Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 86

Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 86
26. maí 2012 LAUGARDAGUR46 krakkar@frettabladid.is 46 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Hver er þín fyrsta minning Ragna? „Þegar ég fór til Spánar með fjölskyldunni og fékk að halda á ljónsunga og litlum apa. Í þessari ferð fékk ég líka að synda í sundlauginni og kafa á botninn. Ég hef alltaf verið mikill fiskur í mér og tók ekki í mál að vera með kúta, kafaði bara og kafaði.“ Varstu einhvern tíma óþæg? „Nei, ég hef alltaf verið mjög þæg og virt foreldra mína og aðra í kringum mig.“ Hvernig fannst þér skemmti- legast að leika þér? „Mér fannst alltaf gaman að vera einhvers staðar úti í náttúrunni, ganga upp á fjöll, hoppa í lækjum, tína skeljar og steina og hlaupa og skoppa út um allt. Ég var mikið í fimleikum og var alltaf að taka dansspor, handahlaup, araba- stökk og flikk alls staðar.“ Áttir þú uppáhaldsleikfang? „Ég var mikið fyrir Barbie og Pony þegar að ég var lítil.“ En gæludýr? „Já, ég hef átt fiska, hamstra, páfagauka, hunda og ketti og held mest upp á hunda.“ Spilarðu stundum á spil? „Já, ég hef mjög gaman af spilum og kann líka nokkra spilagaldra sem mér finnst gaman að gera fyrir fólk.“ Var mikil íþróttaiðkun á æsku- heimilinu? „Já, við bróðir minn höfum alltaf verið mikið í íþróttum. Ég æfði ballet, dans, fimleika og badminton og tók að lokum badmintonið fram yfir annað.“ Hvernig fékkst þú áhugann? „Mamma og pabbi búa svo nálægt TBR (Tennis- og bad- mintonfélagi Reykjavíkur). Bróðir minn, sem er þremur árum eldri en ég, var byrjaður að æfa á undan mér, ég elti hann á fyrstu æfinguna mína, þá átta ára gömul. Við vorum síðan í þessu saman í mörg ár, urðum til dæmis Íslandsmeistarar í tvenndarleik saman. Það var alltaf svo skemmtilegt í TBR að þannig kom áhuginn.“ Hvað æfir þú marga klukkutíma á dag? „Tvisvar á dag í 100-120 mínútur í senn á virkum dögum, einu sinni á laugardögum og tek frí á sunnudögum.“ Hefur þú ferðast mikið? „Já, ég hef komið til 42 landa og að minnsta kosti 88 borga. Ég hef farið í sex heimsálfur, allar nema Suðurskautslandið. Ástralía og Nýja Sjáland eru með flottustu löndunum.“ Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? „Í Ásbyrgi og ég á góðar minningar úr Þjórsárdalnum.“ Finnur þú mikið fyrir frægð- inni? „Nei, og er mjög fegin að vera ekki stöðugt á milli tannanna á fólki en mér finnst gaman að vera þekkt fyrir árangur minn í badminton og upplifi það sem mjög jákvæðan hlut.“ Hlakkarðu til að fara á Ólymp- íuleikana í London? „Já, alveg ótrúlega mikið. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef upplifað í lífinu var að vera á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þegar maður hefur unnið svona rosalega vel fyrir því að ná árangri þá er ekkert skemmtilegra en að njóta afrakstursins.“ HEF GAMAN AF GÖLDRUM Badmintonmeistarinn Ragna Björg Ingólfsdóttir gekk á fjöll, hoppaði í lækjum og fór í arabastökk og flikk hvar sem var þegar hún var barn. Nú æfir hún badminton fjóra tíma á dag enda ætlar hún á Ólympíuleikana í London í sumar. ÍSLANDSMEISTARINN „Ég æfði ballett, dans, fimleika og badminton og tók að lokum badmintonið fram yfir annað,“ segir Ragna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Amma: „Hvernig gekk honum Gísla litla á söguprófinu?“ Mamma: „Oh, hálf illa en það var ekki honum að kenna, strák- anganum. Kennarinn var að spyrja hann um það sem gerðist löngu áður en hann fæddist.“ Addi litli: „Ég orgaði ekkert þegar ég fór til tannlæknisins.“ Pabbi: „Frábært, vinur minn. Þú mátt eiga þennan fimm hundruð kall fyrst þú varst svona duglegur. Var þetta ekki sárt?“ Addi litli: „Nei, nei, tannlæknirinn var ekki heima.“ Tveir drengir áttu í erjum og flugust á. Gamall maður kom þar að og ávarpaði þá. „Hættið þið nú að fljúgast á drengir. Hafið þið ekki heyrt að maður á að elska óvini sína?“ „Jú,“ svaraði annar. „En við erum ekki óvinir, við erum bara bræður.“ Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Eurovision-söngvakeppnin fer fram í kvöld í 57. sinn eins og alþjóð veit. Krakkasíðan setti saman nokkrar spurningar um þessa sívinsælu keppni. VEISTU MIKIÐ EÐA LÍTIÐ UM EUROVISION? 1. Gleðibankinn 2. Cross fit 3. Lipstick 4. Stattu upp 5. Sandra Kim var 14 ára þegar hún sigraði 1986 6. Í annað sætið árið 1998 og 2009 7. 26 8. Gréta Salóme 9. Fjórum sinnum. 1974, 1984, 1991 og 1998 10. BakúSVÖR 1. Hvað hét fyrsta lagið sem Íslendingar sendu í Eurovision og hvaða ár var það? 2. Hvaða íþrótt leggur Greta Sal- móme stund á? 3. Hvað hét lagið sem tvíburarnir í Jeward sungu í fyrra? 4. Hvaða lag lenti í öðru sæti í undankeppninni á Íslandi í ár? 5. Hvað heitir yngsti keppandi sem hefur unnið Eurovision og hvað var hann gamall? 6. Hversu langt hefur Ísland náð í Eurovision? 7. Hvað keppa mörg lönd í úrslitakeppninni í kvöld? 8. Hver samdi íslenska Eurovision- lagið í ár? 9. Svíar þykja sigurstrangleg- ir í ár, hversu oft hafa þeir unnið keppnina til þessa? 10. Keppnin í ár er hald- in í Aserbaídsjan, hvað heitir höfuðborgin þar? HAFDÍS HULD leikur lög af nýju plötunni sinni Vögguvísur á Café Flóru í Grasagarðinum á mánudag, annan í hvítasunnu. Tónleikarnir hefjast klukkan fjögur og er smáfólk sérstaklega boðið velkomið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.