Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 20
BændcMaðíð Endurmenntun borgar sig! Hranneyri ■ Hólarog Earðyrkjuskólinn Greiðslur Markaðsráðs fil bænda vegna sumarslátrunar 1998 í Bændablaðinu þann 16. september sl. voru birtar fyrir- hugaðar álagsgreiðslur Mark- aðsráðs kindakjöts til bænda vegna sumarslátrunar 1998. Þar kom fram að greitt yrði á fjölda dilka í gæðaflokkum Dl (Dl*, DIA, DIB og DIC) eða samsvarandi flokka í nýju matskerfi, á það kjöt sem selt er ferskt. Greiðslur þessar áttu að hefjast í byrjun júlí með 1.200,- kr. pr. dilk og fara síðan stiglækkandi niður í 200,- kr. pr. dilk í lok ágúst. A fundi sínum þann 6. nóvember sl. ákvað Markaðsráð kindakjöts að greiða sama álag á dilkaslátrun í júm 1998 og greitt verður fyrstu vikuna í júlí, byggt á sömu forsendum og gilda fyrir slátrun í júlí og ágúst. I samræmi við ofansagt mun Markaðsráð kindakjöts því greiða 1.200,- kr. pr. dilk dagana 1.-30. júní 1998. Ný útgáfa af Einka-Feng Einka-Fengur, 2,0, ásamt gagnasafni 1997, verður send til áskrifenda á næstunni. í gagnasafni Einka-Fengs eru upplýsingar um 100 þúsund hross með nýju kynbótamati og kynbótadómum sumarsins. Ný útgáfa af Fjárvísi Tölvudeild Bændasamtaka Islands er að senda frá sór nýja útgáfu af Fjárvísi, ætta- og afurðaskýrsluhaldsforriti í sauðfjárrækt. Nýja útgáfan, Fjárvís 2,0, er mikið endurbætt frá síðustu útgáfu. Notendaviðmót hefur tekið miklum breytingum með það að markmiði að auðvelda alla vinnu notenda við skrán- ingu og leiðréttingar. Forritið var þróað í nýrri útgáfu af þróunarhugbúnaði sem eykur hraða og minnismeðhöndlun forritsins til muna. Bændasam- tökin sömdu við Hjálmar Ólafsson um forritun, eins og fyrr, og að sögn Jóns B. Lor- ange, sem hefur verið verk- efnastjóri verksins, er hann mjög ánægður með árangurinn af þessu samstarfi enda leggur Hjálmar allan metnað sinn í að verða við ítrustu kröfum not- enda. Þá sé einnig ánægjulegt að finna fyrir einlægum áhuga sauðfjárbænda að koma með uppbyggilegar ábendingar við að gera gott forrit betra, sagði Jón B. Lorange. A þriðja hundrað sauðfjárbændur nýta sér nú forritið við sauðfjár- skýrsluhald sitt. I Gagnleg forrit fyrir framsækna bændur | Einka Fenqur IForrit fyrir hrossaræktendur J DanMink/Fox | fyrir loðdýrabændur Fjárvís Afurða- og ættbókarforrit fyrir sauðfjárbændur AoroSoft skýrsluhalds- og afurðaforrit fyrir svínabændur Búbót Sérhannað bókhaldsforrit fyrir bændur Bændasamtök íslands, Bændahöll viö Hagatorg Sími 563 0300 ^ MASSEY FERGUSOINI Gerið MASSEY FERGUSON 4200 \ Farþegasæti Nýr mótor Meira afl > Nýtt útlit > Nýtt og stærra lúxushús > Meira rými iNútímaþægindi \ Gott útsýni Þökkum góöar viótökurum landiö allt ^rocra,-. Ingvar Helgason hf. ~ — ~ ' Sævarhöföa 2 “====■ Simi 525 8000 * Véladeild Sími 525 8070 Mjög þægileg vökva- og beislisstýring sem er öll hægra megin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.