Bændablaðið - 25.11.1997, Side 2

Bændablaðið - 25.11.1997, Side 2
I f í , . ...... - .. - 2 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Nokkur atriði úr tillögum Sjömannanefndar Sjömannanefnd setti fram það markmið að skapa rekstrarum- hverfi í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða, sem leiði af sér aukna hagkvæmni í vaxandi samkeppni við innfluttar bú- vörur. í tillögum um leiðir til að ná þessu markmiöi segir m.a. að Verðlagsnefnd búvara ákveði lágmarksverð til bænda fyrir mjólk af skilgreindum gæðum, en greitt verði hærra verð fyrir gæðameiri mjólk. Nefndin leggur tii að verðákvörðun nautgripakjöts verði felld niður eigi síðar en 1. september 1998, en framleiöslukostnaður þess áfram metinn og skráður. Þá er gerð tillaga um Verð- lagsnefnd búvara sem verði þannig skipuð: Tveir fulltrúar launþegasamtaka tilnefndir af BSRB og ASÍ. Tveir fulltrúar frá BÍ. Landþúnaðarráðherra til- nefni formann án tilnefningar. SAM á rétt til að tilefna einn fulltrúa í nefndina, þó eingöngu til að fjalla um málefni mjólkur- framleiðslunnar. Ákvörðun lág- marksverðs á að fara fram ár- lega. Gera á nýjan verð- lagsgrundvöll sem verð- ákvöröunin miðist við. Verð- lagsgrundvöll á að miða við vel rekið þú af hagstæðri stærð en ekki landsmeðaltal eins og er í dag. Hverri afurðastöð verði frjálst að greiða framleiðendum mjólkur umfram lágmarksverð. í tillögum um stuðning við framleiðslu mjólkur kemur fram að nefndin telur ekki forsendur til að taka núgildandi stuðning til endurskoðunar við þær breytingar á fyrirkomulagi við verðlagningu mjólkur sem hún leggur til. í fyrsta lagi vill nefndin að stuðningur við mjólkurframleiðslu verði í formi beingreiðslna, sem verði 47,1% af lágmarksverði. Þá leggur nefndin til að beingreiðslur verði misháar eftir árstíma til að draga úr árstfðabundinni sveiflu í mjólkurframleiðslunni. Sjömannanefnd telur óhjá- kvæmilegt að tekin verði upp frjálsari verðmyndun á mjólk og mjólkurafurðum í heildsölu og leggur til að verðlagsnefnd búvara taki yfir hlutverk Fimm- mannanefndar haustið 1998. Verðlagsefndin á að ákveða heildsöluverð fyrir sömu afurðir mjólkur og eru verðlagðar í dag en nefndin á, samkvæmt hug- myndum Sjömannanefndar, að hætta verðlagningu þessara afurða eigi síðar en 30. júní árið 2001. Þá vill Sjömannanefnd að gjald vegna verðtilfærslu milli afurða verði ákveöiö með lögum. Innheimt verði gjald af hverjum mjólkurlffra við innvigtun í mjólkurbú sem greiöist út vegna framleiðslu (sölu) tiltekinna afurða (smjör, undanrennuduft, nýmjólkurduft). í tillögum um framleiðslu- stjórnun tekur Sjömannanefnd fram í áliti sínu að ekki sé unnt að afnema takmarkanir á fram- leiðslu mjólkurframleiðenda með kvótum enn um sinn. Nefndin leggur til eftirfarandi fyrirkomulag á kvóta til stýringar mjólkurframleiðslu hjá bændum: 1. Heildarframleiðslukvóti (greiðslumark) verði jafn innan- landsmarkaöi. 2. Greiðslumark verði bundið við lögbýli. 3. Greiðslumark hvers lög- býlis verði framreiknað frá ári til árs í hlutfalli við breytingar á neyslu innanlands á mjólk og mjólkurafurðum. 4. Beingreiðslur til lögbýla fari eftir greiðslumarki þess að teknu tilliti til framleiðslumagns. (Öll framleiðsla umfram kvóta er á ábyrgð framleiöenda og afurðastöðva og skal flutt á erlendan markað sé ekki þörf fyrir framleiðsluna innanlands. Innsk.Bbl.) 5. Greiðslumark getur færst milli iögbýla á eftirfarandi hátt: a) Við kauþ og sölu. Við- skipti með greiðslumark (kvóta) á þennan hátt fari fram á "kvótamarkaöi", sem verði falinn Framleiðsluráði land- búnaðarins með reglugerð sem landbúnaðarráðherra setur að fengnum tillögum Fram- kvæmdanefndar búvöru- samninga. b) Lagt er til að hjá þeim sem framleiða umfram kvóta aukist greiðslumark um tiltekið hlutfall af þeirri framleiðslu lögbýlisins sem er umfram kvóta. Hjá þeim sem framleiða minna en nemur kvóta lögbýlisins, lækkar greiðslumarkið um tiltekið hlut- tall af mismun þess sem fram- leitt er og kvóta lögbýlisins. Framleiðendum sem vilja draga saman eða hætta, verði með sérstökum samningi við Fram- kvæmdanefnd búvöru- samninga, gert heimilt að halda beingreiðslum um ákveðinn tíma án tillits til fram- leiðslumagns. Áður en af þessari fram- kvæmd getur orðið skal Fram- kvæmdanefnd þúvörusamninga gera úttekt á áhrifum af framkvæmdinni á afkomu mjólkurframleiðenda, tilkostnað mjólkur- framleiðslunnar hjá framleið- endum og afurðastöðvum, ný- liðun innan greinarinnar og jafnvægi í framleiðslu og eftirspurn mjólkurafurða. Þessari úttekt skal lokið eigi síðar en 1. september 1998. Framkvæmdanefnd gerir þvf aðeins tillögu um að þessi leið verði farin að úttektin leiði til hagfelldrar niðurstöðu. Guðmundur Bjarnason kynnir álit Sjömannanefndar á blaðamannafundi. T.v. er Jón Erlingur Jónasson aðstoðarmaður ráðherra en t.h. er Guðmundur Sigþórs- son, skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins. Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra Vænli þess að hagur kúa bænda nwni baha í bjðlfar nýs samnings Starf Sjömannanefndar hófst á liðnu ári eftir að hafa legið niðri um nokkurn tíma. Nefndin hefur nú skilað af sér skýrslu um mjólkurframleiðslu en hún á eftir að fjalla um rekstrarskilyrði land- búnaðarins í samanburði við ná- grannalöndin og um inn- flutningsvernd fyrir landbúnað- inn. Einnig á hún eftir að fjalla um verðlagningu landbúnaðar- vara og samkeppnislöggjöfina. Skýrslan sem nefndin hefur af- hent landbúnaðarráðherra er til- laga en hinn raunverulegi samningur milli ríkisvaldsins og Bændasamtaka íslands er eftir. Um þann samning fjallar sérstök nefnd sem skipuð var fyrir nokkru. í henni eiga sæti fulltrúar frá BÍ og landbúnaðar- og fjár- málaráðuneyti. Umrædd nefnd hefur verið að bíða eftir að Sjömannanefnd skilaði áliti. Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, sagðist líta á álit Sjömannanefndar sem mjög mikilvæga forsendu þeirrar samningavinnu sem bíður nefnd- arinnar en í Ijósi fyrri álita Sjö- mannanefndar má gefa sér að skýrsla hennar um mjólkurfram- leiðsluna verði grunnurinn sem samningurinn verður byggður á. Guðmundur Bjamason, sagði að núverandi samningur um mjólkur- framleiðsluna gilti fram að september 1998. Gera má ráð fyrir að nýjum samningi fylgi ýmsar lagabreytingar sem þurfa að taka gildi á yfirstand- andi þingi. „Ég vona að hin raunveru- lega samningagerð fari nú strax í gang því best hefði verið að koma lagafrumvörpum inn á þingið fyrir jól þó svo þau verði ekki afgreidd fyrr en á vorþingi." Guðmundur sagði að framleiðslu- stýringin hefði mjög komið til um- ræðu á fundum Sjömannanefndar og hvort á henni ætti að gera gjörbylt- ingu - m.ö.o. hvort kvótafyrirkomu- lagið hefði eða væri að renna sitt skeið á enda. „Niðurstaðan er sú að við höldum því lítt breyttu í upphafi að minnsta kosti og að kaup og sala á kvóta gangi fyrir sig á svipaðan hátt og verið hefur. Þó er sett fram sú hug- mynd að búinn verið til sérstakur kvótamarkaður undir umsjá Fram- leiðsluráðs. Hugmyndin er að gera þessi viðskipti sýnileg og vonir standa til þess að kvótamarkaður verði til þess að lækka verð á kvóta. En ætlunin er að gera fleira á sviði framleiðslustýringar og nái þessar hugmyndir fram að ganga eiga bænd- ur að geta áunnið sér rétt. Um þetta voru skiptar skoðanir innan Sjö- mannanefndar en þetta form verður ekki tekið upp nema menn séu sam- mála um að það leiði til aukinnar hagkvæmni. í hugmyndum nefndarinnar er einnig fjallað um að þeir sem vilja draga saman eða hætta geti gert það í sérstökum samningi við ríkið og haldið beingreiðslunum um ákveðinn tíma. Nefndarmenn hafa rætt um það við mig að þetta geti verið 3 til 5 ár.“ - Sjömannanefnd spáir aukinni samkeppni á milli mjólkursamlaga. „Já, hér er verið leggja til að draga úr opinberum afskiptum af sölu og verðlagningu mjólkurvara. Nái þetta fram að ganga tekur við frjálst verðlagskerfi á heildsölustigi árið 2001. Um leið ætti samkeppni að aukast vonandi til hagsbóta fyrir alla aðila. Ég geri mér vonir um það að hag- ur bænda muni batna í kjölfar nýs samnings. Afkoman er alls ekki nógu góð og nýliðun er of lítil. Það skiptir líka máli í þessu sambandi að nefndin hefur hugsað sér að samningurinn gildi til ársins 2005. Einnig er hug- myndin sú að stuðningur í formi beingreiðslna verið óbreyttur. Þetta skiptir máli enda hafa opinber fram- lög til landbúnaðar dregist gríðarlega saman á liðnum árum. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands: Miklu máli skiptir fyrir bændur að stuónings- hlutfallió haldist óbreytt „Eitt það athyglisverðasta í þessu áliti Sjömannanefndar er að samlögin geti greitt bændum misjafnt verð, en í því felst aukinn rekstrarhvati og breytt umhverfi,“ sagði Ari Teitsson, formaður BÍ, en Ari ,situr í nefndinni fyrir hönd BÍ. „Það munar um hvern eyri sem bændur fá til viðbótar fyrir mjólkina og ég vænti þess að samningurinn leiði til hækkunar fyrir æði marga.“ I áliti Sjömannanefndar er látið að því liggja að kvótakerfið kunni að verða aflagt. Ari sagði það sína skoðun að íhuga þurfi hvort þörf sé á kvótakerfi, sé framleiðslan ekki um- fram þarfir markaðarins. „Á sínum tíma kom kvótakerfið til sögunnar til að stemma stigu við dýrri umfram- framleiðslu en sé sú framleiðsla ekki lengur fyrir hendi er kvótakerfið óþarft. En þá þarf líka að finna aðrar leiðir til að koma stuðningum til framleiðenda.“ Samkvæmt upplýsingum nefnd- arinnar kemur í ljós að reiknaður framleiðslukostnaður mjólkur hefur lækkað á síðustu árum. Ari var spurður hvort þetta væri ekki gleðileg þróun. „Jú, það er rétt að vissu marki en ef rekja má lækkunina aðallega til lægri launa kúabænda þá er gleði bænda afar blendin." í áliti Sjömannanefndar kemur fram að rétt sé að stuðningshlutfallið verði óbreytt til ársins 2005. Ari sagði afar mikilvægt að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu, því væri það bændum mikils virði að þessi hugmynd nefndarinnar næði fram að ganga. „Ég tel að þær hugmyndir nefndarinnar að menn ávinni sér kvóta með framleiðslu sé óheppileg aðferð. Ég trúi því líka að horfið verði frá þessum hugmyndum þegar tími gefst til nánari skoðunar. Ég hefði líka talið æskilegra að gefa mjólkuriðnaðinum lengri tíma til að aðlagast frelsi í verðlagningu en tímann verður að nota þess betur en hér er um að ræða miklar breytingar," sagði Ari og bætti því við að áfram mætti búast við kröfum um að verð á mjólk og mjólkurafurðum lækki. „Þetta má hins vegar ekki gerast á þann hátt að laun til bænda lækki - þau eru nógu lág fyrir og þurfa að hækka í takt við kjarabændur annarra þjóðfélagshópa.“ ii

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.