetta er hægt með góðum árangri, hvað 'geymsluþol síldarinnar snertir. í þessu sambandi vil ég benda á, að fyrir nokkrum dögum var lítill 55 tonna bátur, Tjaldur, sendur með reknet á f jarlæg- ari mið til að reyna fyrir sér þar með veiðar. Þessi bátur fékk að vísu lítinn afla, eða 45 tunnur, en hann kom með síldina í ágætu á- sigkomulagi ihingað itil Siglu- ijarðar til söltunar og var þó sumt af henni fjögurra sólarhringa gömul. Báturinn hafði með tómtunnur í túr- inn, skóflaði síldinni í tunn- urnar, setti síðan á þær pækil og þannig geymdist síldin ágætlega og var síðan söltuð hér. Þetta er enn ein sönnunin fyrir því, hvað hægt er að gera, ef vilji og framtak er fyrir hendi. Eins og ég hefi tekið fram eru hér 20 síldarsöltunar- stöðvar og þaulvant síld- verkunarfólk. Það er því pýðingarmikið að geta látið þessar stöðvar hafa meira hráefni til starfrækslu en verið hefur. Á sl. ári voru saltaðar hér í Siglufirði til útflutnings 19.802 tunnur, meira var það ekki vegna hráefnisskorts. Þetta magn væri vissulega hægt að marg falda, ef hráefni væri fyrir hendi. títflutningsverðmæti salt- síldar mikið hærra en á síld til bræðslu Nú í sumar, til 1. sept., var búið að salta um 18 þús. tunnur í Siglufirði og ekki gott að spá um áframhaldið. Hins vegar hefði verið hægt að salta hér mikið meira, ef hráefni hefði verið fyrir hendi. Þó auðvitað sé gott að fá til Siglufjarðar sem mest af síld til bræðslu í verksmiðjurnar, er þó ennþá betra að fá hana til söltunar, og vil ég gera nokkra grein fyrir því. Árið 1965 var útflutnings- verðmæti hvers síldarmáls, sem fór til bræðslu, ca kr. 450,00 (mjöl og lýsi), en sama síldarmagn til söltun- ar gerði um kr. 1.200,00 með tunnu. Þarna munar þvi á útflutningsverðmætinu einu, þegar tunnuverðið er dregið frá (kr. 210,00) um kr. 540,00 á hverju síldarmáli, eða 55%. Þar að auki eru svo vinnulaun við saltsíldina mikið hærri en við bræðslu. Talið er að vinnulaun við að bræða síldarmálið sé frá 30 —50 kr., en við hverja salt- síldartunnu um kr. 400,00, svo að það er ekkert lítið, sem saltsíldin skaffar meira í vinnulaunum og gjaldeyri en bræðslusíldin. Þetta sann- ar m.a., hvaö Siglufjörður hefur miikilla hagsmuna að gæta af því ,að síldarsöltun verði stóraukin með flutn- ingi á hráefni til söltunar- stöðva á staðnum. Fyrir ut- an það, að með því er hægt að bjarga milljónum verð- mæta frá eyðileggingu, en þar á ég við söltunarstöðv- arnar, sem nú eru margar hverjar að grotna niður vegna þess að eigendur þeirra hafa ekki efni á að halda þeim við. Hagsmunir útvegsins og útflutningsafkomu þjóðarinnar Það eru ekki einungis hagsmunir Siglufjarðar og annarra sambærilegra staða á Norðurlandi, sem hér eru í veði heldur hagsmunir síld- veiöifiotans og gjaldeyrisaf- koma þjóoarinnar, að hægt sé að stórauka síldveiðina með því að sækja síldina til veiðiskipanna úti á miðun- um og spara þeim nokkra daga töf og veiðitap, þegar mikil síld er kannski, dag eftir dag á miðunum. Um þetta eru til ljós dæmi. T.d. aflaði vélskipið Gísli Árni 9000 tunnur síldar á einum sólarhring í sumar og var verðmæti aflans um 1% millj. kr. Þetta gerðist með þeim hætti, að síldarflutn- íngaskip var á miðunum. I d.o gat Gísli Árni landað tvisvar, en með þriðja farm- inn sigldi skipið til Ólafs- fjarðar og var saltað af því þar. 1 sumar hefur það oft komið fyrir að vegna þess að síldarfluitningaskip voru á miðunum hafa síldveiðiskip- in getað losað í þau og hald- ið viðstöðulaust áfram veið- um í stað þess að eyða 2—3 sólarhringum, í siglingu og losun í landi og ófyrirsjáan- legu veiðitapi. Þessi dæmi læt ég nægja til að sýna fram á óumdeil- anlega hagsmuni útvegsins sjálfs við það að skapa honum möguleika á að losa afla á fjarlægum miðum í síldarflutningaskip, sem auð- vitað þarf að fjölga. Hver á að bera kostnað af síldarflutningum? Eins og þessum málum er nú háttað, þá fá síldveiði- skipin, er losa í flutninga- skip á miðunum, 22 aurum lægra verð fyrir hvert kg af síld til bræðslu en skráð er. Þessir 22 aurar eru þá til þess að mæta flutnings- kostnaði á bræðslusíld. Það sem til vantar, ef eitthvað er, verða þá verksmiðjurnar að greiða. Þau stærri síld- veiðiskip, sem koma með síld til söltunar af fjarlægum miðum, á hafnir á Norður- landi, fá hins vegar kr. 60,00 nr. uppsaltaða ttunnu. Þetta gjald er greitt af tveim að- ilum þannig: Saltendur greiða kr. 20,00 pr. tunnu, en atvinnumála- sjóður ikr. 40,00 pr. tunnu. T.d. kom v.s. Keflvíking- ur til Siglufjarðar í byrjun sept. í fyrra með söltunar- síld af fjarlægum miðum. Til verkunar fóru 1026 upp- saltaðar tunnur og skipið fékk því kr. 61.560,00 fyrir flutninginn. Þetta er því ekki lítill peningur fyrir þau skip, er hafa útbúnað til

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.