Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. júní 2011 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Út er komin hljómplatan Russian Bride með hinni hálf hafnfirsku austantjaldssveit Var­ sjár bandalaginu. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar, en Varsjár­ bandalagið hefur undanfarin tvö ár getið sér gott orð fyrir fjörugt tónleikahald og endurspeglar lagavalið á Russian Bride þá stemningu. Á plötunni má finna blöndu af tónlist frá austur­ Evrópu, gyðingalög, sígauna­ tónlist og balkanpopp í bland við frumsamið efni og útsetn­ ingar sveitarinnar á eldri íslensk um lögum. Lögin á plötunni eru ættuð frá Suðurgötunni í Hafnarfirði og langt austur fyrir Serbíu. Lögin Hundurinn og Russian Bride eru eftir Sigríði Ástu, harmón­ ikku leikara. Of margir krossar eru eftir Karl Pestka fiðluleikara. Á plötunni er einnig að finna lagið Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason. Lagið kom fyrst út á hljómplötunni Í bróð­ erni þar sem þeir bræður Arnþór og Gísli léku eigin lög. Enn fremur er á plötunni lagið Ísland sem er blanda af þjóðlaginu Ísland farsælda Frón og lagi Gylfa Ægissonar Stolt siglir fleyið mitt. Hljóðfæraskipan Varsjár­ banda lagsins er mjög í anda austurs ins, með fiðlu og klari­ nett, harmónikku og trompet í for grunni, studd massífri ryþma sveit. Titillag plötunnar syngur Hera Björk Þór halls­ dóttir. Í hljómsveitinni eru Sigríður Ásta Árnadóttir harmónikku­ leikari, Hallur Guðmundsson bassaleikari, Steingrímur Guð­ munds son slagverksleikari, Magnús Pálsson klarinettu leik­ ari, Jón Torfi Arason trompet­ og gítarleikari og Karl J. Pestka fiðluleikari. Umslag hannaði teikni­ mynda gerðarmaðurinn Einar Bald vin. Færeyska útgáfu­ fyrirtækið Tutl gefur diskinn út. Hljómsveitin hélt á Björtum dögum magnaða tónleika í Bæjarbíói þar sem sveitin flutti m.a. lög af nýja diskinum. Hljómsveitin vakti athygli fyrir skemmtilega framkomu og mjög líflegan flutning. Hljóm­ sveitin hefur á að skipa af ­ bragðs hljóðfæraleikurum og á tónleikunum vakti frammistaða hins unga klarinettuleikara ekki síst athygli. Það er full ástæða til að hvetja þá sem kaupa sér diskinn að stilla hátt í hljómtækjunum og dilla sér með og láta aðra fá að heyra líka. Varsjárbandalagið gefur út Russian Bride Fyrsta plata sveitarinnar Varsjárbandalagið á tónleikum í Bæjarbíói 2. júní sl. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Foreldrafélag Áslandsskóla afhenti fyrir skömmu bæjar­ stjóra áskorun um að nú þegar yrði þar til bærum aðilum falið að ganga til samninga um byggingu íþróttahúss við skól­ ann. Fylgdu með því um 450 undirskriftir foreldra. Ekki tókust samningar við FM hús sem á og rekur húsnæði Ás ­ lands skóla skv. sk. einka fram­ kvæmdarsamningi. Foreldrar eru orðnir lang­ þreyttir og krefjast úrbóta. Vilja íþróttahús Af hverju? Vegna ofnotkunar á öllum dregn um veiðar fær um. Þetta eru stór orð en sönn. Sér í lagi eru það þungatrollin með hler um allt að tíu tonn­ um (til að halda trollinu, í sundur). Eftir hler­ unum rúlla svo bobb­ ingar úr stáli. Þetta eru járnkúlur c.a. 800 kg stykkið. Þetta eyðinga­ tæki mylur svo það sem hlerarnir tættu upp. Svo sem allan kóral, hraun­ breiður, og hraunstanda. Þetta sem ég segi hér er eitt stórt mann réttindabrot gagn­ vart kom andi kynslóðum. Landgrunnið kringum Ísland er slétt eins og flugvöllur. Lengi mætti leita með myndavélum umhverfis landið til að finna kóral, sem fyrr á öldum var aðal­ uppeldisstöð allra fisktegunda. Gæt um við Íslendingar lifað án húsa ? Nei við myndum deyja út rétt eins og öll lífkeðjan er að gera á Íslandsmiðum. Ofan við stóra útrýmingartækið á djúpslóð eru svo notuð léttari troll á til þess gerðum skuttogurum allt upp að 3 sjómílum. Þar sem varð skipin hafa verið leigð úr landi þá eru þessar 3 sjómílur ekki heilög tala. Gæti allt eins verið ein sjómíla í skjóli nætur, með öll ljós slökkt á meðan þurfa þykir. Ofan við þessi svæði er dragnótin leyfð á allt upp að 200 tonna drag nótartogskipum. Með dragnótinni er hamast svo nærri landi að áhöfnin getur séð litinn á þvotti hús­ mæðranna í sveit inni. Viðkvæðið hjá LÍÚ er, þeir passa best auðlind­ ina sjálfir, sem eiga hana. Hvernig eiga þeir auðlindina þessir menn? Með lagaflækjum sem LÍÚ hefir látið gera. Nefnist það ekki ofbeldi í nafni laga? Að þverbrjóta grunnlögin Stjórn ar skrá lýðveldisins Íslands, er refsivert athæfi En ath., svona virkar bara fjórflokkakerfið. Hrossa kaup. Ein stór pólitísk svínastía. Við erum 300 þúsund manna þjóð. Fram með þjóð­ stjórn! Sandsílið Stærsti hlekkurinn í lífríkinu umhverfis Ísland er sandsílið. Af hverju? Á því byggist fyrst og fremst allt sjófuglalíf umhverfis landið og einnig kríunnar. Hvað segja fiskifræðingar varðandi sandsílið? Mest þetta „Sjórinn er of heitur eða of kaldur“. Fyrir það álit fá þeir víst greidd launin sín. Hið rétta er hins vegar dragnótin sem fiskifræðingar og fl. segja að sé vistvæn, er það ekki? Þessi svonefnda dragnót er ekkert annað en önnur útgáfa af trolli. Við þetta veiðarfæri er notuð allt að 40 mm vírmanilla sem rótar upp öllu lífríkinu á botninum. Klippir sundur sandsílið, sem gjarnan grefur sig í sandinn. Öll hrygning sandsílisins er eyðilögð ár hvert. Ég vil minna á, landgrunn Íslands er ekki kolabingur. Nei það er afar viðkvæmt lífríki sem sannir sjómenn bera virðingu fyrir. Nú vil ég skora á LÍÚ að leyfa þjóðinni að sjá öll þessi veiðarfæri að verki. Nýting sjávarafurða á Íslandsmiðum Já hún er skelfileg enda feimnis­ mál. Væri sjávarafli allur nýttur út í hörgul þá gætum við rekið myndarlega heilbrigðis þjón ustu með fríum lyfjum og fríum tannviðgerðum. Ég skal rökstyðja þessa fullyrðingu aflaverðmæta ef ráðherrar þora að mæta mér á fundi. Að endingu þetta. Það má ekki hreyfa við steini á hálendinu þá er allt í uppnámi. Enn það sem er að ske undir yfirborði sjávar má ekki ræða. Já svona er fjórflokka­ kerfið í heild eins og ég sagði hér að framan. Óþarfi að endurtaka þá staðreynd. Höfundur er fyrrv. útgerðarmaður og bátasmiður. Neyðarástand ríkir í hafinu umhverfis Ísland Garðar H. Björgvinsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.