Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.05.2012, Qupperneq 16
16 17. maí 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Eitt stærsta hlutverk stjórnmálanna er að viðhalda samræðu á milli þriggja mikilvægra þátta samfélagsins; stjórn- sýslunnar, sérfræðinga og almennings. Með því að halda þessu jafnvægi má tryggja að opinber stefnumótun byggi á ólíkum sjónarmiðum og þar með tryggja lýðræðislegan framgang samfélagsins. Hér á landi hefur oft skort á þetta sam- spil samfélagsþáttanna þriggja, svo mjög að sumir vilja meina að samræðugenið sé víkjandi arfgerð hjá Íslendingum. Fyrr í vikunni boðaði umhverfisráðu- neytið til málþings um erfðabreytta ræktun. Þetta er mjög umdeildur mála- flokkur, þar sem ótal álitamál eru fyrir hendi – ekki aðeins hvað varðar vísind- in, heldur ekki síður líffræðilega fjöl- breytni, sambúð við aðra ræktun og ýmis siðferðileg álitamál. Í þessum málaflokki hefur skort heildstæða stefnumörkun, sem ég tel þurfi að bregðast við í ljósi hraðrar þróunar á undanförnum árum. Erfðabreytt ræktun er gott dæmi um málaflokk þar sem samræða ólíkra hópa hefur ekki verið eins og best verður á kosið – hún hefur skipst í andstæðupóla, sem illa gengur að brúa á milli. En á sama tíma er þetta einn af þeim mála- flokkum þar sem samræðan er hvað mikilvægust. Málþingið var hugsað sem fyrsta skrefið í að byggja brýr á milli pólanna, en tókst ekki sem skyldi. Þegar upp var staðið reyndumst við hafa skipulagt málþing, þar sem sér- fræðingar og fulltrúar stjórnsýslu áttu sviðið – en sjónarmið almennings áttu ekki fulltrúa meðal frummælenda. Jafn- framt reyndist á köflum of lítið gert úr afstöðu þeirra sem setja spurningar- merki við ýmsa þætti erfðabreyttrar ræktunar. Í kjölfarið hefur hluti umfjöll- unarinnar verið gagnrýndur fyrir að umgangast andstæðar skoðanir ekki af nægjanlegri virðingu – og þar með gera þeim sem ekki aðhyllast sömu sterku vísindahyggjuna erfiðara að taka þátt í samræðunni. Umhverfisráðuneytið leit alltaf á mál- þingið sem fyrsta skrefið í að móta ítar- lega stefnu hér á landi um erfðabreytta ræktun. Við höldum ótrauð í það ferðalag, þó ekki hafi tekist nógu vel við fyrsta skref- ið. Vonandi finnum við samræðugenið á leiðinni, svo okkur auðnist að gera ólík- um sjónarmiðum jafnhátt undir höfði við þá stefnumótun. Leitin að samræðugeninu Málþing Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Þ órunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Sam- fylkingarinnar, skrifaði grein hér í blaðið fyrr í vikunni og skammaðist út í auglýsingaherferð hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar. „Uppistaðan í skilaboðum útgerðarmanna til þjóðarinn- ar eru órökstuddar fullyrðingar, illa dulbúnar hótanir og tilfinn- ingaklám af ömurlegustu sort,“ skrifar Þórunn. „Rökræðan krefst þess að málefnið sé skoðað frá öllum hliðum og leyfir ekki þöggun eða ofríki af neinu tagi. Auglýsingaherferð útgerðarmanna er að þessu leyti lítið annað en tilræði við frjálsa rökræðu í lýðræðis- samfélagi.“ Þessi málflutningur er endur- ómur af annarri ræðu, sem er líka vinsæl þessa dagana, um að upplýsingamiðlun á vegum Evr- ópusambandsins, til almennings í ríki sem sótt hefur um aðild að sambandinu, jaðri við landráð. Ásmundur Einar Daðason þing- maður skrifaði á vef sinn um daginn: „Í lýðræðisþjóðfélagi eru pólitísk álitamál rædd í opinni frjálsri umræðu. Til að umræðan sé frjáls þarf að gæta að jafnræðissjónarmiðum [...] Evrópustofa skekkir í grundvallaratriðum lýðræðislega umræðu á Íslandi.“ Auglýsinga- og kynningarherferðir eru aðeins ein leið til að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri í hinni lýðræðis- legu umræðu. Almenningur sækir sér upplýsingar eftir ótalmörgum öðrum leiðum. Svo við tökum bara þessi tvö dæmi er enginn hörgull á sjónarmiðum og röksemdum gegn hvort heldur er Evrópusam- bandsaðild Íslands og ESB sem slíku eða þeirri skoðun að bezt sé að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu sem minnst. Það er þess vegna fráleitt að kalla það „þöggun eða ofríki“ eða tilræði við lýðræðislega umræðu þegar einhverjir nota auglýsingar til að koma sjónarmiðum og upplýsingum á framfæri. Það er vissulega sjónarmið að auglýsingar eru dýr leið til upplýs- ingamiðlunar og þeir sem hafa úr miklum peningum að spila geta fremur nýtt hana en aðrir. Hins vegar er það nú svo að gagnrýnend- ur dýrra auglýsingaherferða, þar sem þjóðfélagsmál koma við sögu, láta yfirleitt í sér heyra þegar þeir eru ósammála sjónarmiðunum sem eru auglýst en þegja þegar þeir eru sammála. Auglýsingar af þessu tagi eru einfaldlega hluti af lýðræðislegri umræðu. Ekkert bendir til að sá sem auglýsir mikið hafi endilega sitt fram. Frambjóðendur og flokkar sem mest auglýsa fyrir kosningar fá ekki alltaf mest fylgi. VR, stærsta stéttarfélag landsins, hefur reglulega efnt til áberandi auglýsingaherferða í þágu launajafnréttis kynjanna, í krafti sterkrar fjárhagsstöðu félagsins. Árangurinn af þeim herferðum er að minnsta kosti mjög lengi að skila sér. Þórunn, Ásmundur Einar og allir hinir sem hafa allt á hornum sér yfir kynningar- og auglýsingaherferðum ættu fremur að svara rang- færslum sem þau telja sig sjá, færa fram gagnrök og rökstyðja vel eigin málstað – og til þess hafa þau margar leiðir – en að amast við þessum þætti í lýðræðislegri umræðu. Það er engin ástæða til að ótt- ast upplýsingar, ekki heldur þótt þær séu settar fram í auglýsingum. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Tilboðið gildir til mánudagsins 21. maí Mikið Margir hafa velt fyrir sér þróun íbúa- fjölda á Austurlandi eftir að stóriðju- framkvæmdir hófust þar fyrir áratug. Meðal hinna forvitnu eru forsvars- menn Alcoa og Landsvirkjunar, sem létu sér þó ekki nægja að hugsa um málið heldur gerðu það sem þeir eru þekktir fyrir og framkvæmdu. Ráðist var í rannsókn undir hatti svokallaðs sjálfbærniverkefnis og niðurstaðan var merkileg. Íbúum á svæðinu hafði fjölgað úr ríflega sjö þúsund manns í rúm níu þúsund, eða um nærri þrjátíu prósent! Minna Glöggur blaðamaður á Austurglugg- anum var ekki sannfærður og ákvað því að kanna málið sjálfur. Hann fór á vef Hagstofunnar og lagði saman tölur. Niðurstaðan var sú að tölur Alcoa og Landsvirkjunar stæðust ekki, og skýringin að þar á bæ hefðu menn tvítalið alla íbúa sveitarfélaga sem síðan hafa verið sameinuð í önnur stærri. Fjölgunin hafi því ekki verið nema um fimmtán prósent. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að aðrir útreikningar stóriðjuspeking- anna séu ekki sama marki brenndir. Misskilningur Jón Magnússon, fyrrverandi þing- maður, telur Íslendinga allt of góða við þá sem hann kallar „ólöglega innflytjendur“. Þeir fái dagpeninga frá ríkinu og hafi það langtum betra en aldraðir Íslendingar og öryrkjar. Þetta er býsna villandi orðfæri hjá Jóni. Ólöglegir innflytjendur eru þeir sem búa í þjóðfélögum án vitundar yfir- valda, vinna þar svart og þiggja, eðli málsins samkvæmt, engar sporslur frá hinu opinbera. Þetta á ekki við um hælisleitendur og flóttamenn sem við reynum að koma til móts við í samræmi við alþjóða- samninga og almenna siðferðiskennd. Þetta er heldur meinlegur misskilningur hjá lögmanni, nema hann hafi misskilið málið viljandi. stigur@ frettabladid.is Eru auglýsingar tilræði við umræðuna? Óttinn við upplýsingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.