Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 52

Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 52
50 TÓNLISTIN Fyrir svo viöamikiö verk sem þetta heföi veriö æskilegra aö hafa mann- fleiri kór, sem betur heföi gnæft yfir hljómsveitina. í þessum snoturbúna kammerkór haföi forysturöddin yfir björtum blæ að ráöa, en karlmannaradd- irnar reyndust alltof hlédrægar. Undir- leikur og forleikir hljómsveitarinnar voru víðast hvar hreinlega leiknir, en nokkuð skorti á nákvæmt samræmi milli söngs og leiks. Karlakórinn Fóstbræður stendur nú í fremstu röö sem afburðakór í sönglífi okkar, og ætti hann því aö vera tengdur sterkum böndum viö íslenzka tónmenn- ingu. Nýlega gáfust góöar vonir um rat- vísa forystu til tryggingar þessu lífsskil- vrði, en nú virðist sjónin aftur hafa daprazt og leiöin glatazt. Efnisskrá kórsins, sem aö þessu sinni var æði-umfangsmikil, bi’ti ekkert ís- lenzkt lag nema eina tileinkun. Norrænu lögin, sem nú eru búin að tapa æsku- blóma sínum, söng kórinn yfirleitt með öruggleik >og smekkvisi, að undanskildu fyrra Belhnannslaginu, þar sem tenór- arnir höföu ómótstæðilega tilhne'gingu til að ,,skrúfa“ sig upp og valda mis- ræmi milli radda. Hinum vandsurgna dánarsöng Bachs var og i nokkru áfátt um hárnákvæma tónhæfni, og sums- staðar var jafnvel fariö út vfir endi- mörk hljómandi raddsviðs (Körling). Meöferöin á finnsku lögunum bar af, enda voru þau kórnum fullkomlega samboöin verkefni; hér kom fram há- dramatískur frumkraftur sindrandi fjallaradda í túlkun eðlisskyldrar hugs- unar hinna gagnmúsíkölsku Finna, sem í tónmennt skina öndvegis'æti Noröurlanda. Jón Halldórsson sýndi þaö, að hann getur beitt raddmagni kórsins aö vissu marki; en þó er hon- um sýnna um sundurgreiningu smáat- riöa en arnsúg stórfelldra umbrota, svo aö óþarflega Ivrísk viökvæmni ræöur of miklu um heildarsvipinn. Daníel Þor- kelsson fór laglega með lítiö einsöngs- hlutverk, en ljósari f-ramburður mundi lífga söngstíl hans, og Holger Gíslason flutti skozkt þjóölag með viöfeldinni en eilítið „vibrerandi“ röddu. Sá, sem gerir tilkall til þess að vera snar þáttur í lííi þjóömenningar, tekst á hendur eigi alllitla ábyrgð. Hann er i rauninni kjörinn til að bregða upp sönn- um, raunverulegum myndum af lífs- hræringum þjóöarinnar sjálfrar i for- tíð og nútíð og hjálpa henni þannig til aö þekkja sjálfa sig, kenna henni að hlusta á 'röddina í hennar eigin brjósti. Þetta viðhorf menningarboðberans er sjálfsögð trúmennska gagnvart sam- þjóðinni. Nýlega hefir menntamálastjórn lands- ins veitt islenzkum tónlistarmönnum nokkra upphæö fjár í viðurkenningar- skyni fyrir unnin tónlistarstörf. Af þessari upphæö hafa % hlutar fallið i skaut íslenzkum tónskáldum, og taldi þó úthlutunarnefndin, aö nokkrir aörir jafnverðugir stvrksins hefðu verið látnir sitja hjá. Ef nú ætti að draga þá eðlilegu ályktun, að söngskrá reynds kórs gæfi ákveðnar upplýsingar um tón- listarþroska þeirrar þjóðar, sem hefir aliö, stutt og sfyrkt hann til gengis og frama — þá hlytum við að kveða upp úr með þann dóm okkar, að íslenzkir lagsmiðir væru alls endis ómaklegir — jafnvel hinnar minnstu viðurkenningar af hálfu hins opinbera. Ef við hins vegar snúum dæminu við og ályktum sem svo, að hér hljóti að blómgast skap- andi tónlista'rlíf. ef miöa skuli viö þann hóp skapandi tónlis'armanra, sem rík- isvaldiö álítur viöurkenningarveröa, þá getum viö slegið þvi föstu, að viðfangs- efni kórsöngvaranna standa i himin- hrópandi ósamræmi og andstöðu við þjóðlegt sönglíf þessa lands. Allir þeir, sem fylgjast vel meö sönglistarmálum okkar, vita ósköp vel, hvor ályktunin reynist haldgóö og hvor allskostar ótæk. íslenzkir tónlistarmenn geta ekki lát- ið hjá líða, að hreyfa eindregnum and- mælum gegn þvi, að íslenzk tónlist sé borin fyrir ofurborð, — hvar og hve-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.