Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 102
26. maí 2012 LAUGARDAGUR62 sport@frettabladid.is Eiríkur Stefán Ásgeirsson íþróttafréttamaður ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í KÖRFUKNATTLEIK tryggði sér brons- verðlaun á Norðurlandamótinu. Stelpurnar spiluðu tvo landsleiki í gær. Töpuðu fyrst stórt fyrir Svíum en lögðu svo Dani, 72-67, en sá sigur dugði fyrir bronsverðlaunum. Stelpurnar spila við Finnland í dag og sigur þar gæti fleytt þeim í annað sæti mótsins en bronsið er tryggt. Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Köln HANDBOLTI Um helgina ráðast úr- slitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félags- lið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. Íslenskir handbolta- unnendur eiga sér í lagi von á góðu þar sem tvö af liðunum fjórum eru þjálfuð af Íslendingum og alls sex íslenskir leikmenn spila í þremur þeirra. Aðeins spænska stórveldið Atletico Madrid, áður Ciudad Real, getur komið í veg fyrir að Ísland eignist Evrópumeistara um helgina – og það fleiri en einn. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eru bæði þjálfuð af Íslendingum og mætast í fyrri undanúrslitaviður- eigninni í dag. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og Aron Pálmarsson spilar með liðinu. Hjá Berlínar- refunum eru þeir Dagur Sigurðs- son þjálfari og skyttan öfluga Alex- ander Petersson. Danska ofurliðið AG frá Kaup- mannahöfn er með fjóra íslenska leikmenn innanborðs – þá Arnór Atlason, Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson. Þeir fá það verkefni að ryðja Madrídarbúum úr vegi í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, hefur þjálfað bæði í Dan- mörku og Þýskalandi og hefur fylgst vel með gangi mála í Meistara deildinni í vetur. Hann er vitanlega spenntur fyrir helginni. „Þetta verður algjör veisla og sú staðreynd að svo margir Íslend- ingar verða með um helgina er frábær vitnisburður um íslenskan handbolta,“ segir Aron. Dagsformið skiptir miklu Í uppgjöri þýsku liðanna reikna sjálfsagt flestir með sigri Kiel enda liðið búið að vinna alla leiki sína í deild og bikar heima fyrir og þegar tryggt sér sigur í báðum keppnum. En Aron segir það ekki sjálfgefið. „Kiel ynni sjálfsagt sjö af tíu leikjum þessara liða en þar sem þetta er bara einn leikur á óháðum velli er allt opið. Kiel er klárlega með sterkara lið en ef Dagur nær fram algjörum toppleik frá sínum mönnum – sérstaklega í vörn og markvörslu – eiga þeir möguleika,“ segir Aron sem reiknar þó með sigri Kiel. „Í stuttu máli sagt er Alfreð með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum. Liðið er vel skipulagt, leikur vörn sem hefur valdið and- stæðingum sínum erfiðleikum og ég tel líklegast að þeir vinni í dag. Stærsti óvissuþátturinn er dags- formið og hvernig leikmenn muni mæta stemmdir til leiks. Ef ein- hver veikleiki er á þessu liði, þá er það að þeir hitti einfaldlega ekki á sinn dag.“ Öflug liðsheild í AG Aron ber miklar taugar til danska handboltans enda var hann þar lengi bæði sem leikmaður og þjálfari. AG er líklega eitt allra besta handboltalið sem Danir hafa átt lengi og hefur komið eins og stormsveipur á sjónarsviðið síðan skartgripasalinn Jesper Nielsen gaf það út fyrir nokkrum árum að hann ætlaði sér að byggja upp frá grunni besta handboltafélag heims. „AG er mjög vel mannað en þrátt fyrir það hefur komið á óvart hversu langt það hefur náð á skömmum tíma. Þetta er í raun nýtt lið en leikmennirnir hafa náð að búa til sterka heild á skömmum tíma. Ber það vitni um hversu miklir liðsmenn Skandinavar eru,“ segir Aron. Íslendingarnir fjórir eiga ekki síst stóran þátt í velgengninni sem sást einna best á því að þeir skoruðu 22 af 33 mörkum AG í síðari leiknum gegn núverandi Evrópumeisturum Barcelona, sem AG sló út í fjórðungsúrslitum. Landsliðsreynslan skilaði sér „Það var stórkostlegt að fylgjast með þeim. Samvinna þeirra í landsliðinu til margra ára skilaði sér heldur betur fyrir AG og er ekki ólíklegt að svipað verði upp á teningnum um helgina.“ Aron hefur trú á AG í dag, þrátt fyrir að andstæðingurinn sé ógnar sterkur. „AG er með mjög fjölhæfa leikmenn í vörn sem geta spilað ýmsar útfærslur af 6-0 vörn. Svo í sókninni eru íslensku strák- arnir áberandi með besta leik- mann heims, Mikkel Hansen, sér við hlið. Þeir standa vel að vígi og eiga góðan séns. Atletico er forn- frægt lið með marga öfluga leik- menn og afar klókan þjálfara sem hefur unnið þessa keppni margoft áður.“ Undanúrslitaleikirnir hefjast klukkan 13.15 og 16.00 í dag og verður ítarlega fjallað um leiki helgarinnar á íþróttavef Vísis. Bronsleikurinn og sjálfur úrslita- leikurinn fara svo fram á morgun. DANIRNIR EIGA GÓÐAN SÉNS Aron Kristjánsson reiknar með spennandi handboltahelgi þegar uppgjör fjögurra bestu liða Meistara- deildar Evrópu þetta tímabilið hefst í Köln í dag. Tveir íslenskir þjálfarar og sex landsliðsmenn verða í eld- línunni með sínum liðum, THW Kiel, AG Kaupmannahöfn og Füchse Berlin. ÞEKKIR ÞETTA ALLT SAMAN Ólafur Stefánsson er búinn að vinna Meistaradeildina fjórum sinnum og verður í lykilhlutverki hjá AG um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram loka- úrslitin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúr slitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tíma- bilinu enda liðið þegar unnið tvö- falt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn Dagur Fyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evr- ópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hverju Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðar línunni en baráttu leik- manna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn- mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi? Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðli- legt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru full trúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahand- bolti hefur upp á að bjóða. Þér er boðið í stærstu veislu ársins SIGURSTRANGLEGIR Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel eru líklegir til afreka eftir að hafa ekki tapað leik í Þýskalandi í vetur. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Pepsi-deild kvenna: Stjarnan-KR 3-1 1-0 Edda María Birgisdóttir (19.), 2-0 Ashley Bares (50)., 2-1 Alma Rut Garðarsdóttir (62.), 3-1 Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir (66.). STAÐAN: Breiðablik 3 2 1 0 5-1 7 Þór/KA 3 2 1 0 5-2 7 FH 3 1 1 1 6-4 4 Valur 3 1 1 1 7-6 4 Fylkir 3 1 1 1 2-3 4 Selfoss 3 1 1 1 6-8 4 Stjarnan 2 1 0 1 3-3 3 ÍBV 3 1 0 2 5-7 3 KR 2 0 1 1 3-4 1 Afturelding 3 0 1 2 1-5 1 ÚRSLIT Aðalfundur Dagskrá FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Stjörn- unnar unnu sinn annan sigur í þremur leikjum í Pepsi-deild kvenna í gær er KR kom í heim- sókn. Sigurinn þó ekki vandræða- laus en það var fyrirliðinn Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir sem gull- tryggði sigurinn. Stjarnan er í þriðja sæti deild- arinnar en KR-stúlkur hafa ekki farið eins vel af stað. Þær sitja í næstneðsta sæti með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. - hbg Pepsi-deild kvenna: Meistararnir að komast í gang BARÁTTA Það var ekkert gefið eftir í Garðabæ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.