Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 23.06.2011, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 23. júní 2011 Ellefu aðildarfélög Íþrótta­ bandalags Hafnarfjarðar hlutu fyrir skömmu samtals 9 millj­ óna króna styrk til eflingar barna­ og unglingastarfs félag­ anna. Að styrkjunum standa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan á Íslandi og voru þeir af hent ir í höfuðstöðvum ál versins í Straumsvík. Þetta var fyrri afhending árs­ ins á árlegum 15 milljóna króna styrk aðilanna. Greiðir Rio Tinto Alcan 9 milljónir á ári og Hafnarfjarðarbær 6 milljónir. Samstarf þessara þriggja aðila hefur staðið frá árinu 2001. Fjárhæð vorúthlutunar skipt­ ist á félögin eftir fjölda iðkenda 16 ára og yngri en við des­ ember úthlutun er útdeilt með hliðsjón af námskrám félaganna og menntunarstigi þjálfara. Fékk Knattspyrnufélagið Haukar hæsta styrkinn, 2.737.023 kr. Rannveig Rist, forstjóri álversins, Guðmundur Rúnar Árna son bæjarstjóri og Hrafn­ kell Marinósson, formaður ÍBH, lögðu öll áherslu á mikilvægi þessa samstarfs fyrir íþróttalíf bæjarins, og þann margvíslega samfélagslega ávinning sem öflugt íþróttastarf hefur í för með sér. Hafði Rannveig jafnframt á orði að gull söfnun hafnfirskra íþrótta­ manna væri orðin slík að móð­ ur félag álversins, Rio Tinto, væri farið að muna talsvert um hana, en gull er ein af afurðum fyrirtækisins. 9 milljónir til barna- og unglingastarfs í bænum Rannveig, Guðmundur Rúnar og Hrafnkell ásamt fulltrúum aðildarfélaga ÍBH við afhendingu styrkjanna í Straumsvík. Álfagarður verður opnaður í Hellisgerði á föstudag, Jóns­ mess una, kl. 18 við gos brunn inn. Að garðinum standa hjónin Lár­ us Vilhjálmsson og Ragn hildur Jónsdóttir ásamt börnum og barna börnum. Kynningu verður á sumar hátíð álfa sem þeir kalla Hátíð Lífsins og síðan verður opnuð sýning á listaverkum eftir lista menn sem tengjast Hellis gerði sterkum böndum. Tvö þeirra eru afkomendur síð asta íbúa Oddrúnarbæjar í Hell is gerði, Oddrúnar Odds dótt­ ur sem húsið heitir eftir. Krist­ bergur Pétursson mynd listmaður sem sýnir málverk og málaðar flöskur og Oddrún Pétursdóttir myndlistamaður sem sýnir málverk með bland aðri tækni. Saman sýna þau einnig ljósm­ yndir frá tíma ömmu þeirra í Oddrúnarbæ. Þóra Breiðfjörð leir listakona sýnir álfatebolla og hraunmola úr keramik, Guðrún Bjarna dóttir gullsmiður sýnir álfaskartgripi sína og Ragnhildur Jónsdóttir sýnir saumamálverk og myndir úr álfabók sem er í prent un. Sýningin stendur yfir helgina 24.­26. júní. Listaverkin verða öll til sölu í Álfagarðinum. Álfagöngur Álfagarðurinn er miðstöð álfa og huldufólks með aðsetur í litla húsinu í garðinum, Odd rúnar bæ. Þar verður meðal ann ars boðið upp á álfagöngur um Hellisgerði með Ragnhildi Jóns dóttur sem kynn ir og segir frá álfum og huldu fólki sem þar búa. Í litla húsinu verður einnig hægt að fá upplýsingar um verur Hellis­ gerðis. Álfagöngur verða gengnar um Hellisgerði laugardag og sunnu­ dag klukkan 13. Teppi og nesti í boði Í litla húsinu verður til sölu listmunir og handverk sem tengjast Hellisgerði og álfa­ heimum á einn eða annan hátt. „Þar verður einnig hægt að kaupa nesti og fá lánað teppi fyrir lautarferð í Hellisgerði, segir Ragnhildur og segir jafnframt að Álfagarðinum sé ætlað að styrkja ímynd Hafnar­ fjarðar sem álfabæjarins á Ís landi og að efla vitund bæjar búa og annara um Hellisgerði, sem sé einn sérstakasti skrúð garður á Íslandi. Kallað eftir álfasögum „Hugmyndin er að safna álfa­ sögum frá bæjarbúum og reyna að ná saman einskonar heild ar­ mynd um verurnar sem búa með okkur,“ segir Ragn hild ur. Álfagarðurinn verður opinn daglega kl. 12­16 og eftir sam­ komu lagi 694 3153 Hollvinasamtök Hellisgerðis Í tilefni þess að þann 24. júní er afmælisdagur Hellisgerðis sem fagnar 88 ára afmæli sínu verður sett á stofn Hollvinafélag Hellisgerðis, opið öllum sem vilja vinna að vexti og viðgangi Hellisgerðis í samvinnu við bæjaryfirvöld. Hellisgerði er einstakur skrúðgarður með frábæru úrvali af trjám og plöntum og hraunmyndunum sem sýna vel hið fallega bæjarstæði Hafnarfjarðar. Þeir sem vilja gerast hollvinir fá tækifæri til þess að skrá nafn sitt í bók að lokinni opnun garðsins. Álfagarður opnaður í Hellisgerði Dvergvaxið fjölskyldufyrirtæki með tröllvaxna drauma Lárus, Ragnhildur og Ragnar í Oddrúnarbæ. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fjallkona ársins Hrafnhildur Lúthersdóttir var fjallkona ársins á þjóðhátíðardegi Íslendinga í Hafnarfirði. Hún er þó ekki óvön glæstum titlum því Hrafnhildur er líka sunddrottning okkar Hafnfirðinga. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.