Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 18
18 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Hugsar þú um heilsuna? Racal andlitshlífarnar hafa sýnt sig og sannað við nánast allar aðstæður hér á íslandi. Þær hreinsa allt fínt ryk úr andrúmsloftinu og notandinn andar aðeins að sér hreinu lofti. Andlitshlífarnar henta í allan léttan járn- og tréiðnað og henta bændum einnig mjög vel í baráttunni gegn heymæði. Airlite andlitshlífin kostar kr: 19.197 án vsk og sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar í síma 575 0000. r V SINDRA Hrll t t;;::if Ixfii búðin Sími: 575 00 00 Fax... 575 00 10 Borgartúni 31 Bíllinn sem þú hefur beöiö eftir! Til sölu Suzuki Baleno árg. 1996. Ekinn 27.000 km. Upplýsingar í síma 557 6174 eftir kl. 19. SAUÐFJARBÆNDUR Auglýsing um móttökustaði og flutningsaðila fyrir ull. Staður Aðili Sími Opið kl. Hveragerði Ullarþvottastöð ÍSTEX 483-4290 07-15 Mosfellsbær Banddeild ÍSTEX 566-6300 08-16 Borgarnes Afurðarsalan 437-1200 08-16 Búðardalur Vöruflutningar Svans Hjartarsonar 434-1332 * Króksfjarðarnes Kaupfélag Króksfjarðar 434-7700 * Vesturbyggð Vöruflutningar Hjartar Sigurðssonar 456-1624 08-18 Þingeyri ísafjarðarleið 456-8172 08-18 Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar 451-3111 08-18 Óspakseyri Kaupfélag Bitrufjarðar 451-3460 * Borðeyri Kaupfélag Hrútfirðinga. 451-1184 09-18 Hvammstangi Norðvesturbandalagið hf. 451-2200 08 -15,30 Blönduós Blönduósleið. 452-4670 08-17 Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga 455-4500 10-15,45 Akureyri Dreki hf. 460-7700 08-17 Húsavfk Aðalgeir Sigurgeirsson 464-1510 13-15 Kópasker Aðalgeir Sigurgeirsson 464-1510 * Þórshöfn Aðalgeir Sigurgeirsson 464-1510 * Vopnafjörður Sláturfélag Vopnfirðinga 473-1409 08-17 Egilsstaðir Kaupfélag Héraðsbúa 471-1200 08-16 Fellabær Viggó hf. 477-1190 * Höfn HP og synir 478-1577 * Fagurhólsmýri Auðbert og Vigfús Páll. 487-1462 * Klaustur Auðbert og Vigfús Páll. 487-1462 * Vík Auðbert og Vigfús Páll. 487-1462 * * Upplýsingar um opnunartíma eða fyrirkomulag á flutningum veitir viðkomandi aðili. ÍSLENSKUR TEXTlLIÐNAÐUR HF. Nokkur orð um fyrirhugaða „íblöndun innfluttra" til að breyta íslenska kúastofninum ERIIEKM AflRAR LEIfllR FÆRAR? Sverrir Heiðar, B»nda8k6lanum, Hvanneyrl Veruleg umræða er í gangi þessa dagana varðandi þau áform að flytja inn nýtt erfðaefni til blöndunar við íslenska kúastofninn og sýnist sitt hveijum. Undir- ritaður sótti fund í Borgamesi þann 10. nóvember sl. þar sem kynnt voru þau áform sem uppi eru í þessum efnum. Jafnframt átti að gefa mjólkurframleiðendum kost á að taka þátt í skoðanakönnun um málið. Kynningin sem slík var mjög á einn veg, þar sem lands- ráðunautur BÍ í nautgriparækt kynnti málið og aðdraganda þess með framsögu. Síðan var opnað fyrir mælendaskrá og tóku nokkrir til máls. Á fundartímanum stóð yfir atkvæðagreiðsla í skoðanakönnuninni og voru fund- argestir hvattir til að greiða atkvæði sem fyrst á fundinum og sagt að kosningu ætti að ljúka um kl. 16:00 en fundurinn hófst kl. 13:30. Er það ekki hæpið fyrirkomu- lag að bjóða upp á kynningarfund en hafa svo atkvæðagreiðslu mögulega allan tímann? Eg hygg t.d. að orð Gunnars Gauta Gunnarssonar dýralæknis, sem talaði seint á fundinum og ræddi smithættu, samfara inn- flutningi erfðaefnis, hafi haft áhrif á nokkra sem þegar höfðu greitt atkvæði, kannski með, kannski á móti. Eðlilegast hefði verið að hafa atkvæðagreiðsluna í lok fundarins þar sem tilgangurinn með honum var að kynna málefnið og gefa fólki kost á að taka málefnalega afstöðu. Reyndar hefði verið fyrir- hafnarlítið að gefa öllum sem naut- griparækt stunda kost á að greiða atkvæði, með því að senda at- kvæðaseðla heim á búin en ekki einskorða atkvæðagreiðslu við fundarsetu, því hvað t.d. með þá sem telja sig hafa kynnt sér málið vel í gegnum skrif í Nautgripa- ræktina, Frey og Bændablaðið og töldu sig ekki þurfa frekari upp- lýsingar? Af hverju fengu þeir ekki að tjá hug sinn? Umhverfisþættir Kúabúskapur er samspil margra umhverfisþátta sem flestir snúa að manninum með einum eða öðrum hætti. Kynbótanefnd og landsráðunautur hafa stjómað þeim "umhverfisþætti1' sem snýr að því að velja saman naut og kýr. Undanfarin ár hefur mest áhersla verið lögð á afurðamagn í kyn- bótamatinu, að hluta á kostnað eiginleika eins og júgurs og spena. Hver hefur niðurstaðan verið? Meðalnyt hefur lítið aukist sl. 10 ár, að vísu hefur kjamfóður- notkun minnkað umtalsvert, en hey aftur á móti batnað á þessu tímabili þannig að mjólk framleidd með heimaöfluðu gróffóðri hefur aukist og er það vel. Tökum dæmi: Öll munum við eftir Tvisti blessuðum sem var þvílík undraskepna til undaneldis, hvað afurðasemi snerti að annað eins hafði vart sést. En hvers konar kýr hafa "Tvistar fortíðarinnar", sem hafa verið margir, verið að gefa okkur. Ég hygg að í þeim hópi leynist víða kýr sem hvorki em augnayndi að horfa á hvað þá gaman að mjólka og mörgum er búið að farga. En hvemig skyldi það vera með hina umhverfisþættina? Á Isiandi er víða búið vel með kýr. Það sannar árangur þeirra fjölmörgu sem eiga afurðamiklar kýr með eðlilega frumutölu. Hvað veldur þessu? Jú, þama ræður kúa- stofninn nokkm en er ekki líklegt að umhverfisþættimir (hinn mann- legi máttur) hafi úrslitaáhrif þegar upp er staðið? En hverjir em þessir um- hverfisþættir? Þeir eru nefnilega allt sem skiptir máli varðandi kýmar, annað en erfðaþátturinn. Ekki ætla ég að telja margt upp í því sambandi enda myndi heil opna í Bænda- blaðinu vart duga til þess. Má þó nefna uppeldi og tamningu kvíg- unnar. Fóðurfræðilega þætti s.s.: gæði fóðurs, fjölbreytni þess og hollustu. Skipulag fóðmnar, beitar, samspil gróffóðurs og kjamfóðurs svo og brynningarmál. Einnig má nefna umhverfisþætti í fjósi, s.s. lýsingu, hita, raka, trekk, milli- gerðir, stærðir bása, básamottur, hæð jötukants og fóðurgangs o.s.frv. Svo em það tæknileg atriði varðandi mjaltimar, s.s. hönnun mjaltakerfisins, gerð mjaltatækja, spenagúmmía o.s.frv. Virkni þess- ara þátta, þrif á þeim og endur- nýjun. Síðan er það mannlegi þátt- urinn varðandi skipulag og fram- kvæmd einstakra vinnuþátta s.s. bil milli mjalta, undirbúningur kúa fyrir mjaltir, fjöldi tækja á mjaltamann, mjaltaröð, tíma- setning ásetnings, mjaltimar sjálfar og aftakan, hvenær og hvemig? Meðferð eftir mjaltir o.s.frv. Hér er um að ræða ótal atriði sem lúta að hinum mannlega þætti í kúabú- skapnum. Ekkert af þessum atriðum fylgir með í "pakkanum" sem á að flytja inn, þar verðum við að treysta á okkur sjálf sem fyrr. Hér er sko hægt að stunda gæða- stjómun vilji menn eyða í það tíma og peningum, peningum sem ég tel að skili sér ávallt til baka. Fortíó - framtíð Við verðum líklega að sætta okkur við það enn um sinn að hafa misfríðar "Tvistsdætur" í fjósun- um. Það kom fram í máli háskóla- nemans Baldurs H. Benjamíns- sonar í grein í síðasta tbl. Bænda- blaðsins að það sem vakti fyrir mönnum sem fyrst ræddu mögu- leikann á innflutningi fyrir 7-8 ámm var að bæta júgurlag og spena. Ef menn hefðu þá strax, byrjað að auka vægi júgurs og spena í kynbótamatinu, væmm við líklega nokkuð betur stödd í dag. Hvað þá árið 2004 þegar niður- staða fyrirhugaðrar tilraunar með "íblöndun innfluttra" á að liggja fyrir. Stefnunni hefði átt að vera búið að breyta fyrir löngu en for- tíðinni breytum við víst ekki en framtíðina getum við hins vegar haft áhrif á og tíminn er fljótur að líða. Fram hefur komið að hið breytta kyn myndi að öllum lflcindum mjólka nokkuð meira en þær "gömlu góðu", en er ekki hægt að ná meiri mjólk til nytja með nú- verandi stofni? Jú að sjálfsögðu! Ef okkur tekst að bæta júgur og spena þá verða minni lflcur á álags- meiðslum og júgurbólga verður minni. Þannig fer minna magn mjólkur til spillis í hverju fjósi vegna hennar og innlegg eykst. Áhætta gagnvart hugsanlegum innflutningi á nýjum "klaufdýra- sjúkdómum" er fyrir hendi og ætti að verðleggja hana til mótvægis við þann "uppblásna" gróða sem talin er hljótast af "íblönduninni". Lfldega mætti verðleggja áhættuna það hátt að reikningar jöfnuðust, umræðan hjaðnaði og við ein- beittum okkur að því að bæta hið alíslenska kúakyn. Að framansögðu tel ég að við ættum að setja mikla peninga á næstu árum í að rannsaka hvemig við best getum búið með íslensku kýmar og við eigum að leggja áherslu á fræðslu um þær leiðir og aðferðir sem vænlegastar em taldar hverju sinni. Jafnframt ættum við að leggia megináherslu á vægi júgurs og spena í kvnbóta- matinu á næstu ámm. Það mun styrkja stöðu íslensks kúabúskapar. Áð lokum vil ég gagnrýna fyrirhugaða framkvæmd tilraunar- innar. Ég tel ekki ráðlegt að byrja á að dreifa blendingum í 80 - 100 fjós. Þannig aukast hlcumar á dreifingu nýsmits auk þess sem erfiðara verður að hætta við allt saman ef "breytti" stofninn skyldi ekki skila miklu umfram þær "gömlu góðu". Þá tel ég að hætta sé á að við sitjum uppi með íblöndun til eilífðar, því erfitt verður að fá alla til að skera niður. Nær væri að gera samanburðartil- raun í Hrísey eða á afskekktu stór- búi, sé þetta nauðsyn og vilji manna. Grenitúni, Hvanneyri 12. nóvember 1997.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.