Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25.nóvember 1997 Bœndablaðið 13 Bændur athugið! Framleiði kornvalsa, gjafagrindur, baggahnífa, afrúllara og margt fleira. Bíla-, búvéla- og vélhjólaviðgerðir. Rennismíði og fræsivinna. Vélaverkstæði Svenna, Hólmi II 781 Hornafirði Sími & fax 478 103. Árni Jónsson Búkarfragn Búnaðarsamband Suðurlands hefur nýlega gefið út bókina Sauðfjárræktin á Suðurlandi. Þættir úr sögu fjárræktarinnar á 20. öldinni. Höfundur bókarinnar er Hjalti Gestsson frá Hæli í Gnúpverja- hreppi, fyrrverandi ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands um nærri hálfrar aldar skeið. Þetta er einstök bók. Ekki er mér kunnugt um að nokkur annar maður hafi lagt í að skrifa slíka bók og er Búnaðarsamband Suð- urlands þó stærst búnaðarsam- banda og náði til 35 hreppa eins og þeir voru áður en sameiningar hófust. Segja má að Hjalti Gestsson hafi, ásamt Halldóri Pálssyni meðan hans naut við, leitt sunn- lenska fjárbændur og stutt á allan hátt, og þó margir aðrir hafi komið við sögu mun hlutur þeirra vera stærstur. Bókin er kaflaskipt. í fyrsta kafla er ræktunarsagan fram til fjárskiptanna 1951-1954. Árið 1916 voru fyrstu skipulögðu hrútasýningar haldnar á Suður- landi. Dómari var Jón H. Þor- bergsson, síðar bóndi á Laxa- mýri. Aðeins hlutu 12 hrútar 1. verðlaun en 278 voru metnir ónothæfir. Á síðustu sýningu fyrir fjárskiptin fengu 305 hrútar 1. verðlaun eða 25 sinnum fleiri en 1916. Gerð er grein fyrir 5 fjárstofn- um sem náð höfðu nokkuð fast- mótuðum eiginleikum. Allir byggðu þeir þó á aðfluttum fjár- stofnum að einhverju leyti. ítarlegur kafli er um fjár- skiptin 1951-1954 en Hjalti Gestsson var formaður Fjár- skiptafélags Ámessýslu. Nýju fjárstofnunum er lýst og rakið hvaðan kostamesta féð kom og hvemig það reyndist í ræktu- ninni. Tíu árum eftir fjárskiptin voru 24 fjárbú á Suðurlandi komin með fjárstofna sem höfðu sannað gildi sitt m.a. með sölu kynbótahrúta. Þá er umsögn um ræktunar- árangur í hverri sveit. Síðan er ræktunarsögunni haldið áfram. Greint frá stofnun sæðingar- stöðvarinnar 1968 sem hefir ásamt tilraunum og ræktunarstarfi fjárræktarbúsins á Hesti í Borgarfirði verið horn- steinar fjárræktarinnar á Suð- urlandi síðustu áratugina. Fjöldi mynda er í bókinni bæði af sauðfé og mönnum, og einnig eru margar töflur til skýringa. Sem eins konar bókar- auki eru sex ferðaþættir frá fjár- kaupunum og flutningi lambanna milli landshluta, ein ritgerð um gamalt og nýtt búskaparlag á fjárbúi og frásögn er af Herdísar- víkursurtlu sem harðast allra áa barðist fyrir lífi sínu. Fjárbændur á Suðurlandi og aðrir unnendur sauðkindarinnar munu fagna þessari bók. Hún mun verða mikið lesin, ekki einu sinni heldur aftur og aftur. Bókin kemur eins og ljósgeisli inn í það myrkur sem grúft hefir yfir sauð- fjárræktinni að undanfömu. Einnig er gleðiefni að bókin er til minningar um farsælt ævi- starf höfundarins. Kynnum nýju JOHN DEERE 5000 traktorana Nú eru þeir fáanlegir traktorarnir sem allir hafa beðið eftir! Nýju John Deere 5000 traktorarnir eru léttir, meðfærilegir og afar hentugir í flesta algenga traktorvinnu. Þeir eru mjög léttir og spora því lítið út. Þeir eru lágbyggðir og komast inn í eldri byggingar. Traktorarnir eru liprir í allri notkun, þeir eru vel búnir og vinnan verður auðveld. LÉTTIR OG LIPRIR # Tvær stærðir: 55 og 70 hö. # 3ja strokka mótor m/forþjöppu # Alsamhæfður gírkassi 24/24 # Vendigír # Skriðgír * 40 Km/klst. * 2ja hraða aflúrtak 540/750 * Heildarhæð um 240 cm * Heildarþyngd um 2.900 kg. * Afar hagstætt verð ÞOR HF Reykjavík - Akureyri REYKJAVlK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, - Sími 461-1070 Forrit fyrir kúabændur. Forrit sem léttir störf og auöveldar skýrsluhaldið. HH huobúnaður. sími 487 8684 Stíflu. 861 Hvolsvelli Ræktun og jarðvegsefnagreiningar Er ísienskur jarOvegur næringarefnaríkur og hvað þarf að hala í huga við raekhin? Islenskur jarðvegur er basalt- jarðvegur og það er áberandi hve hann er að jafnaði fQsfór- snauður. Útilokað er að koma nýrækt til nema með drjúgum skammti af fosfóráburði í upphafi og síðan reglu- bundinni fosfórgjöf eftir það. Líka er áberandi að fosfórá- burðurinn skilar ekki nema litlum árangri einn sér en því meiri ef plöntunni er gefið köfnunarefni líka. Til að nefna fleiri sérkenni ■ jarðvegs af basaltuppruna er slík- ur jarðvegur jafnan mjög ríkur af járni og áli. Mikið magn þessara efna veldur m.a. hinni miklu fos- fórþörf jarðvegsins. Það veldur t.d. því líka hve móajarðvegur er oft þéttur og klessukenndur. í þurrlendi er sýrustig (pH) jarð- vegsins víðast tiltölulega hag- stætt en það þarf þó ekki endilega að vera vísbending um gott kalk- ástand sem er ein forsenda þess að vel takist til við ræktun. Mýrajarðvegurinn er að jafnaði verulega súrari, einkum á vestur- hluta landsins þar sem áhrifa af eldgosum hefur lítið gætt. Þar getur því oft verið um meiri kalk- þörf að ræða, einkum þegar menn rækta túngrös af erlendum upp- runa sem að jafnaði eru aðlöguð öðrum ræktunaraðstæðum. Þetta kom fram hjá Bjarna Helgasyni, jarðvegsfræðingi hjá RALA, þegar hann var inntur eftir því hvort íslenskur jarðvegur væri næringarefnaríkur og hvað þyrfti að hafa í huga við ræktun. Bjarni hefur um árabil rannsakað íslenskan jarðveg, næringargildi hans og þörf plantna fyrir áburð. -Er rœktun hér byggð á er- lendum stofnum ? “Já, síðan ræktunaröld hófst hefur öll ræktun okkar byggst á innfluttum stofnum. Þeir eru að jafnaði uppskerumeiri og þurfta- frekari en okkar gamli, innlendi gróður. Ólíkar aðstæður og krafan um mikla uppskeru ræður því næringarþörfinni en endan- Íega eru það auðvitað kringum- stæður á hverjum stað sem stjórna áburðarþörfinni. Tilgang- urinn með jarðvegsefnagreining- um og áburðarleiðbeiningum í tengslum við þær er að hjálpa mönnum að takast á við þennan þátt í búskapnum.” -Hvað er það sem menn skoða helst í sambandi við jarðvegs- efnagreiningar? “Fyrir hefðbundna ræktun líta menn fyrst og fremst á sýrustig til að kanna hvort ástæða er til þess að kalka jarðveginn eða ekki. Þá þurfa menn auðvitað að gera sér grein fyrir þeim tak- mörkunum sem sýrustigs- mælingin hefur. Fosfór og kalí eru þau grundvallarnæringarefni sem verða að vera til staðar og lengi vel hafa verið talin hvað mikilvægust ásamt köfnunarefni. Því hefur megináhersla verið lögð á að rannsaka þessi næring- arefni. Jarðvegssýni í þessu sam- bandi er venjulega best að taka á hausti eftir að sprettu er lokið og fram undir frost. Efnagreiningar á jarðvegssýn- um vegna ylræktar eru hins vegar gerðar allt árið enda ræktunin ekki lengur bundin eingöngu við sumarið. Og almennum áhuga- mönnum um ræktun eru veittar ýmiss konar upplýsingar og leið- beiningar þegar eftir því er leitað.” Bjarni segir að lokum að grundvöllur starfsins séu áburðar- tilraunir sem gerðar voru víða um land um árabil og eru enn gerðar þótt þeim hafi mikið fækkað á undanförnum árum. Ekki sé hægt að leggja allar þessar tilraunir niður því að þær gefi mjög mikl- ar upplýsingar um hvað gerist í jarðveginum við stöðuga áburðar- notkun í ræktun eins og tíðkast í hefðbundnum búskap.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.