Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 55
A. DV Menning LAUGARDAGUR 7. MAl2005 55 Tilfinningatorgið opið í dag Ein af þeim hugmyndum sem ffam komu í hug- myndaflæðinu sem Landsbankinn efndi til í fyrra var hugmynd Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur um tilfinningatorg fyrir borgarbúa þar sem menn gætu fengið útrás fyrir sinar bældu kenndir og opnað sig. Elísabet er kunn fyrir að koma sínum hugmyndum í verk og hefur efnt tii samkomuhalds á foma gilda- skálanum í Austurstræti, Hressó. í dag verður hún enn með opið hús á Hressó og hefst samkoman kl. 14 og stendur allt til kl. 17. Er gestum boðið í hinn sögufræga garð að baki skálan- um þar sem skjól verður hvað mest í Kvosinni. Verður því hægt að bera tilfinningar sínar á torg undir berum himni ef veður leyfir Að þessu sinni verða óvenjulegar uppákomur á Tilfinningatorginu. Kl. 14 talar Sigurður Bárðarson, meistari í Avatar-fræðum, um viðhorf og tilfinning- ar, en kl. 15 selur Steinunn Helgadóttir myndlistar- maður tilfinningar og em þær á góðu verði þótt hreinar tilfinningar séu dýrari og seldar sér. Veitingasalan er að venju opin og eru gestir vel- komnir í hinar landskunnu hnallþómsneiðar með kaffi og öðrum veigum. í dag er langur laugardagur, þá getur vérið upplagt að versla og bera svo á torgið allar þær tilfinningar sem fylgja því, segir gestgjaf- inn Elísabet Jökulsdóttir. . Þjóðleikhúsiö sýnir í fangelsi Sýning um mormónabyggðir íslendinga í Utah Fyrirheitna landið Zion Grjótharðir á Hrauninu Sýningum lauk á uppstigningardagskvöld á Grjót- hörðum, leilaiti Hávars Sigurjónssonar sem hann setti sjáifur á svið og leikið hefur verið þar undanfarnar vikur við ágæta aðsókn og fi'nar undirtektir. Samt sem áður var sýningum hætt, þó að einhverjar hugmyndir muni vera uppi í leikhúsinu að taka sýninguna upp í haust og fara með hana í styttri leikferðir. Leikhópurinn hafði gert sér sér mat úr heimsókn á Lida-Hraun í undirbúningi fyrir sviðseminguna og það- an mun sú hugmynd hafa komið fram að leikarar Þjóð- leikhússins sæktu Litla-Hraun heim og settu verkið þar á svið. Nú mun þessi hugmynd vera komin á framkvæmda- stigið. Verið er að taka niður leikmyndina á Smíðaverk- stæðinu og verður hún næst sett upp á Litla-Hrauni í íþróttasal sem þar er. Sagði Hávar Sigurjónsson, leikstjóri og höfundur verksins, að stefnt væri að sýningum þar fyr- ir fangana í lok maí. íþróttasalurinn væri þénugt fyrir þessa sviðsemingu og myndi sviðsetningin halda sér að mestu óbreytt. Leikstarfsemi í fangelsum þekkist mjög víða og er tal- in eðlilegur hluti af starfsemi smærri leikflokka sem eiga þess kost að fara með lidum tækjabúnaði á minni svið. Þar hefur líka leikur verið nýttur sem tæki til dægrastytt- ingar og þjálfunar þeim sem gerast brotíegir við lög. En allt verður einu sinni fyrst og því ber að fagna að leiksýningar skuli vera í boði fyrir þá Litía-Hraunsmenn. Sýning helguð landnámi íslend- inga í byggðum mormóna í Utah verður opnuð í Þjóðmenningar- húsi í dag við hátíðlega viðhöfir. Hún er upprunnin íVesturfarasetr- inu á Hofsósi en nú gefst fleirum tækifæri að sjá hana en þeim sem fóru um Hofsós meðan hún stóð uppi þar. Við opnunina tala mörg fyrir- menni í dag og ávarpar Davíð Oddsson utanríkisráðherra gesti og opnar sýninguna. Um þessar mundir er hálf önn- ur öld liðin frá því að fyrstu íslend- ingarnir settust að í Vesturheimi. Þeir höfðu látið skírast til Kirkju Jesús Krists hinna sfðari daga heilögu. Fóru þeir vestur um haf og var ferð þeirra mörkuð miklum hörmungum, bæði seint og snemma en henni hefur verið gerð skil að hluta í Paradísarheimt Hall- dórs Laxness. Sýningin í Þjóðmenningarhúsi er kölluð Fyrirheitna landið. Henni er ekki síst ætíað að varpa ljósi á trú monnónanna og rekur ferð Þórðar Diðrikssonar um haf og land og gefur innsýn í það samfélag sem fs- lendingamir byggðu og urðu hluti af ytra. Áfangastaðurinn var hvorki Kanada né Norðurríki Bandaríkj- anna, heldur ákveðinn staður sem útnefndur hafði verið fyrirheitna landið, Zion, í trúarlegri merkingu þess hugtaks. Mormónatrúin bauð aö hið nýja Zion væri staðsett í Utah-ríki í vestanverðum Banda- ríkjunum og þangað fluttust þeir sem tóku við trúnni. Sýningin var fyrst sett upp f Vesturfarasetrinu á Hofsósi árið 2000 en er nú aðlöguð sýningarsöl- um Þjóðmenningarhússins. Efni sýningarinnar var unnið í sam- vinnu Vesturfarasetursins og ís- lendingafélagsins í Utah. Reykja- víkurborg flutti sýninguna til Reykjavíkur og styrkir borgin jafn- framt uppsetningu hennar í Þjóð- menningarhúsinu. Hönnuður sýn- ingarinnar er Arni Páll Jóhannsson. Grafískur hönnuður er Aslaug Jónsdóttir. Sýningin verður opin ffarn eftir vori. Málverk eftir Carl Christen Anthon iChristensen, 1831-1912. Kvikmyndasafnið hefur áhuga á að ná saman heilu eintaki af Borgarættinni en kvikmyndin hefur ekki sést hér á landi um langt skeið. Fyrsta stórmyndin íslenska Kvikmynd Nordisk film eftir sögu Gunnars Gtmnarssonar var afar vinsæl á íslandi og hefúr margsinnis verið sýnd hér. Taka kvikmyndar- innar var mikið ævintýri á sínum tíma og var mik- ið fjallað um fram- kvæmd verksins í ís- lenskum blöðum. Tökur fóru fram í Reykholti og víðar í Borgarfirði, í Reykjavík á Amtmanns- túninu þar sem Iðnaðar- mannahúsið við Hall- veigarstíg stendur nú, í Hafharfirði og á Suðurlandi. Kom kvtkmyndaliðið til landsins í byrjun ágúst en 800 atriði voru fyrirhuguð í tökum hér. Gunnar Sommerfeldt, leikstjóri og fyrrum leikari við Konunglega danska leikhúsið, var leikstjóri Borgarætt- arinnar og lék jafiiff amt aðalhlutverk- ið. Hann hafði tekið þátt í nokkrum leiknum kvikmyndum þegar hann tók til við leikstjóm. Hann starfaði fyrir Nordisk film ffá 1917. Ekkert gott eintak til Kvikmyndin var sýnd hér í tveimur hlutum 1921 og var alltaf öðm hverju á dagskrá í Gamla bíó fram eftir öld- inni. Hún var sýnd í sjónvarpi fyrir fjölda ára en hefúr ekki sést lengi. Samkvæmt Þórami Guðnasyni, forstöðumanni Kvikmyndasafns, er til affit af 35 mm eintaki hjá Kvikmyndasafni og hefur verið áhugi á því um skeið að koma kvikmyndinni í heillegra form í samvinnu við Dönsku kvik- myndastofnunina og Nordisk film. Mikið starf er óunnið við að koma heilu og hreinu eintaki saman. Líklega hafa Ijósmyndir verið teknar í kring- um kvikmyndagerðina og þá er dreif- ingarsaga myndarinnar ókönnuð. Gróður jarðar Kvikmyndasafnið danska býr um þessar mundir við nokkum fjárskort. Endurgerð myndar af þessu tagi tekur venjulega nokkur ár og í fjárveitingum Gunnar Sommerfeldt leik- stjóri og leikari Hann þótti vera með mikla sviðsstæla í kvikmyndinni til Kvikmyndasafhs er. ekki gert ráð fyrir end- urgerð á elstu mynd- um safnsins sem væri þarft verk fyrir einka- aðila sem vilja styrkja þörf og brýn menning- armál. Þegar tökum á Borgarættinni var lok- ið beið Sommerfeldts annað verkefhi sem líka fjallaði um örlög fólks í sveitum norð- ursins. Gróður jarðar eftir Knút Hamsun var ffæg saga, og ekki dró úr vinsældum hennar þegar Hamsun fékk Nóbelsverðlaunin 1920. Endurbætt eintök Sommerfeldt sneri til Noregs og gerði þar kvikmynd eftir sögunni sem fór víða og aflaði honum nokkurrrar viðurkenningar. Hefur norska kvik- myndastofnunin nýlega látið endur- vinna hana og er hún fáanleg í litaðri gerð, en hún var lengi talið glötuð uns eintak af amerískri útgáfu myndar- innar fannst á síðasta áratug í Hollandi. Þá hefur Spielberg látið kosta end- urgerð heimildarmyndar eftir Sommerfeldt sem hann vann 1925 í landinu helga, en Gunnar gerði þrjár heimildamyndir á þriðja áratugnum: um landið helga, Arabíu og Etnu. Gunnar lést 1947», Gunnar Gunn- arsson Varð frægurum öll Norðurlönd fyrir Borgarættina. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3,103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HIBYLI VINDANNA NÝJA SVID/LITLA SVIÐ/ÞRIDJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Cuðmundssonar Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Siðustu sýningar HERI HERASON e. Coline Serreau í kvöld 7/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20 - Síðustu sýningar KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren í samstarfi við Á þakinu ídagkl 14-UPPS. Su 8/5 kl 14 - Lau 14/5 kl 14 - UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 Su 5/6 kl 14, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17 Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 PURPUBI ■ TONLEIKAR FABULU Margrét Kristín Sigurðardóttir Fi 12/5 kl. 21:00 Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. í kvöld kl 20, Su 8/5 kl 20 - UPPS. Fi 12/5 kl 20 - UPPS., Fö 13/5 kl 20 - UPPS., Lau 14/5 kl 20 - UPPS. Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI.SÖGN ehf. og LA Fi 12/5 kl 20 -Aukasýning RIÐIÐ INN í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. I samstarfi við leikhópinn KLÁUS. I kvöld kl 20, Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20 - Siðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasvningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is < Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og jrriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og fðstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.