Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. júní 2011 Ég hef áður skrifað hér um Hellisgerði og nauðsyn á aðgerðum til að bjarga þessum dýrgripi Hafnar fjarðar frá glötun. Metnað ar­ leysi hefur einkennt afstöðu bæjar­ yfirvalda til garðsins og það litla sem gert hefur verið hefur verið gert samhengislaust og ekki með skiln­ ing á eðli Hellisgerðis. Það er sennilega borin von að hjálp komi frá bæjaryfirvöldum við endurreisn Hellisgerðis og því þurfa bæjarbúar að taka til sinna ráða. Á föstudaginn verður formleg stofnun á Hollvinasamtökum Hellisgerðis og verður það í tengslum við opnun á Álfagarðinum, spennandi verkefni lítillar fjölskyldu sem býr við Hellisgerði. Ljóst er að ekki er nægilegt að fólk skrifi nafn sitt í bók, hér þarf meira til. Fólk þarf að gefa af tíma sínum, fólk þarf að gefa af peningum sínum og fá þarf til samstarfs öflug fyrirtæki sem eru tilbúin að vera með í að gera framtíðar­ sýn fyrir garðinn og vera með í reka hann af myndarskap. Þetta er ekki létt verk og þetta verður ekki ódýrt. Það er þó ástæðulaust að vola því margar hendur vinna létt verk. Það er rétt að minna á félagsmenn í málfundafélaginu Magna sem árið 1922 sóttu um til bæjarstjórnar að taka að sér garðinn. Var leyfið veitt og strax hafist handa en fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar árið 1924. Garðurinn var mikið sóttur og kom fólk víða að. Hafnfirðingar tóku myndarlega á móti forseta sínum í Hellisgerði er hann kom til bæjarins 1953 í fyrstu opinberu heimsókn sína í Hafnarfjörð. Hellisgerði var helsta skrautfjöður Hafnarfjarðar og aðdráttarafl. Það eiga Hafnfirðingar að geta upplifað aftur. Bonsaigarðurinn verður ekki starfandi í sumar og hlýtur þá að vera kominn tími til að taka niður víggirð­ ingarnar og nota annars staðar ásamt eftirlitsmyndavélum sem þar voru. Í Hellisgerði eru náttúruleg Bonsai tré sem hafa vaxið úr þröngum klettasprungum og engin þörf á að setja í garðinn hluti sem þarf að víggirða. Ég hvet alla Hafnfirðinga til að vera með í Holl vina­ samtökum Hellisgerðis og leggja sitt að mörkum. Guðni Gíslason Hafnfirska fréttablaðið Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudagur 26. júní Kvöldmessa kl. 20 Kjartan Jónsson leiðir stundina og félagar úr Kór kirkjunnar leiða sönginn við undirleik Zbigniew Zuchowich. Heitt á könnunni og samfélag að stundinni lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Árlegt Kirkjugrallaranámskeið fyrir 6-9 ára börn verður haldið 8.-19. ágúst. Þátttaka er ókeypis. Skráning er á astjarnarkirkja.is. www.astjarnarkirkja.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sverrir Einarsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er Íslenskar og vistvænar líkkistur Jón G. Bjarnason Hermann Jónasson Kristín Ingólfsdóttir Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Áratuga reynsla Helluhrauni 12 Hafnarfjörður www.granithusid.is Sendum frítt hvert á land sem erleiðarinn Skógargang í Höfðaskógi í kvöld Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir skógar göngu í Höfðaskógi í kvöld, fimmtudag kl. 20. Lagt verður af stað frá Gróðrarstöðinni Þöll. Gangan tekur rúma eina klukkustund. Félagið býður upp á kaffisopa að göngu lokinni. Álfagarðurinn opnaður í Hellisgerði Á föstudaginn kl. 18 verður Álfagarðurinn í Hellisgerði formlega opnaður Er athöfnin við gosbrunninn. Á eftir verður opnuð sýning í Oddrúnarbæ á verkum listamanna sem tengjast Oddrúnarbæ. Sýning stendur fram á sunnudag og eru öll verkin til sölu. Álfagöngur verða laugardag og sunnudag kl. 13. Hlutirnir okkar - sýning í Hönnunarsafninu Nýlega var opnuð sýning á úrvali safngripa frá ólíkum tíma sem varpar ljósi á söfnunarsvið Hönnunarsafns Íslands. Safnið er til húsa á Garðatorgi 1 og er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Bræðrafélag endurvakið Miðvikudaginn 29. maí kl. 20 verður Bræðrafélag Fríkirkjunnar endurvakið. Fundurinn er í safnaðarheimli kirkjunnar við Linnetsstíg. Örtónleikar í Bókasafninu Á föstudagseftirmiðdögum í sumar mun Bókasafn Hafnarfjarðar bjóða gestum og gangandi upp á örtónleika. Farið verður vítt og breitt um víðlendur tónlistarinnar og eru það starfsmenn á safninu sem að tónleikunum standa. Það er von starfsmanna safnsins að þessar uppákomur muni lífga upp á starfsemina og vonandi senda gesti safnsins með bros á vör inn í helgina. menning & mannlíf www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudagurinn 24. júní Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Barn verður fermt. Vertu velkomin(n) í Fríkirkjuna! Bræðrafélagsfundur! Miðvikudaginn 29. júní, kl. 20:00, verður Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði endurvakið en það er félagsskapur karla í söfnuðinum sem vilja láta gott af sér leiða í starfi kirkjunnar. Sjá nánar um félagið í grein hér annars staðar í blaðinu. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6 og heitt á könnunni. Verið velkomnir, bræður! Safnaðarstjórn. Innrot hjá gullsmið Brutu opna skápa með sleggja Brotist var inn hjá Nonna Gull á Strandgötunni snemma í gærmorgun. Tveir menn vopnaðir sleggju og sennilega rörtöng slitu láscylinder úr hurðinni og komust þannig inn. Er inn var komið brutu þeir glerhurðir á nokkrum skápum, þó allir væru þeir ólæstir, og létu greipar sópa. Aðkoman var ljót, glerbrot og skartgripir um öll gólf. Síðast var reynt að brjótast inn í febrúar sl. þá var ellefu sinnum slegið í öryggisgler í glugga verslunarinnar án þess að þjófurinn kæmist inn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.