Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 30

Freyr - 01.06.2002, Page 30
Lappi 00-162, Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. og undanfarin ár talsvert að baki hrútum austan sands, þó að þar væri tvímælalaust meira um verulega öfluga hrúta en síðustu ár. Þar má nefna Spak í Pétursey, ákaflega ræktanlegan og hold- þéttan son Læks 97-843, Kjána og Anga í Kerlingadal. Kjáni er sonur Bjálfa 95-802 en Angi er fádæma samarekinn holdakind, kattlágfættur með ákaflega góð lærahold, en hann er sonur Guðna sem þótti mikil glæsikind fyrir tveimur árum. Hæringur 00- 222, Giljum, var besti kollurinn á þessu svæði, föngulegur og ullar- góður, sonur Eirs 96-840. Rangárvallasýsla Talsvert fleiri hrútar voru sýnd- Askur i Skarðshlið undir Eyjafjöllum. ir en haustið áður eða samtals 192 og voru 14 þeirra úr hópi eldri hrúta. Af veturgömlu hrút- unum voru 170 sem fengu I. verðlaun. I Rangárvallsýslu einkennist toppurinn í hrútakosti í sýslunni af stórum hrútahópum á örfáum mjög öflugum ræktunarbúum en því miður vantar þar verulega á almenna þátttöku fjárbænda í ræktunarstarfi. Ræktunarbúin, sem standa á toppnum, eru hins vegar tvímælalaust meðal þeirra allra öflugustu í landinu. í Austur-Eyjafjallahreppi mót- uðu hrútamir í Ytri-Skógum eins og oft áður toppinn, en líklega hefur hópurinn aldrei verið jafh glæsilegur áður. Tónn 00-159 var metinn bestur í hópnum að þessu sinni, feikilega þéttvaxinn og glæsilegur hrútur, bollangur með öflug lærahold en mætti vera ull- arbetri. Eins og fram kemur í um- fjöllun um afkvæmarannsóknir var þetta um leið sá hrútur sem kom best út úr afkvæmarann- sókninni þannig að hér fer hrútur sem horft verður á sem kandídat sem stöðvarhrút. Tónn er undan Sóni 95-842 en móðir hans er dóttir Mola 93-986, en dætur hans hafa margar reynst með af- brigðum vel á þessu búi. Álftir 00-160 er feikilega vænn, bol- langur og öflugur hrútur, undan Bjálfa 95-802, og dóttursonur Móa 92-962, en Tónn og Álfúr skipuðu 4. og 5. sæti hrúta í sýsl- unni. Hlíðar 00-165, sonur Bögg- uls 97-102, og Ljómi 00-163, j 30 - Freyr 5/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.