Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDACUR 18. OKTÓBER 2004 Fréttir -OV í DV á mánudögum • Bamshafandi konur ættu að gefa gaum nýút- komnum bæklingi sem fjallar um mataræði á meðgöngu. Fjallað er um helstu atriði varð- andi fæðuval, hreyfingu og hreinlæti við matargerð sem skiptir máli á meðgöngunni. Þá er að finna ráðleggingar um hæfi lega þyngdaraukningu. Miðstöð mæðravemdar sér um dreifingu bæklingsins og kostar harm 100 krónur. • Frelsisfólk Og Vodafone getur nú fyllt á síma sfna í gegnum kassakerfi Hagkaupa. Sérstakt kynningartil- boð af þessu tilefni er í gangi í verslunum Hag- kaupa þessa dagana. Áður hefur samskonar fylling verið í boði í Select og innan skamms bætast Shellstöðvamar við. • Húsbúnaðarverslunin Kokka býð- ur ókeypis heimsendingu í október og ætti að vera kjörið tækifæri fyrir þá sem búa utan höfuðborgarinnar. Tilefiúð er að verslunin hefur opnað nýjan vef, www.kokka.is, þar sem hægt er að skoða vaming verslunarinnar. • Eldavéladagar standa nú yfir í Heimilistækjum. Þetta felur í sér að veitt em tilboð á nokkrum tegund- um eldavéla - mest er um rafmagns- eldavélar en einnig em nokkrar TékMistinn Svefnleysi og svefntruflanir geta komiö hart niður á okkur og truflað hið daglega Iff. Svefntöfl- ur eru ekki besta lausnin og langoftast er hægt að bæta svefninn með öðrum og heil- brigöari ráðum. Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa f huga efsvefninn lætur standa á sér. / Það er mikilvægt að hafa reglu á hlutunum. Best er að fara snemma á fætur og reyna að fara alltafá sama tlma f háttinn. / Rólegt kvöld getur gert gæfumuninn. Kósí stemning f daufri birtu, ekki verra að hafa kertaljós, gerir flesta syfjaða. / Góð bókerfrá- bærendir á góðum degi og ekki úr vegi aö hafa ró- lega tónlistl bakgrunn Isvefn- herberginu. Kofffn er eitureinsog allir vita og sérstakiega á kvöldin. Látið kaffi, te og kóla- drykki vera eftir að skyggja tekur. / Það er mjög slakandi að fara í heitt bað eða sturtu síðla kvölds. / Þótt áfengi virki slævandi á flesta er það síður en svo svefnaukandi. Þeir sem eiga erfitt með svefn ættu að sleppa víndrykkju. / Ferskt og gott loft ísvefnher- berginu skiptir miklu máli og best að hafa fremur svalt þar sem sofið er. Llfið OP Kristín Karlsdóttir greindist með krabba- mein í brjósti í desember 1998. í dag er hún útivinnandi garðyrkjufræðingur og lætur stelpurnar sínar læra heima í verkfalli grunnskólakennara. „Ég greindist með brjóstakrabba- mein árið 1998, 38 ára gömul, eigin- kona og móðir þriggja dætra. Ég fann ber í vinstra brjóstinu um miðjan des- ember og datt ekki í hug að það væri krabbamein. Að fá krabbamein fyrir fertugt var ekki inni í myndinni hjá mér,“ segir Kristín. „Ég dreif mig strax í skoðun og þá kom strax í ljós að ég var með illkynja æxli og beinskemmd í kjálka. Um tíu dögum síðar var brjóstið skorið burt og skafið undan holhöndinni. Þetta tímabil var hrika- legt, að vera kippt svona út úr daglega lífinu. Og að upplifa alla óvissuna meðan við vorum að bíða eftir niður- stöðunni. Allt í einu er maður kominn út í eitthvað sem maður þekkir ekki og það er svo sannarlega ógnvekjandi. Að missa brjóst er áfall fyrir hverja konu því bijóstið er jú partur af kven- ímyndinni." Þar sem eidar undir hol- höndinni voru sýktir var Kristín drifin í lyijameðferð strax í byrjun janúar. Hins vegar reyndist beinskemmdin vera góðkynja. „Lyfjameðferðin stóð yfir í hálft ár og var mjög erfið,“ segir Kristín. Hún lagðist átta sinnum inn á sjúkrahús og daglangt var dælt í hana lyfjum og blóði. Á þessum 6 mánuð- um runnu tæplega 20 lítrar af lyfjum í gegnum líkama hennar. „Ég varð mjög veik af aukaverkunum eins og nær allir sem ganga í gegnum lyfja- meðferð. Aukaverkanir lýsa sér m.a. í miklum slappleika, loildaköstum, ógleði og eins að blæðingar hætta. Ég fékk t.a.m. sár í munninn og mikla beinverki og þeir stóðu dögum sam- an. Þrekleysið jókst eftir því sem leið á lyfjameðferðina," segir Kristín. „Að missa háríð var ótrúlegt áfall, að fínna það losna. En hins vegar fannst mér allt ílagi að vera sköllótt." Fjölskyldan „Maðurinn minn hélt utan um mig allan þenna tíma og einnig móðir mín. Dætur mínar voru 4, 8 og 16 ára þegar ég var í lyfjameðferðinni, sú yngsta var kannski ekkert sérlega meðvituð um ástandið. En ég leyfði þeim að fylgjast með öllu. Maðurinn minn rakaði af mér hárið áður en það fór að detta af og stelpumar horfðu atburðinn. Við gerðum þetta eftir að ég var búin að taka einn hárlokk og eftir sat skalla- hringur á höfðinu. Að missa hárið var ótrúlegt áfall, að finna það losna. En hins vegar fannst mér allt í lagi að vera sköllótt. Það er allt annað," segir Krist- ín. „Ég reyndi alltaf að vera á fótum þegar stelpumar vom heima og klæddi mig áður en þær komu heim úr skólanum og leikskólanum." Haldreipið, lífið og loforðið „Ég upplifði mig mjög ömgga meðan ég var í lyfjameðferðinni, en það er í rauninni viss bilun. Meðferð- in varð einskonar haldreipi í lffinu. að vera í meðferð tryggði einhvemveg- inn að ég myndi lifa þetta af. Maður fer í meðferðina - það er ekkert val," segir Kristín. Kristfn og Gosi Ljónshjarta köttur „Ég hlakka til að eldast. „Áður en ég greindist var ég búin að vera heimavinnandi húsmóðir í nokkur ár. Ég hafði áhuga á að fara í Garðyrkjuskólann en fannst það fjarlægur draumur," segir Kristín. „Maðurinn minn hafði gefið mér Blómabókina hennar Hólmfríðar í jólagjöf og í veikindunum skoðaði ég hana og sagði við sjálfa mig; „Ef ég lifi þetta af þá fer ég í Garðyrkju- skólann." Það gekk eftir og ég út- skrifaðist sem garðyrkjufræðingur fyrir tveimur árum. Með ómetan- legri hjá mannsins míns og tengda- móður." Samhjálp kvenna „Ég hef það gott núna og myndi ekki hika við að ganga í gegnum þessa lífsreynslu aftur - þótt mig langi auðvitað ekki til þess. Það er gott hversu eftirlitið er nákvæmt með manni eftir lyfjameðferðina og teymið sem hélt utan um mig var frábært, læknirinn minn og hjúkr- unarkonan og aðrir," segir Kristín. Kristín hefur verið virkur sjálf- boðaliði í Samhjálp kvenna f rúmt ári. Starfið felst í því að tala við kon- ur sem eru að ganga í gegnum þessa lífreynslu. „Ég vissi ekkert um starf Samhjálpar áður en ég greindist. Sjálfboðaliðinn lætur ekki sinn gamla sjúkdóm trufla sig, hann set- ur sig í spor þeirra kvenna sem eru að kljást við krabbameinið núna og lærir að hlusta," segir Kristín. Sátt við líkamann og lifi núna „í dag hugsa ég ekki daglega um að hafa fengið brjóstakrabbamein. Ég læt krabbameinið ekki hafa áhrif Hvað vilja kynin lifa lengi í elli? Karlar vilja gjarna verða120 ára Fjórír afhverjum tiu norskum körlum getur vel hugsað sér að ná 120 ára aldrí. Öðru máli gegnir um norskar konur en rétt tæpur fimmtungur þeirra hefur látið slika ósk í Ijós. Tölurnar eru á byggðar á viðamikilli könnun Gallup sem birt var norska blaðinu Verdens Gang fyrir helg- ina. Nokkur munur er á óskum fólks um langlifi eftir þvi á hversu gamalt það er nú. Þannig vilja rúm 35% þeirra sem hafa ekki náð þritugsaldri gjarna lifa til 120 ára aldurs á meðan sextugir og eldri eru minna spenntir fyrir þvi. Það er hins vegar kynjamunurinn sem kemur rannsakendum mest á óvart en lik- leg skýring á afstöðu kvennanna er að þær líta raunsætt á málið - segjast ekki sjá fyrir sér að verða við góða heilsu þegar árín eru orðin fleiri en hundrað auk þess sem þær bera oftar minna úr býtum þegar eftirlaun og ellilífeyrir er annars vegar. Norskir karlar virðast hafa nokkra trú að þeir geti náð mjög háum aldri og visa þar til framfara i læknavísindum. Þess má þó geta að lifslíkur íslenskra kvenna eru nú metnar 82,6 ár og karla 78,4 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.