Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 15

Freyr - 01.06.2002, Page 15
hann hefur góðar útlögur og feikilega góða og vel lagaða vöðva í afturparti. All er sonur Læks 97-843 og afkomandi Hörva 92-972 í móðurætt. Lóði 00-871 er í átaki sem saman- þjappað kjötstykki, hann er feiki- lega þéttvaxinn með einstaklega þykkan bakvöðva, fremur stuttar malir, en mjög þykkan lærvöðva, hann er nokkuð skapharður og ullin er mikið sett gulum hárum. Þessi hrútur er skyldleikaræktað- ur afkomandi Hörva 92-972. A sýningu í Reykholtsdal var hæst dæmdur Haukur 00-145 á Kópareykjum en hann er frá Vatnsenda í Skorradal og undan Sekk 97-836. Haukur er með öflug lærahold, auk þess að hafa hvelfdar og góðar útlögur eins og margir sona Sekks. Hamar 00-205 undan Mjölni 94-833 og Balli 00-207 Sekksson (97-836) eru báðir frá Kjalvararstöðum og komu næstir í röðun á sýningu. Balli mældist með þykkan og vel lagaðan bakvöð- va, auk þess að hafa ágæt læra- hold eins og Hamar en sá síðar- nefndi stóð framar með mala- hold og útlögur. I Lundarreykjadal voru þrír efstu hrútamir á sýningu þar und- an Prúð 94-834. Allir skáru þeir sig úr fyrir vel lagaðan bakvöðva og ágæt lærahold, sérstaklega Biti 00-251 frá Gullberastöðum sem valdist í fyrsta sæti í röðun. Hinir tveir Prúðssynimir em Glæsir 00-161 frá Skarði og 00- 147 ffá Oddsstöðum. Hjalti Sigurbjömsson á Kiðafelli með Topp 00-001. (Ljósm. Lárus G Birgisson). Mýrasýsla Mikið sýningarhald var í sýsl- unni því að samtals vom sýndir 146 hrútar og af þeim vom 138 veturgamlir. Veturgömlu hrútamir vom umtalsvert vænni en jafn- aldrar þeirra sunnan Hvítar eða 81,5 kg að meðaltali, en sérstak- lega voru hrútar í Hvítársíðu ríg- vænir. Þetta var þrautvalinn hóp- ur því að 127 þeirra, eða 92,0%, fengu I. verðlaun. I Hvítársíðu vom sýndir all- margir vemlega góðir hrútar og komu kollóttir hrútar þar meira við sögu en áður. Snjólfur 00- 565 frá Þorgautsstöðum II bar þar af öðmm en hann er hreinhvítur, sívalur, fremur langur og jafn að annarri gerð, fyrir utan lærahold- in sem skara fram úr. Þessi hrútur er undan Dal 97-838 eins og tveir aðrir athyglisverðir hrútar frá Þorgautsstöðum I, þeir Drjóli 00- 602 og Njóli 00-601. Synir Prúðs 94-834 skipuðu sér einnig í hóp Stöpull 00-567 á Þorgautsstöðum I i Hvitársíðu. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). Freyr 5/2002-15 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.