Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið Þríðjudagur 25. nóvember 1997 Sunnlenskir kúabændur á fundi í Þingborg Skiptar skoðanir um innflutning á erfOaefni Jón Viðar Jónmundsson naut- griparæktarráðunautur BÍ hóf um- ræðuna og fjallaði í upphafi um umræðu sem fór fram á síðari hluta aldarinnar um innflutning kyn- bótagripa. Stöðug umræða var um leyfi til innflutnings holdanauta- kynja, sem leiddi til innflutnings á sæði úr Galloway nautum á árunum milli 1970 og 1980 og síðan innflutnings fósturvísa úr Aberdeen Angus og Limousín frá Danmörku laust eftir 1990. Um líkt leyti koma fyrstu ályktanir frá aðalfundum LK um innflutning á erlendu mjólkurkúakyni í tilrauna- skyni. I kjölfar tilraunarinnar með íslenskar og NRF kýr í Færeyjum verður slík umræða meiri. Á Búnaðarþingi 1996 og aðalfundi LK sama ár er samþykkt að vinna að slíkum tilraunainnflutningi. Þeim ályktunum báðum var beint til nautgriparæktamefndar. Lög um innflutning dýra gera ráð fyrir að viðkomandi búfjár- ræktamefnd semji greinargerð fyrir umsókn um innflutning. Með þessum samþykktum Búnaðar- þings og LK fékk nautgriparæktar- nefnd því það verkefni í hendur. Lögin gera síðan ráð fyrir að þegar umsókn liggur fyrir taki nefnd dýralækna málið til umfjöllunar og veiti umsögn um alla þætti sem lúta að sjúkdómavömum og heil- brigðiskröfum. Ráðherra getur þá fyrst veitt leyfi til innflutnings þegar jákvæðar greinargerðir beggja aðila em fyrir hendi. Greinargerð nautgriparæktar- nefndar fjallar því aðeins um ræktunarlega hlið þessa máls. Henni var skilað til stjómar BÍ í byrjun febrúar á þessu ári. Fjórir af nefndarmönnum nautgripa- ræktamefndar stóðu að henni en einn sat hjá við afgreiðslu hennar. Greinargerðin var lögð fyrir Búnaðarþing 1997 og var til um- fjöllunar á aðalfundi LK 1997 og lýstu báðir aðilar stuðningi við framhald vinnu að málinu. Aðal- fundur LK samþykkti að skoðana- könnun um málið færi fram meðal bænda í ljósi blendinna skoðanna á málinu. Tilefni fundarins er því kynning á tillögunum og umrædd skoðanakönnun. Síðan fjallaði framsögumaður um helstu atriði greinargerðar- innar, en fyrir þeim er gerð grein í 18. tbl. Bændablaðsins. Þar er gerð grein fyrir þeim þrem þáttum sem lögin mæla fyrir um að greinar- gerðin skuli fjalla um. Rökstuðning fyrir því að slíkur innflutningur eigi rétt á sér er að yfirgnæfandi líkur em til að til margra erlendra nautgripakynja megi sækja vemlega ræktunarlega yfirburði í ýmsum eiginleikum. Það er rökstutt m.a. með tilvísun til þess eina samanburðar á íslenskum kúm og kúm af öðm kyni sem er að finna í Færeyjatilrauninni en einnig með tilvísun til þeirrar þekkingar sem í dag er um ræktun- arárangur í misstómm erfðahóp- um, sem hefur á síðustu áratugum leitt til að bilið á milh íslensku kúnna og kynja sem ræktuð em í miklu stærri ræktunareiningum hefur verið að aukast. Gerð var grein fyrir helstu niðurstöðum úr tilrauninni í Færeyjum. Nefndin mælir með því að inn- flutningur verði reyndur með flutningi fósturvísa frá NRF kyninu í Noregi. Flest rök falla að því að einhver rauðu kúakynjanna á Norðurlöndunum falli best að þeim kröfum sem eðlilegt er að gera til gripa sem reyna á til blöndunar við íslenskar kýr. Nefndin leggur til að prófun á erfðaefninu verði gerð með notkun á sæði úr 5-7 nautum á búum vítt um land. Þessir gripir kæmu þar í beinan samanburð við hreina ís- lenska gripi á sama tíma. Til að fá góð svör við ýmsum veigamiklum spumingum til að meta í fram- haldinu hvort nýta eigi erfðaefnið í ræktunarstarfinu þyrfti að fá 300- 400 blendingskýr. Slíkt mundi að öllum líkindum þýða 40-70 bú sem tækju þátt í tilrauninni. í lokin sagði framsögumaður að nautgriparæktamefnd hefði ekki haft þau rök á höndum að hún teldi sig geta hafnað þeirri beiðni félagasamtakanna að kynbætur með innfluttu erfðaefni væri skoðað. Að hans mati hefðu slík rök ekki til þessa komið fram í þessari umræðu. Katrín Andrésdóttir, dýra- læknir og bóndi, í Reykjahlíð tók til máls á eftir Jóni Viðari og spurði í upphafi hvaða tilgangi skoðanakönnunin ætti að þjóna. „Ef niðurstaðan verður já mun Landssamband kúabænda nota hana sem endanlegt samþykki kúabænda. Ef svarið verður nei verður þá horfið frá öllum áætlun- um um innflutning? í öðm lagi vil ég fá að vita hvaða rök em fyrir því að útiloka frá atkvæða- greiðslunni þá kúabændur sem ekki mæta á kynningarfundina.“ Katrín spurði einnig hvaða þættir yrðu helst vegnir og metnir ef af tilraunainnflutningi verður. „Hverjir setja upp tilraunina og hverjir meta árangurinn? Er e.t.v. ætlunin að skoða það sem við vit- um nú - að þær mjólka meira og em með betri júgur og spenagerð." Katrín sagðist vilja taka það fram að hún hefði á sínum tíma lært í Noregi og að sér líkaði vel við þar- lendar kýr. Þær hafi mjólkað vel og verið umgengisgóðar. „Veður- far í Noregi, sagði Katrín, er með þeim hætti norðan heimskauta- baugs að engin rök em fyrir því að Fundir til kynningar á tilraunainnflutningi erfðaefnis til kynbóta á íslenska mjólkurkúakyninu voru haldnir um land allt 10. til 14. nóvember. Fundaherferðin og skoðanakönnunin er í framhaldi af ályktun aðalfundar LK 1997. í Ámessýslu var haldinn fundur 12. nóvember í Þingborg. Fundarstjóri var Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð. Á fundinn mættu tæplega 200 manns og voru skoðanir mjög skiptar. Framsögumaður fundanna var Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðunautur Bændasamtaka íslands. í framsögu sinni kynnti hann greinargerð sem Bændasamtök íslands fólu nautgriparæktamefnd að vinna en bæði Búnaðarþing og LK höfðu ályktað um innflutning. Þrátt fyrir að niðurstaða sé fengin í málinu taldi blaðið rétt að rekja umræður á einum af mörgum fundum sem haldnir vom um innflutning erfðaefnis. standa í langvinnum tilraunum á íslandi til að finna það út að þær geti skilað jafn miklu á íslandi. Ef menn vilja innflutning eiga þeir að ganga hreint til verks eins og svínabændur hafa gert.“ Katrín spurði um hvað gert yrði ef niðurstaða tilraunarinnar yrði neikvæð fyrir útlenska kynið. „Hvað verður gert við gripina. Verður þeim eytt í einu lagi? Hver mun bera kostnað við að breyta fjósunum aftur í upprunalegt horf og hver mun greiða bændum fyrir að endumýja kúastofn sinn?“ Þá vék Katrín að sjúkdóma- hættu og sagðist ekki skilja hvemig bændur eigi að geta tekið afstöðu til innflutnings án þess að þeim væri kynntar þær hættur sem væra samfara innflutningi. Hún sagði sannað að ýmsir sjúkdómar gætu borist með fósturvísum og hún nefndi nokkra sjúkdóma í þessu sambandi. „Sjúkdómar þessir em ekkert einkamál kúa- bænda og ég spyr því hvort leitað hafi verið álits og samþykkis dýra- læknayfirvalda. Hvað segja sauð- fjárbændur um enn einn sjúk- dóm?,“ sagði Katrín en einn þeirra sjúkdóma er hún nefndi getur borist úr kúm í kindur - og öfugt. Þá fjallaði Katrín um fréttir þess efnis að samsetning mjólkur- próteina íslensku kúnna væri frá- bmgðin því sem gerist hjá ræktuðu kynjunum. „Annars vegar er ís- lenska mjólkin drýgri til osta- gerðar og hins vegar vantar í hana prótein sem veldur skemmdum í brisi og þar með sykursýki hjá fólki. Eg spyr því í fyrsta lagi hvort nautgriparæktamefnd hafi vegið og metið hvaða eiginleikar gætu tapast við að skipta um kúa- kyn og í öðm lagi hvort álits mjólkuriðnaðarins hafi verið leitað? Sigríður Jónsdóttir bóndi í Gýgjarhólskoti sagðist vera gröm yfir því að í upphafi fundar hefði fundarmönnum verið meinað að koma fram með andmæli við til- lögur nefndarinnar. Sigríður sagði furðulegt að efna til skoðana- könnunarinnar því bændur vissu vart til hvers hún væri. „Em hendur þeirra sem um málið fjalla á nokkum hátt bundnar af niður- stöðu könnunarinnar?" sagði Sig- ríður og svaraði því síðan neitandi. Sigríður sagðist ekki líta á hugsan- legan innflutning erfðaefnis sem tilraun heldur sem óafturkræfa aðgerð og hún kvartaði undan því að nefndin hefði ekki upplýst hvemig ætlunin væri að snúa til baka ef tilraunin heppnaðist ekki. „Þó að það sé vaninn að pófa erfðaefni í öðmm stofnum þá efast ég um að aðstæður séu þær hinar sömu og hér á landi.“ Sigríður sagði íslenska kúa- stofninn einstakan í sinni röð og hún sagðist ekki sátt við að gerðar yrðu tilraunir á 5-10% íslenskra kúabúa... „bara til að finna út hvort þetta sé sniðugt eða ekki. Ef svarið er ekki - hvað þá?“ Sigríður sagði að halda skyldi áffam í anda Fær- eyjatilraunarinnar. Hingað til hefði verið litið á niðurstöðu hennar sem heilagan sannleika en nú brygði svo við að tilraunir á tilraunastöðv- um hérlendis teldust ófullnægj- andi. En hér yrði að fara varlega. „Það kann vel að vera að okkar kúastofn búi yfir eiginleikum sem ræktaðir kúastofnar í útlöndum eru búnir að týna,“ sagði Sigíður. Síðar kvaðst Sigríður ekki geta séð að tillaga nautgriparæktamefndar hljóðaði upp á innflutning í til- raunaskyni og hún sagði að ekki hefði komið fram hve miklum árangri verkið þyrfti að skila svo haldið yrði áfram. Lfldegt væri að menn mundu sitja uppi með niður- stöðuna og gætu ekld snúið við. Geir Agústsson á Gerðum sagði sjúkdómahættuna vera sér efsta í huga og hann taldi að þeirri hættu hefði ekki verið næganlegur gaumur gefinn. Geir sagði kosning- una í skötulfld og hann spurði hvers vegna mjólkurbændur hefðu ekki fengið sendan atkvæðaseðil heim. Geir hvatti ráðunauta til að efla vinnu við ræktun íslenska kúa- kynsins og hann efaðist um að það tækist að gera tilraun á nokkmm tugum búa. „Ég bjó mig upp þegar ég fór á þennan fund og setti á mig bindi - sagði við konuna að þetta væri kannski jarðarfarardagur ís- lenskra kúa.“ Geir sagði vanda íslenska kúa- stofnins ekki felast í því að hann mjólkaði ekki nógu vel. Vandinn fælist í framleiðslutakmörkunum. Soffía Sigurðardóttir, frá Neistastöðum vildi fá upplýsingar um kostnað vegna hugsanlegrar tilraunar. „Hver er áætluð aukning á framlegð kynblendinganna miðað við íslensku kýmar?“ Gyða Björk Björnsdóttir bóndi í Skipholti, spurði hvort það gæti talist eðlilegt að sömu menn og stóðu að tilrauninni í Færeyjum mætu niðurstöðumar og kynntu þær.... „haldi síðan fundina og biðji menn um að tjá sig ekki og biðji síðan bændur um að greiða atkvæði eftir þennan einhliða mál- flutning." Gyða Björk sagði niður- stöðu tilraunarinnar ekki gefa bændum marktæk svör og hún bað um að fundarmenn fengju t.d. upp- lýsingar um heilsufar norskra kúa, kostnað vegna dýralækna og arð-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.