Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Rftstjóran Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjórar. Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og að heiman í §ö4urhæf«ngy Þekkt sjónvarps-og — fegurðardls kynnir SÍBS í auglýsingum með föður sínum. [ við- taliDVvið hana var faðir- inn skilgreindur fatlaður og öryrki. Hún segir þetta ekki rétt, faðir- inn sé (endurhaefingu. Hún var ósátt við orðaval DV og taldi sig hafa loforð um að fá að stýra DV að þessu og ýmsu öðru leyti. í seinni t(ð hafa aukizt kröfur fólks, sem lifir (fjölmiðl- um, um að stýra, hvemig fjaliað er um hagi þess f fjölmiðlum. Samkvæmt nýjum siðareglum DV er sérstaklega tekiö fram, að starfsfólki ritstjómar er ekki heimilt að afla viðtals með þvf að gefa kost á ritskoöun þess. Friðhelgi bruð- kaups Þekktasta sjón- varpspar landsins vill friðhelgi einkalffs 1 um vænt- anlegt brúðkaup ( Dómkirkj- unni og Iðnó. Hann er einn þekktasti skemmtikraftur landsins og lét taka mynd af sér hálfberum ( rúminu. Hún fer vestur til Bandarfkjanna og ræðir opin- skátt (sjónvarpsþætti um kyn- ferðismál unglinga. Með firam- göngu sinni á opinberum vett- vangi gerir þetta fólk sig að opinberustu persónum landsins og getur ekki stýrt umfjöllun fjölmiðla um sig og væntanlegt brúðkaup. Þeir, sem lifa f fjöl- miðlum eru einfaldlega opin- berar persónur. miðlum hófst hjá skemmtikröft- um og hefur lengl einnig tfðkast hjá sjónvarpsfólki. Bezt hefur þetta gengið f sjónvarpi, sem býður aðgang aö bragðdaufum spjall- þáttum kranablaðamennskunn- ar. Allt er þetta fólk, sem sækir sjálfsmynd sfna ekki f eigin barm, heldur f speglun sfna f hugum annarra. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir það að hafa áhríf á opinbera umfjöllum um sig. Þegar DV neitar að taka þátt f þessari tegund persónu- leikasköpunar, kveina skemmti- kraftar, fegurðardfsir og sjón- varpsfólk. i/i O 'O o o o *o ro E m *o -V ai Leiöari Mikael Torfason Pabbi var lcœröurfyrir að liafa ueitað að borga Irisli Coffee sem hann hafði pantað á Hótel Sögu. Þannig var að þegar pabba var af- lientur drylclcurinn, þá varhann kaldur. Kalt Irish Coffee - of dýr leigubffl IDV í dag er merkileg frétt um farþega leigubfls, sem okrað var á. Kristjáni Baldurssyni var gert að greiða heilar fimm þúsund krónur fyrir ferð úr Mos- fellsbæ og niður á Egilsgötu í Reykjavík. Hann var að vonum hissa þegar hann komst að þessu daginn eftir að hafa verið á skralli. Leigubflstjórinn virðist hafa not- fært sér ástand hans á þessum laugar- dagsmorgni og látið hann borga tvö þúsund krónum of mikið fyrir túrinn. En eftir að hafa kvartað við Hreyfil brugðust yflrmenn leigubflastöðvarinnar við og endurgreiddu honum og ráku bflstjórann. Oft fyllist fólk vonleysi þegar það lendir í að svindlað er á því. Kristján er einn hinna fáu sem ræðst til atlögu og krefst bóta. Fylgir því eftir með hörku og vinnur sigur. Það er mikilvægt að við látum ekki vaða yflr okkur. En við þekkjum öll að fá lélega þjónustu eða flnnast vera svindlað á okkur. Þá er byrjað að hringja í fyrir- tækin og biðin hefst. Útvarpslag heyrist í símtólinu og við erum send milli deilda. Enginn getur svarað okkur í fullri hrein- skilni og yfirleitt gefumst við upp og svindlið heldur áfram. Minnir mig á prófmál sem faðir minn r£ik sjálfur fyrir héraðsdómi þegar ég var krakki. Pabbi var kærður fyrir að hafa neitað að borga Irish Coffee sem hann hafði pantað á Hótel Sögu. Þannig var að þegar pabba var afhentur drykkurinn, þá var hann kaldur. En flest vitum við að Irish Coffee er borið fram heitt. Yfir- þjónninn á Hótel Sögu hringdi á lögguna og pabbi var kærður. Honum var birt ákæra og málið flutt í héraðsdómi. Þar flutti pabbi málið sjálfur og vann. Dóm- aranum þótti ekki nóg að pabbi hefði pantað vöruna til að hann yrði að greiða fyrir hana. Fyrst þurfti seljandi vörunnar að uppfylla þá kröfu að það væri í lagi með hana. Þetta var prófmál og þótti merkilegt í minni fjölskyldu. Er reglulega rifjað upp í fjölskylduboðum. Af því að pabbi lét ekki vaða yfir sig. Ef maður pantar pítsu með pepperóní á maður ekki að þurfa að borga fyrir pítsu með skinku. Hvað þá kalt Irish Coffee eða ferð með leigubfl sem er nærri því helmingi dýrari en raun- hæft getur talist. Ef þjóðin væri öll að fara úr landi... mm ogþað værubara 7 sætiáSaga Class I.Björgólf- á ur Thor Björg- ólfsson. Ríkasti maður lands- ins. Pabbi Björgólfur er ekki alveg nógu ríkur og verður að veraafturí. 2. Dorrit. Drottning jafnt í lofti sem ó lóði og legi. Ólafur Ragnar situr baka til. 3. Davíð Oddsson. Kóngurí ríki sínu. Halldór Ásgrímsson fer með lceland Express. 4. Svanhildur Hólm Valsdóttir. Einhver verður að tala við Dorrit. Logi Berg- mann situr bara hjá Ólafi Ragnari. 5. Eiður Smári. Það þarf að fara velum prinsinn. Arnór pabbi fer með næstu vél. 6, Björk. Svo fólkið aftur í verði ekki hrætt við skrítnu konuna. Faðirinn Guð- mundur rafvirki er i almenn- ingnum. 7. Bobby Fischer. Hrókur alls fagn- aðar. Sæmi rokk heldur niðri flugdólgunum i sætaröð 33. Forsetaframbjóðandi í héraðsdómi Ástþór hefur unun af'því að sprauta tómatsósu yfir sig og aðra. DÓMSTÓLAR HAFA sýknað Ástþór Magnússon forsetaframbjóðanda af kæm um að hafa brotið ljósmynda- vél blaðamanns á bar í Reykjavík fyrir skemmstu. Forsetaframbjóð- andinn stútaði myndvél saklauss lcynningarfulltrúa hjá litlu flugfélagi sem ædaði að filma hetjuna og nota í landkynningu og sem dæmi um fjörugt og stéttlaust skemmtanalíf í Reykjavík í byrjun nýrrar aldar. PÉTUR GUÐGEIRSS0N héraðsdóm- ari komst að þeirri niðurstöðu að Ástþór hefði í raun elcki gert neitt af sér þar sem ljósmyndavélin spýttist inn fýrir barborðið og þar með hefði Ástþór ekki verið að svipta blaða- manninn eigum sínum þótt þær hefðu eyðilagst í atganginum. Sorrí! ÞETTA ER HREINT furðulegt og óskiljanlegt með öllu. Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ást- þór megi brjóta myndavélar ef hann bara skilur brotin eftir á vettvangi glæpsins. Þetta þýðir einfaldlega að Fyrst og fremst Ástþóri er gefinn laus taumurinn og nú getur hann brotið allt og braml- áð að vild bara ef hann lætur þar við sitja. ÁSTÞÓR GÆTITIL dæmis tekið upp á því að rífa niður leiktjöldin í Þjóð- leikhúsinu á sýningu ef hann aðeins tekur þau ekld heim með sér á eftir. Enda eru þau of þung til þess. Meira að segja fyrir Ástþór. Þá gæti hann brotið fiskabúr á skrifstofum víða um bæ bara ef hann stingur gull- fiskunum ekJd í vasann. Þá gæti hann brotið styttuna af Ólafi Thors við Reykjavíkurtjörn og látið útlimi og haus forsætisráðherrans fyrrver- andi liggja við fótstallinn eins og ekkert hefði í skorist. Og svo mætti lengi telja. ÞEGAR DÓMUR Péturs Guðgeirs- sonar héraðsdómara er skoðaður er ljóst að Ástþór Magnússon gengur laus og hefur frítt spil til skemmdar- verka. Hann hefur fengið leyfi yfir- valda til að brjóta og bramla hvað sem á vegi hans verður með því eina skilyrði að hann skilji brotin eftir á staðnum. MÁTTUR EYÐILEGGINGARINNAR er mikill. Sá kraftur sem í henni felst er nú í frjálsum höndum Ástþórs Magnússonar. Spennið beltin, læsið hurðum og loldð gluggum. Dýrið gengur laust með leyfi Héraðsdóms Reykjavíkur. Fá sektina til bakaá 1000 dögum Nú þegar olíufélögin þrjú hafa öll hækk- að bensínlítrann um 2,50 kr er Ijóst að þau verða ekki í vandræðum með að borga sektir þær sem samkeppnisráð dæmdi þau til að greiða fyrir ólöglegt verðsamráð. Olíufélagið hf. var dæmt til að greiða 490 milljónir í sekt, Skeljungur þurfti að greiða 450 milljónir og Olís þurfti að greiða 560 milljónir. Miðað við að olíufélögin selji um 75 milljónir Iftra af bensíni á ári verður Olíufélagið 963 daga að fá skuldina til baka frá neytendum, Skeljungur verður 876 daga að ná peningunum til baka en Olís, sem er enn með samráðsforstjórann Einar Benediktsson í skútunni, þarf að bíða í 1090 daga til að ná inn fyrir sektinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.