Einherji


Einherji - 22.09.1966, Blaðsíða 2

Einherji - 22.09.1966, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Fimmtudíigur 22. september lft66 Blað FramsóÉtnarmanna f Norðu rlandsbjördiwni vestra Ábyrgöarmaður: Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00. Gjalddagi 1. jálí Siglufjarðarprentsmiðja Uppgjafarvitni Þorri manna rœðir eltki um annað meir en þá óðaverð- bóigu, sem nú geysist fram með æ vaxandi hraða. Hún ríður húsum um gervallt land, svo að hriktir í öllum við- mn Framleiðslan stynur undir oki verðbólgunnar. Oddvit- ar landbúnaöar, útgerðar, iðnaðar — allir eru þeir á einu máli um, að öli framleiðs'a sé á heljarjjröm. hkipafélögin kvarta, fiugféiögin kvarta — allir kvarta, þeir sem ein- hvern rekstur hafa með höndum. Launameim og verka- meinn telja sig vanhaldna. Verðbólgan setur allt úr skorðum. . i i öll f járfesting er skipulagslaus. Tuguiii og hundruðum milijóna er ausíð í framkvæmdir, sem engan arð færa þjóðarbúinu, þótt fáir einstaklingar kumd þar að draga vænan drátt. Þarna má ekki stinga við fótum- Það væru „höft“. Framleiðslan er afskipt um lánsfé. Samvinnufé- lögin, sem samkvæmt hinnm háþróaða félagsmálaskiln- ingi Morgunbl. eru „þröng sérhagsmunaklíka,“ eru af- skipt nm lánsfé. Þó er þeim gert að skyldu að láta af hendi milljónir af aflafé sinna mörgu félagsmanna til frystingar í Seðlabankanum. Þetta og þvíumlíkt eru ekki ,>höít“, samkvæmt skilgreiningu hagfræðifrófessorsins. Það er frelsi, dæmigert íhaldsfrelsi. Snöru má ekki nefna í hengds manns húsi. Ríkisstjómin lofaði í öndverðu að stöðva verðbólguna. Lífverðir hennar hafa að vísu borið á móti þessu, þ.á.m. hagfræðiprófessorinn. Hann kemst raunar ekki fram hjá hinmn frægu og hreinskilningslegu ummælum Ólafs heit- ins Thors. En hann er nógu forsjáil til að segja: ,^Ég fyrir mitt leyti legg allt annan skilning í þessi ummæli hans, sem stjómarandstæðingar í seinni tíð hafa svo oft vitnað til.“ Hinn persónulegi skilningur hagfræðiprðfess- orsins á mæltu máii er sem sé aimar og sjálfsagt æðri mikln öllum skilningi almennings. Ríkisstjórnin hefur ekki getað efnt loforð sitt um stöðvun verðbólgunnar. Þetta vita allir- Hún hefur ekki einu sinni haft neina raunhæfa tilburði í þá átt að hamla gegn hraðvexti verðbólgunnar, heldur hið gagnstæða. Ihaldsprófessorinn og sálufélagar hans vilja firra ríkis- stjórnina allri ábyrgð á ástandinu. Prófessorinn segir í Morgunbl. 23. júni: „En á framleiðslukostnaðinn getur hið opinbera lítil bein áhrif haft, þar sem hann er fyrst og fremst kaupgjald þeirra, sem að framleiðslunni vinna, en kaupgjaldið er ákveðið af samningum milli atvinnu- rekendana og launþega, sem ríkisvaldið getur aðeins haft óbein áhrif á.“ Hann minnist ekki á rekstrarvörur atvinnuveganna, ekki á vexti, ekki á skatta, söluskatt né aðra. Hafa þessir liðir þá engin áhrif á framleiðslukostnaðinn og þróun verðbólgunnar? Hefur hið opinbera beitt áhrifiun sínum til lækkunar þessum liðum — eða hækkunar? Prófessorinn sér ekkert nema kaupgjaldið. Og þar leyfir hann sér að umhverfa þeim sannleika, að það eru ekki atvinnurekendur, heldur sjálft ríkisvaldið, sem verið hefur hinn raunverulegi samningsaðili gagnvart launþeg- um í öllum meiri háttar kjarasamningum að undanförnu. Prófessorinn talar um óheiðarlegan málfiutning and- stæðinga. Þetta er víst hinn „heiðarlegi“ málflutningur. 1 þvílíkt öngþveiti geta jafnvel mætir menn rekizt í vörn íyrir vondum málstð. Um Morgunbiaðið þykir slíkt ekki tUtökumál. Ríkisstjórnin er engilhrein. Stundum er það þjóðin, stundum stjórnarandstaðan, sem á alla sök. Hún er hinn svarti sauður. Nú hælast stjórnarblöðin um yfir því, að ríkisstjórnin hafi óskorað traust meiri hluta þjóðarinnar. Til hvers má ætlast af ríkisstjórn, sem hefur öruggt meirihluta fylgi? Á hún ekki að hafa forystu? Á hún ekki, með tilstyrk sinnar öruggu áhafnar, að sigla fley- inu út úr ölium ólgusjó? Á hún að láta illviljaðan minni- hluta taka af sér ráðin og sigia öllu norður og niður? Eða er hún rekald eitt, sem veltur sitt á hvað í brim- garðinum? Hvernig á að koma því heim og saman að rikisstjóra, sem státar af öruggum meirihluta, skuii ekki geta stjómað með tilstyrk þessa meirihluta og fundið færa leið út úr þeim ógöngum, sem þjóðin hefur ratað í — undir hennar forystu? Sannleikurinn er auðvitað sá, að stjómin hefur löngu gefizt upp við að stjóma. ólafur Bjömsson, hagfræði- prófessor, viðurkennir þetta hreinlega og orðar það svo: „Það er raunverulega aðeins um tvær stefnur í efna- hagsmálum að ræða, að halda áfram sömu stefnu sem fylgt hefur verið eða hverfa aftur að haftafyrirkomu- laginu.“ Með öðrum orðum: Annað hvort æ vaxandi óðaverð- bólgu eða óþolandi höft- Mundi ekki þessi helzti málsvari ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum vera talinn nægilega öraggt uppgjafar- vitni? Gísli Magnússon. Reytingsafli. Stirðar gæftir. Heyskap lokið. Skagaströnd, 16. sept. iíér lieíui- verið góu uð, piurua- samt og flestir lokið heyskap. Heyfengur er minni en oft áður en nýting góð. jÞrír bátar stunda enn snurvoð og fiska sæmilega pegar gefur, en gæftir eru stirðar. jEinstaka fara á færi. Helga Björg og Húni H. stunda enn sildveiðar fyrir austan og fiska sæmilega. Sauðfjárslátrun mun hefjast hér um 20. sept. Gert er ráð fyrir að siátra 4—5 þús. fjár. — P.J. KENNABI og SKÓLASTJÓRI í 43 ÁR ....PáU Jónsson, skólastjóri, Skaga strönd, hefur nú látið af skóla- stjórn sökum aldurs og eigi vit- að um hver við tekur. PáU hefur fengizt við kennslu í 43 ár og þar af skólastjóri í Höfðahr. síðan 1939 og var hann fyrsti kennari er skipaður var þar, þegar hreppnum var skipt. PáU hefur reynzt góður og far- sæU skólamaður. Ágæt fyrirmynd nemendum sínum, bæði í orði og verki, og sUkt eru beztu eftirmæli sem góður skólamaður getur hlotið. Skagabyggðir hafa því PáU mikið að þakka. Heyskap lokið. — 1 Reykja- skóla verða 120 nemendur. Reykjaskóla, 16. sept. Heyskap er lokið hér um slóðir, enda tið hagstæð nú um skeið. Heyfengur mun vera með minna Samþykktir um héraðsmál Framhald at 8 síðu sóknir og sölustarfsemi í þágu útflutningsatvinnuveganna, og leggur áherzlu á framkvæmd þeirra ályktunar. 6. FRAKVÆMD AÁÆTLUN : Kjördæmisþingið telur nauðsynlegt að nú þegar sé hafizt handa um gerð framkvæmdaáætlunar fyrir Norðurland vestra. Telur þingið sérstaka nauðsyn á því vegna hins alvarlega atvinnuástands í þeim landshluta. Jafnframt bendir þingið á, að æskilegt sé, að þingmönn- um kjördæmisins sé gefinn kostur á að eiga beina aðild að gerð þeirrar áætlunar. 7. ATVINNUMÁLANEFND : Kjördæmisþingið samþykkir að kjósa Atvinnumálanefnd Fram- sóknarflokksíns í Norðurlandskjördæmi vestra. Nefndin skal skipuð 6 mönnum auk alþingismanna flokksins í kjördæminu. Nefndina skal kjósa til tveggja ára í senn og í fyrsta sinn á nú- verandi kjördæmisþingi. Nefndin velur sér formann og ritara. Nefndin skal fylgjast vel með ástandi og horfum í atvinnumálum í kjördæminu og gera tillögur til þingflokksins um þær útbætur, sem hún telur farsælastar tii árangurs hverju sinni. 8. TEKJUSTOFNAR SVEITARFÉLAGA : Kjördæmisþingið skorar á næsta Alþingi að gera eftirfarandi breyt- ingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. 1. Aðstöðugjöld verði hlutfallslega jafnhá um allt land, hjá þeim sveitarfélögum, sem nota þann tekjustofn. Þó er sveitarfélagi heimilt ef þörf krefur að leggja allt að 5% ofan á álögð aðstöðugjöld, enda sé ákveðin hlutfallslega sama hækkun á útsvörum frá lögákveðnum útsvarsstiga hjá sveitarfélaginu. 2. Hækkun útsvara, frá lögákveðnum útsvarsstiga, fari ekki fram úr 5%, í stað 20% í gildandi lögum. 9. L ANDBÚN AÐ ARMÁL : Kjördæmisþingið styður eindregið þá kröfu Stéttarsambands bænda að ríkissjóður greiði fullar útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir á meðan bændur eru að breyta framleiðslunni eftir markaðsmögu- leikum, enda á sá halli, sem orðið hefur á útflutningi landbúnaðaraf- urða, rót sína að rekja til efnahagsmálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá lýsir þinglð fylgi við frumvörp Framsóknarmanna á Alþingi um eflingu Veðdeildar Búnaðarbankans, samvinnubúskap og bústofns- lánasjóð. 10. S JÁVARÚTVEGSMÁL : Kjördæmisþingið skorar á stjórn Síldarverksmiðja rikisins að halda áfram á þeirri braut, sem farið var inn á við kaup á síldar- flutningaskipinu Hafernlnum. Jafnframt verði gaumgæfilega athugaðir möguleikar á því að flytja fisk til fiskvinnslustöðva í kjördæminu, sem vantar hráefni. Þá skorar kjördæmisþingið á Síldarútvegsnefnd að hafa forgöngu um, að flutningar á síld til söltunar verði hafinr á komandi sumri til hafna á Norðurlandi. 11. IÐNAÐARMÁL: Kjördæmisþingið leggur áherzlu á, að iðnaður verði aukinn og efldur í kaupstöðum og kauptúnum kjördæmisins, í þeirri trú, að með því sé stefnt að lausn á árstímabundnu atvinnuleysi og tryggð verði sem bezt lífskjör. Auk framleiðslu á margs konar nauðsynjavörur til notkunar inn- anlands, verði lögð höfuðáherzla á vinnslu sjávar- og landbúnaðar- afurða til útflutnings. Tollamál iðnaðarins verði tekin til endurskoðunar og nauðsynlegra leiðréttinga. Einnig telur þingið eðlilegt og sjálfsagt, að iðnaðurinn njóti sömu aðstöðu og sjávarútvegur og landbúnaður um endurkaup framleiðslu- hráefnavixla. Kjördæmisþinglð samþykkir að skora á ríkisstjómina að láta koma til framkvæmda lögin um lýsisherzluverksmiðju á Siglufirði. Jafnframt lýsir kjördæmisþingið stuðningl sinum við þá fyrirætlan Siglfirðinga að byggja og reka dráttarbraut á Siglufirði og skorar því á vitamálastjóra og rikisstjóm að yeita leyfi til þess og aðra nauð- synlega fyrirgreiðsla. móti en nýting góð. Nokkuð bar á kali á sumum bæjum og er heyfengur ali misjafn af því. Mun verða fargað meira af stór- gripum en venjulega. Skóiinn tekur hér til starfa um næstu mánaðamót. Er það gagn- fræðadeild, 3. bekkur, er þá kem- ur í skólann. 1. og 2. bekkur koma um miðjan okt. Það verða 120 nemendur í skólanum í vetur og er það meira en fullsetið. Kennarar verða 6 auk skóla- stjóra. Þess er vænzt að hægt verðl að taka í notkun hluta af nýrri byggingu, heimavist fyrir 28 nemendur, og bætir það nokk- uð úr húsrými skólans. Er það um helmingur þess, er koma skal. — Ó.K. Kartöfluspretta sáralitil. Heyfengur sæmilegur. Ganguamenu við Langjökul tala heim í Vatnsdal. Ási, Vatnsdal, 16. sept. Góð tíð undanfarna daga og lok heyskapar því farsæl. Háar- spretta er hér litU og sums stað- ar engin og töðufengur því minni en oft áður. Nokkuð hafa menn bætt sér það upp með þvi að heyja á eylendi (flæði engj- um), einkurn í Sveinsstaðahr. Kartöfiuspretta sáralítU og sums staðar engin, enda féUu kartöflugrös víða í ágúst. Menn munu fækka kúm og nautpeningi. Féð virðist heldur lélegt og mjög misjafnt. Nú eru menn í göngum. Fóru í fyrradag en koma ekki tíl rétta fyrr en á laugardag og sunnn- dag. 1 dag eru þeir stáddir suður undir LangjökU og segja að sér Uði vel og allt gangi að ósktun. Við getum sem sagt talað við þá, því þeir hafa talstöðvar meö sér og geta haft samband við byggð og líka hver við annan. Er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Réttað verður hér á suunu- dag og mánudag. Aðalréttirnar, vestan Blöndu, eru: Undirfeils- rétt, Tungurétt og Auðkúlurétt. Farið verður í hrossasmölun 28. sept og stóðið réttað 1. okt, og er þá taUð að öUum réttarn só lokið. — GJ. Sauðárkróki 14. sept. Sauðfjárslátrun er hafin hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hófst hún 12. sept. og mun ljúka um miðjan okt Áætlað er að slátra 41 þús. fjár. Er það um 2 þús. fleira en í fyrra. Slátrað er um 1400 kindum á dag 5 daga vik- unnar og vinna yfir 100 manns við sláturhúsið. Vænleiki dilka virðist í meðal- lagi. Áður en sauðfjárslátrun hófst var slátrað 100 stórgripum, og þegar sauðfjárslátrun lýkur mun verða lógað stórgripum, lík- lega fleirum en nokkru slnni fyrr. NORBURLAND FRAMHALD AF 1. SÍBU arnir 12.531. 1 kauptúnum 2.968 og í sveltum 5.656. NORÐURLAND VESTRA Þar voru íbúarnir 10.267 í tveimur kaupstöðum og þremur sýslufélögum og hafði aðeins fjölgað um 26 á síðustu 5 árum. I kaupstöðunum 2, Siglufirði og Sauðárkróki voru aðeins 8.862 í- búar, í kauptúnunum 5 1918 og í sveitum 4.487 íbúar. Á Sauðárkróki hafði íbúunum fjölgað um 185 á síðustu 5 árum, eða 15.3%. í Siglufirði hafði þeim fækkað um 208 á fimm árnm. I kauptúnunum 5 hafði þeim fjölg- að um 95 en í sveitunum fækkað um 46, eða 1%. Eins og þessar tölur sýna, hefur orðlð óeðlileg fólksfækkun á elnstöku stöðum á Norðurlandi vestra, og eru orsak- irnar fyrst og fremst hin mögru ár sjávarútvegsins á þessum stöð- m

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.