Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 Fréttir J3V Megi hnýsast í netnotkun Persónuvemd segir breytingar samgöngu- ráðuneytis Sturlu Böðv- arssonar á frumvarpi um fjarskipti ekki Vera nægjanlegar. Enn steftii í að brotið verði á fólki með því að lögregla fái aðgang að tölvunotkun þess án dómsúrskurð- ar. Ráðuneytið telur að ann- ars verði lögreglu ókleift að aðhafast nema vegna gróf- ustu brota á netinu. Per- sónuvernd hefur áður sagt að frumvarpið feli í sér brot á ffiðhelgi einkalífsins. Fyrning ekki afnumin Allsherjarnefnd Al- þingis hefítr afgreitt frumvarp um afnám fyrningarfrests kynferð- isbrota sem Ágúst Ólafúr Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir nefiidina. Fmm- varpi Ágústs var þó breytt. I stað þess að af- nema fyrningarfrestinn eiga brot nú ekki að fyrnast fyrr en brotaþoli er orðinn átján ára. Blaöiö Lúðvfk Geirsson bæjarstjórí „Sem gamall blaðamaður fagna ég aukinni útgáfu og óska starfsmönnum til ham- ingjum með aö hafa komið þessu út. Flóran I dagblöðum hér á landi ernú oröin fjöl- breytt og skemmtileg. Ég rak reyndar augun I aö það er óvenju mikiö afauglýsingum í blaðinu en ég á von á að þetta eigi eftir að slípast eitthvað til. “ Hann segir / Hún segir „Þaö ergaman að menn hafi kjark til að hefja útgáfu nýs blaðs og því ættu bæði blaða- menn og almennir lesendur að taka á móti þessari viðbót með hamingjuóskum. Það er ekki tímabært að kryfja inni- haldð, en leiöari fyrsta blaðs- ins vargóður. Útlitslega séð fannst mér þó forsíðan helst til sundurgeröaleg og blaðhaus- inn ekki fagur. Útlitið má ekki vinna gegn innihaldinu." íþróttafélögin Fram og Fylkir berjast hatrammri baráttu um Grafarholtið þar sem fjöldi knattspyrnumanna og áhugamanna munu vaxa úr grasi næstu árin. Borgin hefur þegar ritað viljayfirlýsingu um að Fram fái hverfið en Fylki hefur borist óvænt hjálp. Gamli bakvörðurinn úr Fylkisliðinu, borgarfulltrúinn Dagur B. Egg- ertsson, gengur þvert á vilja borgarinnar. Hann segir Grafarholtið Fylkishverfi. Dagur berst fyrir gömlu liðsfélagana Fdtbolti er hafinn yfir pólitískt karp. Gamli varnarjaxlinn úr fyrsta fslandsmeistaraliði Fylkis, borgarfuiltrúinn Dagur B. Egg- ertsson, gengur þvert á viljayfirlýsingu borgarinnar og segir Grafarholtið vera Fylkishverfi. Framtíð íþróttafélagsins Fram liggur í þessu nýja hverfi en Dagur ætlar ekki að bregðast sínu gamla liði. „Við munum ekki sætta okkur við það að Grafarholtið fari yfir til annars félags,“ segir Birgir Finn- bogason, formaður stjórnar Fylkis. Hann segist þakklátur fyrir stuðn- ing Dags B. Eggertssonar en telur þá staðreynd að Dagur sé gamall leikmaður félagsins ekki skipta höfuðmáli. „Hann er formaður hverfisráðsins og ber taugar til hverfisins sem hann hefur hingað til sinnt ágætlega,“ segir Birgir. Deilt um hverfi Deila Fram og Fylkis snýst um það að firamtíð íþróttafélagsins Fram liggur í þessu nýja hverfi. Þröngt er um Fram í Safamýrinni og ungu fólki í hverfinu fer fækk- andi. Fram vill því flytja höfuð- stöðvar sínar í Grafarholtið og byggja upp öflugt félag með eigin heimavelli. Á sama tíma sá Fylkir sóknar- færi í Grafarholtinu og hóf þegar á síðasta ári að auglýsa starf sitt meðal barna í hverfinu. Það var illa séð af Fram því borgin hafði skrifað undir viljayfirlýsingu um að Grafarholtið yrði hverfi Fram. Hatrammt stríð „Við viljum ekki vera í stríði við Fylki,“ segir Þór Björnsson, íþróttafulltrúi Fram. „Okkur finnst þetta einfaldlega liggja skýrt fyrir, það hefur verið skrifað undir vilja- yfirlýsingu um að hverfið sé okkar taki að sér íþróttastarf í Grafar- holti. Sú bókun stangast á við vilja- yfirlýsingunar og segir Þór Bjöms- son í Fram að bæði og við erum tilbúnir að hefja þ störf strax í haust." Þór segir yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar hafa komið hon- um á óvart. Málið sé í raun komið í uppnám. Líf og dauði Bill Shancley, fyrmm þjálf- ari Liverpool, sagði að fótbolti snerist ekki um líf og dauða. Hann væri miklu mikilvægari. Það er því kannski ekki að undra þær tilfinningar sem bærast meðal stuðningsmanna beggja liða og fyrmm leikmanna, eins og Dags Eggertssonar. „Ég ber auðvitað taugar til liðs- ins en finnst mikilvægast að vel sé tekið á móti fólki sem flytur í Graf- arholtið. Fylkir hefur staðið sig vel í undirbúningi í hverfinu og Fram mun fá Úlfarsfellið þegar byggðin rfs þar,“ segir Dagur. Marklaus pappír Dagur bendir einnig á bókun frá íþrótta- og tóm- stunda- ráði gerða árið 2001 þar sem segir að Fylkir bókunin og þessi orð Dags merki að viljayfirlýsingin sé orðinn marklaus pappír. „Þegar þetta var rætt áttum við að £á allt Grafarholtið en ekki berj- ast við Fylki um iðkendur,“ segir Þór og bætir við: „Það er á tæm." simon@dv.is Ég ber auðvitað taugar tií liðsins en fínnst mikilvægast að vel sé tekið á móti fólki sem flyt- ur í Grafarhoitið." Dagur B. Eggertsson borg- arfulltrúi Hefur vakið reiði fé- lagsmanna Fram vegna stuðnings síns við Fylki. Ástþór Magnússon sýknaður í héraðsdómi í gær Ekki þótti saknæmt að hrifsa myndavél og henda henni Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaöur Ástþór Magnússon var sýknaður fyrir að hafa eyðilagt myndavél ljós- myndara Iceland Express Inflight Magazine. Málavextir vom þeir að ljósmyndarinn var á skemmústað þar sem Astþór var gestur og fannst hon- um að sér vegið þegar mynd var tekin af honum Við barinn. Hann brást við Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöfiur € ', FOSFOSER MEMORY soluaðili 551 9239 Ástþór Magnússon Trylltist I héraðsdómi I vikunniog sprautaði tómatsósu á Ijósmynd- ara DV. með því að hrifsa til sfn myndavélina, skella henni í barborðið og henda henni frá sér. Ekki þótti sannað að Ástþór hefði eyðilagt myndavélina þar sem hún fannst ekki aftur eftir þetta. Snæfnður Ingadóttir, ritstjóri Iceland Express Inflight Magazine segist ekki vera sátt við þennan úr- skurð. „Þeir sem vom staddir þama þegar atvikið gerðist sáu aðfarimar þegar Ástþór margbarði myndavél- inni í borðið og kastaði henni svo ffá sér. Við sáum vélina aldrei eftir þaö og líklega hefur einhver gestur tekið hana eða hvað veit ég hvort Ástþór sjálfur sé með hana undir höndum. Samkvæmt þessu virðist sem sagt vera í lagi að skemma eigur annarra svo lengi sem sönnunargögnin finn- ast ekki. Hingað til hefur það nú verið kallaður þjófnaður þegar einhver tek- ur eitthvað ófijálsri hendi. Ég h't enn svo á að Ástþór hafi stolið vélinni," sagði Snæfiíður efttr að hafa heyrt um dómsuppsögnina. Það vakti athygli að dómari í mál- inu, Pétur Guðgeirsson, bætti við klausu í dómnum, sem ekki kom mál- inu beint við. Þar fordæmdi hann framferði ljósmyndara og mynda- tökumanna sem hann segir hafa setið fyrir Ástþóri, elt hann um dómshúsið og niðurlægt með nær- göngulum mynda- tökum. Ástþór hefur meðal annars spraut- að tómatsósu á ljósmyndara og rifið í klæðnað annars ljós- myndara vegna óánægju sinnar með mynda- tökur. Snæfríður Ingadóttir Er ekki sátt við sýknudóminn ogtelurennaö Ástþórhafi stolið mynda- vélinni. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.